Blik - 01.04.1953, Síða 19

Blik - 01.04.1953, Síða 19
B L I K l7 Skýrsla Gagnfræðaskólans árið 1951 - 52. (1 fyrra misprentaðist ártai skýrslunnar, skyldi vera 1950—1951) Skólinn var settur að Breiða- bliki 1. október. Nám hófu í skólanum 51 nem., 27 piltar og 24 stúlkur. Skólinn starfaði í þrem deild- um. Nemendur miðskóladeildar fengu eins og áður aukakennslu í stærðfræði, sögu, ensku, dönsku og landafræði. Þeir slepptu verk- legu námi, en voru að mestu leyti samferða öðrum nemend- um þriðja bekkjar í bóklegu námi. Er það mikill ókostur að geta ei haft þá nemendur alveg sér, sem hyggja á landspróf miðskóladeildar. Verður nú getið nemenda í hverri deild. Heimili nemenda er hér í Eyjum, sé annars ekki getið. 3. bekkur. (Sjá Blik 1950). 1. Bjarni Björnsson. 2. Elín Guðfinnsdóttir. 3. Edda Sveinsdóttir. 4. Guðjón Ólafsson. morgni til kl. 3 e. h. Var þá haldið heim til að lesa lexíur næsta dags. Þegar leið fram í aprílmánuð, höfðu allir nem- endurnir innt af hendi þegn- skylduvinnu sína. Við unnum einungis á blíðviðrisdögum. Minningin um þessa ánægjulegu vinnudaga mun endast mér lengi. Aldrei hef ég séð unglinga vinna af rneira ka]jpi og áhuga en þessa daga. Þar fylgdi hugur máli. Iðulega minnast nemend- ur mínir frá þessum árum þess- ara unaðslegu daga, þegar við hófum að grafa fyrir framtíðar- lieimili Gagnfræðaskólans hér. Enn er langt í land, þai' til byggingin er fullgerð. Enn er aðeins neðsta hæðin notuð til starfans og þó ekki nærri full- gerð, en allt er þetta í fram- kvæmd og mótun. Byggingin er að mestu leyti fullgerð utan. Lóð og lendur skólans þarfnast mikillar lagfæringar. Umhverfið allt þarf umbóta við. Þar þarf að jafna, slétta og girða. Við þau störf gefst okkur vonandi. kostur á að endurnýja líkams- krafta okkar og hugarorku, á sólbjörtum vordögum, þegar námsþreytan herðir að. Það er ánægjuleg tilhugsun. Þ. Þ. V.

x

Blik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.