Blik - 01.04.1953, Page 41

Blik - 01.04.1953, Page 41
B 1, I K 39 fáki beitt. / Þar er allt þakið í vötnum, / og þar heitir Réttar- vatn eitt“. Og fleiri taka undir: „Á engum stað ég uni / eins vel og þessum mér. / ískaldur Ei- ríksjökull / veit allt, sem talað er hér“. Þegar dagur er að hádegi lið- inn, er áð í valllendismóa undir liáum grjóthól. Allir taka upp nestispoka sína og matast í flýti. Flestir borða mikið, matur- inn er kaldur og þurr, og kalt er í veðri. Síðan skiptir fjallakóng- urinn Ieitinni. Þeir röskustu og duglegustu fara í lengstu og erf- iðustu göngurnar. Nýliðarnir eru látnir fara á milli tveggja kunnugra manna. Mest ríður á endamönnunum beggja megin. Þeir verða að vera vel kunnugir og öruggir að rata. Allir fara fótgangandi í smölunina, því að yfir blauta fúaflóa og illar keld- ur er að fara. Slíkt er engum hesti fært. Sérstakir menn fara með alla hestana í tveim eða þrem lestum skástu leiðina, sem völ er á, til skálans, þar sem gangnamennirnir munu hafast við næstu nótt. Elndir kvöldið Iiittast allir við skálann. Skál- arnir eru raunar tveir, annar fyrir mennina, hinn fyrir hest- ana. Hestana verður að hýsa, annars er hætta á, að þeir týnist. Nokkrir fara þegar að heyja handa hestunum. Heyið er gef- ið á stallinn og hestarnir látnir inn. Að því loknu geta gangna- mennirnir fyrst farið að sinm eigin þörfum. Þeir bera reiðings- dýnurnar inn í skálann og leggja þær á gólfið, sem að sjálf- sögðu er moldargólf. Sjálfur ei skálinn hlaðinn úr hellugrjóti. Það er ekki mikið sofið i þessu sæluhúsi. Drjúgur tími fer í að matast. Menn hita sér ketilkaffi og drekka það. Sá drykkur þykir óvönum ekki lystugur, en smakkast þó allvel svona fyrsta kvöldið. Síðan er spjallað saman eða spilað. un/ fjallkóngurinn ræður mönnnm ril að taka á sig náðir. Kertaljós- in eru slökkt, og menn hreiðra um sig undir teppum eða yfir- höfnum á reiðingsdýnum breidd- um á bert moldargólfið. Það er hörð undirsæng. Flestir liggja í öllum fötum og hafa ferðatösk- ur sínar fyrir höfðalag. Þetta eru mikil viðbrigði frá rúmun- um heima, og mörgum verður ekki svefnsamt við hin nýju skil- yrði. Eldri mennirnir, sem eru misjöfnu vanir, sofna þó fljótt, ef þeir fá næði til þess fyrir hin- um yngri. En þeir eru ef til vill ekki í skapi til að sofa. Margt er sér til gamans gert í skála gangnamannanna, togazt og tek- izt á, skipzt á sendingum, sungið, kveðið og sagðar sögur og skrítl- ur. Máske er fyrir skemmstu orð- ið hljótt í skálanum, þegar fjall- kóngurinn kallar og biður menn

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.