Blik - 01.04.1953, Side 13

Blik - 01.04.1953, Side 13
B L I K 11 höfðu þeir þar not a( henni endurgjaldslaust, þegar þeir vildu. Utanfélagsmenn áttu þess einnig kost að nota liana, en greiða skyldi hver jreirra eina krónu fyrir notin til sumarmála næsta ár. Hafnað var á fundi jressum að ganga í Búnaðarfélag íslands. Vorið 1902 var afnotagjald fyr- ir skilvinduna fjórfaldað og hið sama fyrir félagsmenn sem utan- félagsmenn. Skyldi sú leiga gilda til fyrsta sumardags 1903. Á fundi þessum var afráðið, að félagið skyldi hætta að eiga sjálft verkfærin. Skyldi „gref- um“, kvíslum og rel^urn skipt milli félagsmanna til eignar. Vorið 1903 var samjrykkt að selja skilvindu félagsins, ef við- unandi hoð fengist í hana. Sig- urður, formaður félagsins, keypti skilvinduna á kr. 90,00. Munu ])á margir bændur hér hafa þegar eigna/.t skilvindur vegna framtaks Framfarafélags- ins. Verðlaun fyrir steinlímda brunna. Haustið 1903 voru félagsmenn 23. Það haust var á fundi 30. október, samþykkt, að félagið greiddi verðlaun fyrir „stein límda brunna“, og yrðu verð- launin 5 aurar á livert rúmfet. Kom í Ijós, að þau 10 ár, sem félagið hafði starfað, höfðu 16 brunnar (vatnsgeymar) verið gerðir, stærð samtals 2806 rúm- fet Ráðunautur kemur hingað. 23. des. 1903 samþykkti fund ur félagsins, að það gengi í Bún- aðarfélag íslands. Jafnframt var formanni falið að útvega ráðu- naut þess hingað á næsta sumri til leiðbeiningar í jarðvrkju- störfum og öðrum búnaðarfram- kvæmdum. F.inar Helgason ráðu nautur kom síðan hingað til Eyja (yrir atbeina félagsins í á- gústmánuði 1904. Var j)á rætt við hann um hið ræktaða land, aukna ræktun, hirðingu áburð- ar, skógrækt, hindrun sandfoks og uppblásturs o. 11. Það var al- gjör nýlunda að fá hingað bún- aðarlærðan mann til skrafs og ráðagerða um búnaðarframfarir Eyjanna. Gengi dvínar. Hvað veldur? A þessum árum virðist við- horf bænda til félagsins breyt- ast, hugsjóna þess og stefnu- rnarka. Að vísu hafði aldrei meir en helmingur jarðabænda hér verið í félaginu og fylkt sér und- ir merki Jress og áhugamál. F.n nú er sem eitthvað nýtt grípi hug allra svo að áhugamál Fram farafélagsins þoka til hliðar, gengi Jress fer dvínandi og til- vera Jress verður erfiðari með hverju ári, sem líður. Erfitt reynist nú að ná saman lögleg-

x

Blik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.