Blik - 01.04.1953, Síða 28

Blik - 01.04.1953, Síða 28
íí6 B L I K anna skipi öndvegið. — Það dýr- mætasta, sem við utiga fólkið eigum, er góð heilsa, góðir for- eldrar og gott heimili. H. B. G. 3. b. Gott heimili er án efa eitt af því bezta, sem maðurinn eignast Á heimili, þar sem ekki er mjög •góð stjórn á öllu, er mjög hætt við, að börnin lendi í vondum félagsskap, sem þeim stafar illt af. Til þess að heimilislífið geti •orðið skemmtilegt, verður öll fjölskyldan að gera sitt bezta i því efni. ,Á mörgum góðum heimilum »er það brýnt fyrir börnunum að gera sitt bezta til að hjálpa mæðrum sínum, gera ýmsa snún- inga fyrir þær, þvo upp leirinn með þeim o. s. frv. Allt of fá- ir kunna að meta gildi hins g'óða heimilis, þeir sem það eiga. E. J., 3. b. Þeim unglingi ,sem á hvorki pabba né mömmu og engan að, honum getur varla liðið vel. Mér finnst, að heimilin eigi að vera hrein og hlýleg. Það þarf ekki að bera mikið í þau, svo að þau verði hlýleg og aðlað- andi, en til þess þarf húsmóðir- in að leggja fram mikla vinnu, og allir á heiinilinu þurfa að læra að meta störf hennar og virða............Það er mikils virði fyrir ungling að eiga gott heimili, svo að honum finnist ekki, að hann verði að fara að heiman til að sækja ánægju, sem hægt er að veita sér heima. Ástþór Rnnólfsson, 3. b. Heimilið á að vera ímynd friðar og gleði, þar sem fjölskyld an situr í hlýlegri stofunni á kvöldin og hlustar á útvarpið eða eitthvað þess háttar. Stund- um les heimilisfaðirinn upp úr einhverri góðri bók fyrir kon- una sína, en hún situr þá með prjónana eða stoppar í sokka, því að alltaf er nóg að gera. Það er í raun og veru ekkert heimili, ef húsmóðirin er ekki heima. Hún þarf ekki að vera nema nokkra daga í burtu til þess að munur verði brátt á. hversu heimilislífið verður leið- inlegra, tómlegra, maturinn ef til vill verri og allt í drasli. (Þess vegna er oftast allt á tjá' og tundri hjá piparsveinum). Heimilið þarf hvorki að vera stórt né íburðarmikið. en það þarf að vera þannig, að börnin fjarlægist ekki heimili sín og fari að stunda götuna. Á. Á., 3. b.

x

Blik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.