Blik - 01.04.1953, Page 4

Blik - 01.04.1953, Page 4
2 B L I K er hrukku uþp og „púuðu á loð- inn ljóra“ til þess að skyggnast um eltir framfaraleiðum mitt í svartnætti eymdar og kyrrstöðu. Þegar við lesum grein þessa, ber okkur að minnast þess, að verðgildi peninga fyrir 50 ár- um var margfalt við það, sem nú er. Þá var einn lítri mjólkur seldur (á 12—15 aura, smjörr kílóið kostaði 1 krónu, 1 kg. syk- urs kostaði 50 aura. Tímakaup- ið var líka innan við eða um 20 aurar. Frœösla og félög. Á síðari hluta 19. aldar leita nokkrir ungir og framgjarnir ís- lendingar búnaðarnáms á Norð- urlöndum. Áhrifa þessara at- orkusömu manna gætti víða í framtaki og framförum í búii- aðarmálum, þegar þeir komu heim frá námi. Á áratugnum 1880—1890 á sér stað búnaðarframtak í land- inu, sem er einstætt. Búnaðar- skólinn í Ólafsdal tók til starfa 1880. Búnaðarskólinn á Hólum var stofnaður 1882, búnaðarskól- inn að Eiðum 1883, Hvanneyrar skólinn 1890. Áhrifaríkastur þessara skóla mun skólinn í Ól- afsdal hafa verið. Frá honum dreifðust ungir og áhugasamir búfræðingar víða um sveitirnar, kenndu bændum ný handtök við jarðyrkju, notkun nýrra og afkastameiri verkfæra, kenndu -----I-----------f------------- þeim gildi samtaka í félagsmál- um o. fl., o. fl. Búnaðarfélögum í sveitum landsins fer nú fjölg- andi ár frá ári. Um 1892 eru þau orðin yfir 70 samtals, og árið eftir yfir 80. Þau útveguðu betri og afkastameiri verkfæri til jarðyrkju, t. d. þúfnasléttun- ar, höfðu áhrif til bóta um húsakynni kvikfjárins og með- ferð þess o. s. frv. Slíkra’ sam- taka var mikil þörf. Gagn þeirra var ómetanlegt ,þar sem til for- ustunnar völdust áhugasamir atorkumenn og kunnáttu- menn um landbúnað. Fram um miðja 19. öldina þekktist ekki undirristuspað- inn. Bændur og búalið ristu ofan af þúfunum með torfljáum. Síðan pældu menn sundur þúf- urnar með pálum og börðu sund ur hnausana með trésleggjum. Seinleg vinnubrögð, erfið og oftast illa af hendi leyst. Úr þessum vinnubrögðum leituðust búnaðarfélögin við að bæta. Víð- ast hvar voru þessi samtök kölluð búnaðarfélög og síðan kennd við hreppinn, sem þau störfuðu í. Á þrem stöðum voru þau þó kölluð jarðræktarfélög. Nafnið jarðabótafélag var til. í 3 hreppum í Eyjafirði voru þau kölluð framfarafélög. Framfara- félag Öngulsstaðahrepps var elzt, stofnað árið 1875. Hin stofnuð árin 1882 og 1894. Árið 1888 stofnuðu Lands-

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.