Bæjarins besta - 15.01.1997, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997
Útgefandi:
H-prent ehf.
Sólgötu 9,
400 Ísafjörður
% 456 4560
o 456 4564
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson
Halldór Sveinbjörnsson
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson
Blaðamaður:
Magnús Hávarðarson
Netfang:
hprent@snerpa.is
Stafræn útgáfa:
http://www.snerpa.is/bb
Bæjarins besta
Stofnað 14. nóvember 1984
Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið.
?Spurning
in
Eru Vestfirð-
ingar vælu-
skjóður?
Leiðari
Kaup Samherja á Hrönn hf., eða öllu heldur aflaheimildum
Guggunnar, er stærsta og átakanlegasta dæmið um hriplegt kvótakerfi,
sem þjónar þeim helsta tilgangi að koma yfirráðum mestu auðlindar
okkar Íslendinga á fárra manna hendur.
Allt hjal um að almenningur eigi nú orðið svo og svo mikið í
útgerðarfélögum eða verði síðar meir gefinn kostur á frekari hlutdeild í
þeim er blekking ein, í því augnamiði gerð, að hinir raunverulegu fáu
eigendur fái notið aðstöðu sinnar í friði bak við tjöldin. Almenningur,
hinn litli hlutabréfaeigandi, kemur aldrei til með að ráða einu eða
neinu um gang stórútgerðarinnar í landinu. Í langflestum tilfellum lætur
almenningur sig þetta heldur litlu skipta, enda áhuginn á
hlutabréfakaupum bundinn við skattaafslætti en ekki útgerð. Þetta vita
allir og mest og best þeir, sem lofsyngja hlutabréfakaupin á
uppsprengdu verði, sem afar hæpið er að skili sér nokkurn tíma aftur
til kaupandans.
Varnaglarnir í fiskveiðistjórnunarlögunum, sem tryggja áttu forkaupsrétt
heimamanna og koma í veg fyrir að skip og kvóti væru seld frá
heimahögum, hafa líkt og annað í þessum lögum reynst vita haldlaus
ákvæði. Þannig stendur löggjafinn berstrípaður frammi fyrir alþjóð og
er aðhlátursefni braskaranna, sem hagnast á ólögunum. Almenningi
í sjávarþorpum vítt um land er aftur á móti ekki hlátur í huga.
Skipbrot útgerðarfélags Guggunnar, þessa lengst af flaggskips ísfirska
Þessum ólögum verður að eyða
flotans og síðan gulleggin í körfu eigendanna, sýna okkur í reynd eðli
kvótakerfisins. Það er viðurkennt að útgerðarfélagið réð ekki við
fjárfestinguna. Guggan var einfaldlega alltof dýr, skuldir of miklar,
lánin óhagstæð og hömlur af hálfu norskra seljenda. Þetta slampaðist
þó einhvern veginn með óheftum aðgangi að utankvótaafla og sölu
og leigu á úthlutuðum kvóta. Aflatakmarkanir á fjarlægum miðum
settu allt í hnút.
Endalok Hrannar hf., fékk ,,happy end, að amerískri glansmynda-
fyrirmynd, fyrir eigendur fyrirtækisins, sem eru alls góðs maklegir. En
það eru takmörk fyrir öllu. ,,Guðbjörgin breyttist í gull. Þannig orðaði
DV það. Óveiddi fiskurinn í sjónum breytti útgerðinni, sem ekki reis undir
skuldum í gull. Já, það eru takmörk fyrir öllu.
Salan á Guðbjörginni er staðreynd. Gildir því nú, sem áður, að eigi
skal gráta Björn bónda, heldur safna liði. Það er sjálfsagt að menn selji
skip sín eins og aðrar eignir, til þess hafa þeir fullan rétt. En það stríðir
gegn öllum lögmálum siðaðra manna, að einstaklingar selji
þjóðareign, lögum samkvæmt, sem sína eigin.
Þeim ólögum, sem færa einstaklingum slíkan umráðarétt yfir fjöreggi
þjóðarinnar, verður að eyða.
Til þess verks verða menn að safna liði. Það þolir enga bið.
s.h.
Kristinn H. Gunnarsson,
alþingismaður:
Nei, ég er nú ekki þeirrar
skoðunar. Hinsvegar er ekki
því að neita að þeir hafa
gjarnan kennt kvótakerfinu
um ófarir í atvinnulífinu og
einkum þegar illa gengur hjá
einstökum fyrirtækjum. Ég
er á þeirri skoðun að menn
hafi gert of mikið af því að
gera kerfið að blóraböggli í
þeim efnum. Kvótakerfið og
í raun hvert annað mannana
verk hefur alltaf einhver áhrif
á skilyrði í atvinnulífinu og
ég held að það hafi verið
það sem fréttamaðurinn var
að vísa til.
Erfiðleikar í atvinnumál-
um á Þingeyri og nú síðast
sameining Samherja og
Hrannar hafa vakið upp
umræður í öllum helstu
fjölmiðlum landsins. Ekki
hefur verið komist hjá að
ræða við Vestfirðinga sjálfa
um þessi mál og eins og við
vitum þá tölum við tæpi-
tungulaust og kjarnyrt mál.
Ekki erum við heldur að
draga úr þeim erfiðleikum
sem við blasa. Einhverjir
hafa orðið til að setja ofan í
við okkur fyrir vælið en úr
tók þegar fréttamaður á
Stöð 2 gat ekki á sér setið
og sagði eitthvað á þá leið
að; Vestfirðingar ættu að
hætta þessu væli og fara
bara að gera út.
Vestfirðir
Veiðieftirlits-
maður ráðinn
Jón Ellert Guðjónsson hefur verið ráðinn veiðieftirlitsmaður
hjá Fiskistofu með aðsetur á Ísafirði. Að sögn Atla Atlasonar,
starfsmanna- og fjármálastjóra, sóttu 10-15 manns um stöðuna
og að Jón hafi verið ráðinn m.a. vegna fyrri starfa fyrir
Fiskistofu og eins þess að hann var tilbúinn að flytjast á
Ísafjörð.
Hlutverk Jóns verður að annast hefðbundin störf veiði-
eftirlitsmanns m.a. í sambandi við kvóta- og vigtarmál. Auk
þessa mun Jón hafa umsjón með landamærastöð sem sett
verður upp á Ísafirði innan tíðar. Aðspurður sagði Atli að
margir umsækjanda hefðu verið mjög hæfir og orðið hafi að
velja einn úr, eins og svo oft áður þegar margir sækja um.
Ísfirðingafélagið
Sólarkaffi
Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins í Reykjavík verður haldið
laugardagskvöldið 25. janúar nk., að Hótel Íslandi. Húsið
opnar kl. 20:00 en kl. 20:30 hefst hefðbundin hátíðardagskrá
með kaffi og rjómapönnukökum.
Einungis ísfirskir skemmtikraftar munu skemmta á
hátíðinni. Hátíðarræðu kvöldsins flytur Halldór Hermannsson
og ef að líkum lætur, mun hann láta gamminn geysa. Að
skemmtiatriðum loknum verður stiginn dans til kl. 03:00.
Að þessu sinni eru í skemmtinefnd þeir Jón Björn
Sigtryggsson, Konráð Eyjólfsson og Rafn Jónsson. Forsala
aðgöngumiða á hátíðina fer fram að Hótel Íslandi,
laugardaginn 18. janúar frá kl. 14-16. Borð verða tekin frá á
sama tíma. Miða- og borðapantanir eru auk þess í síma 568
7111 dagana 21.-25. janúar frá kl. 13-17, ef greitt er með
greiðslukortum.
Náttúrustofa
Starfsmaður ráðinn
Þorleifur Eiríksson hefur verið ráðinn forstöðumaður
Náttúrustofu í Bolungarvík frá 1. janúar 1997. Þorleifur, sem
er fæddur 1956, er doktor í dýrafræði frá Háskólanum í
Stokkhólmi. Að sögn Ólafs Kristjánssonar, bæjarstjóra í
Bolungarvík, hafa tekist samningar milli bæjarstjórnar
Bolungarvíkur og Umhverfisráðuneytisins um Náttúrustofuna
og að nú sé unnið að útboðsgögnum og verklýsingu á
innréttingum húsnæðis stofunnar að Vitastíg 3.
Vinna við neyðaráætlun á Flateyri lokið
Neyðaráætlun fyrir
Ísafjörð á lokastigi
Sigríður Hrönn Elíasdóttir er
svæðisstjóri Rauða krossins á
Vestfjörðum. Hún hefur í
samstarfi við heimamenn á
hverjum stað, unnið að gerð
neyðaráætlana og hefur nú
lokið fyrsta verkefninu sem er
áætlun fyrir Flateyri og Önund-
arfjörð.
Rauði kross Íslands er hjálp-
araðili að Almannavörnum rík-
isins og hefur það hlutverk að
sjá um fjöldahjálparstöðvar í
neyðartilvikum sem geta skap-
ast t.d. vegna snjóflóða eða
hættu á snjóflóðum. Að sögn
Sigríðar Hrannar hefur Rauði
krossinn verið duglegur að
halda námskeið fyrir sitt fólk
en eitt slíkt námskeið var haldið
á Flateyri á síðast ári og var
það mjög vel sótt. „Námskeiðin
byrja með kynningu á Rauða
krossinum. Síðan gerir fulltrúi
Almannavarna ríkisins grein
fyrir hlutverki Almannavarna
í neyðarvörnum, fulltrúi Lands-
bjargar útskýrir hlutverk björg-
unarsveita og þátttakendur eru
upplýstir um fyrstu hjálp. Að
lokum eru verklegar æfingar
þar sem þátttakendum er skipt
í hópa og þeir m.a. látnir sjá
um opnun fjöldahjálparstöðva.“
Sigríður Hrönn segir að
vinna við neyðaráætlanir fyrir
Ísafjörð og Bolungarvík séu á
lokastigi og að aðrir séu að
vinna að sínum.
Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar tapaði með einu
stigi er liðið tók á móti Skallagrími frá Borgarnesi
í leik liðanna sem fram fór í íþróttahúsinu á
Torfnesi á föstudag. Lokatölur leiksins urðu 67-
66 fyrir gestina. Þrátt fyrir þó nokkra spennu,
sérstaklega undir lok leiksins, var um fremur
lélegan leik að ræða, sérstaklega af hálfu Ísfirðinga.
Andrew Vallejo, sem leikið hefur með KFÍ frá
því keppni hófst í haust, er hættur að leika með
liðinu og er von á Kanadamanni í hans stað. Næsti
leikur KFÍ er gegn neðsta liði úrvalsdeildar,
Breiðabliki, og hefst hann kl. 20 á föstudagskvöld
í íþróttahúsinu á Torfnesi. ,,Ég er ekki vanur að
tala opinberlega um úrslit fyrirfram, en við ætlum
að vinna þennan leik,” sagði Guðjón Þorsteinsson,
liðsstjóri KFÍ í samtali við blaðið.
Um síðustu helgi fór fram í Laugardalshöll,
stjörnuleikur KKÍ, þar sem tvö sérvalin úrvalslið
kepptu innbyrðis. Í hálfleik fór fram troðslukeppni
og þriggja stiga keppni og sigraði leikmaður KFÍ,
Baldur Jónasson í þeirri síðarnefndu. Leikmenn
fengu 50 sekúndur til að skjóta 15 boltum og var
samtals hægt að fá 20 stig ef allir fóru ofan í. Tveir
leikmenn, Guðjón Skúlason, Keflavík og Baldur
Jónasson, voru jafnir með 10 stig og þurfti því
bráðabana til að knýja fram úrslit. Baldur gerði
sér lítið fyrir og sigraði.
Naumt tap gegn Skallagrími
Vallejo hættur hjá KFÍ
Baldur Jónasson, þriggja stiga skytta KFÍ.