Blik - 01.04.1953, Blaðsíða 41

Blik - 01.04.1953, Blaðsíða 41
B 1, I K 39 fáki beitt. / Þar er allt þakið í vötnum, / og þar heitir Réttar- vatn eitt“. Og fleiri taka undir: „Á engum stað ég uni / eins vel og þessum mér. / ískaldur Ei- ríksjökull / veit allt, sem talað er hér“. Þegar dagur er að hádegi lið- inn, er áð í valllendismóa undir liáum grjóthól. Allir taka upp nestispoka sína og matast í flýti. Flestir borða mikið, matur- inn er kaldur og þurr, og kalt er í veðri. Síðan skiptir fjallakóng- urinn Ieitinni. Þeir röskustu og duglegustu fara í lengstu og erf- iðustu göngurnar. Nýliðarnir eru látnir fara á milli tveggja kunnugra manna. Mest ríður á endamönnunum beggja megin. Þeir verða að vera vel kunnugir og öruggir að rata. Allir fara fótgangandi í smölunina, því að yfir blauta fúaflóa og illar keld- ur er að fara. Slíkt er engum hesti fært. Sérstakir menn fara með alla hestana í tveim eða þrem lestum skástu leiðina, sem völ er á, til skálans, þar sem gangnamennirnir munu hafast við næstu nótt. Elndir kvöldið Iiittast allir við skálann. Skál- arnir eru raunar tveir, annar fyrir mennina, hinn fyrir hest- ana. Hestana verður að hýsa, annars er hætta á, að þeir týnist. Nokkrir fara þegar að heyja handa hestunum. Heyið er gef- ið á stallinn og hestarnir látnir inn. Að því loknu geta gangna- mennirnir fyrst farið að sinm eigin þörfum. Þeir bera reiðings- dýnurnar inn í skálann og leggja þær á gólfið, sem að sjálf- sögðu er moldargólf. Sjálfur ei skálinn hlaðinn úr hellugrjóti. Það er ekki mikið sofið i þessu sæluhúsi. Drjúgur tími fer í að matast. Menn hita sér ketilkaffi og drekka það. Sá drykkur þykir óvönum ekki lystugur, en smakkast þó allvel svona fyrsta kvöldið. Síðan er spjallað saman eða spilað. un/ fjallkóngurinn ræður mönnnm ril að taka á sig náðir. Kertaljós- in eru slökkt, og menn hreiðra um sig undir teppum eða yfir- höfnum á reiðingsdýnum breidd- um á bert moldargólfið. Það er hörð undirsæng. Flestir liggja í öllum fötum og hafa ferðatösk- ur sínar fyrir höfðalag. Þetta eru mikil viðbrigði frá rúmun- um heima, og mörgum verður ekki svefnsamt við hin nýju skil- yrði. Eldri mennirnir, sem eru misjöfnu vanir, sofna þó fljótt, ef þeir fá næði til þess fyrir hin- um yngri. En þeir eru ef til vill ekki í skapi til að sofa. Margt er sér til gamans gert í skála gangnamannanna, togazt og tek- izt á, skipzt á sendingum, sungið, kveðið og sagðar sögur og skrítl- ur. Máske er fyrir skemmstu orð- ið hljótt í skálanum, þegar fjall- kóngurinn kallar og biður menn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Blik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.