Blik - 01.04.1953, Page 9

Blik - 01.04.1953, Page 9
B L I K 7: Guðmufidur ísleifsson, VUbdrg- arstöðum, (22. sept. 1901). Jón Jónsson, Ólafshúsum, (22. sept. 1901). Arnbjörn Ögmundsson, Prest- húsum (28. sept. 1902). Arngrímur Sveinbjarnarson, Kirkjubæ (12. okt. 1902). Jón Guðmundsson, Svaðkoti, (30. okt. 1903). pr. pr. A. S. Johnsen, Gísli J. Johnsen, (27. sept. 1903). Björn Einarsson, Hlaðbæ, (15. okt. 1905). Lárus Halldórsson, (25. sept. 1904). Jón Pétursson, Þórlaugargerði (28. okt. 1906). Grœðum foldarsárin. 24. sept. 1893 hélt Framfara- félagið 3. fund sinn. Aðalum- ræðuefni fundarins var það, hvernig hefta mætti uppblástur landsins inni á Flötum og í Sandskörðum, svo og annars staðar, þar sem sand- og moldar- rof ykjust og jarðspjöll færu vax- andi. Rætt var um að sá mel- fræi í sandinn, girða rofin af og banna að rífa rætur eða rofalí- ur úr bökkum, því að það yki uppblástur landsins. Umbœtur. Þá var rætt um að gera brú eða veg við Stokkalón') fram að Stokkhellu til þess að létta fisk- drátt, fiskþvott og e. t. v. upp- skipun, ef svo bæri undir. Einn- ig var til timræðu breytingar og umbætur á fjósum og bætt á- burðarhirðing. Hallkvæmast þótti í þeirn efnum að steypa áburðarforir eða safngryfjur. Á 4. fundi félagsins 15. okt- óber sama ár var fundarmönn- um, sem voru 7, kynntar regl- ur um styrkveitingar úr lands- sjóði til búnaðárfélaga. Rætt var á fundi þessum um búnaðar- mál og samþykkt tillaga þess efnis, að leggja mesta áherzlu á jarðabætur, svo sem túna- sléttun, gerð safngryfja og aukna áburðarsöfnun. Á fundinum voru skiptar skoðanir um það, hvernig verja skyldi félagsgjaldinu það ár til framfara landbúnaðinum í Eyjum. Þrír fundarmanna vildu kaupa vagn til sameigin- legra afnota félagsmönnum, en aðrir vildu verja félagstekjun- um til kaupa á jarðyrkjuverk- færum, „sléttunarverkfærum“. Sýslumaðurinn, Jón Magnús- son, hafði gefið félaginu peninga og sýnt þannig hug sinn til fé- lagsins og framfaramála í Eyj- um. 5. fundur félagsins var hald- inn 3. desember um haustið. Fundarmenn voru 10. Á fundi þessum benti formað- 1) Stokkalón og Stokkhella var þar sem nú er austasta (gamla) bæjarbryggj- an.

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.