Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.01.1997, Side 5

Bæjarins besta - 15.01.1997, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 5 Tannlæknaþjónusta á landinu Ódýrust á Ísafirði Í Staðtölum almannatrygg- inga fyrir árið 1995, sem Tryggingastofnun ríkisins gef- ur út, kemur fram að kostnaður vegna tannlæknaþjónustu er minnstur á Ísafirði þegar miðað er við kostnað á hvern íbúa. Þegar kostnaðurinn er borinn saman milli staða kemur í ljós að kostnaður vegna tannlækna- þjónustu er 2.265 krónur á hvern íbúa á Ísafirði á meðan t.d. í Bolungarvík er kostnaður á hvern íbúa 6.407 krónur. Tölur teknar af handahófi úr skránni sýna að kostnaðurinn er 3.665 krónur á Patreksfirði, 4.092 krónur á Sauðárkróki, 6.105 krónur á Egilsstöðum, 4.825 krónur í Keflavík og 4.662 krónur á Akureyri. Það sem vekur sérstaka athygli er sá mikli munur sem er á Ísafirði og Bolungarvík eða 4.142 krónur á hvern íbúa. BB kann- aði málið hjá yfirtannlækni Tryggingastofnunar ríkisins Reyni Jónssyni. „Við erum að skoða þetta sérstaka dæmi um Ísafjörð og Bolungarvík þannig að ég get ekki gefið upp ástæður fyrir þessu núna. Ég vil hins vegar benda á að við verðum að hafa í huga að það kunna að vera staðbundnar aðstæður fyrir hendi þ.e.a.s. það eru fleiri tryggðir á einum stað heldur en öðrum, það gæti sem sagt verið meira af skólakrökkum á öðrum staðnum. Eins gæti það verið að menn séu mismunandi duglegir að kalla börnin inn en þetta þarf ekki alltaf að vera í refsiverða átt ef ég má kalla það svo. Það er vitað að menn hafa mismunandi vinnureglur sem felst m.a. í greiningu á meðferð. Sumir nota ákveðið mynstur yfir alla línuna þar sem það sama er gert við alla nánast óháð því hvernig ástand- ið er í munninum. Á meðan eru aðrir, sem virkilega þekkja sinn sjúklingahóp, sem miða meðferðir við ástand hvers og eins. Þarna eru hlutir sem við hjá Tryggingastofnun erum að reyna að taka á. Eins og ég sagði þá erum við að skoða þetta tiltekna dæmi fyrir vestan og við skulum bíða og sjá. Þetta kemur í ljós.“ Reynir sagði að mögulega gætu verið aðrar aðstæður í Bolungarvík og að t.d. hafi því verið haldið fram að það væri með ólíkindum hvað tannskemmdir væru algengar þar. „Það kunna að vera aðrar hefðir ríkjandi þar, þetta er tiltölulega lítið samfélag þannig að það sem einn tekur upp er kannski mjög fljótt að dreifast um samfélagið eins og t.d. að hanga á sjoppunum.“ Sparisjóður Súðavíkur Ragnar lætur af störfum Ragnar Jörundsson, sem gegnt hefur starfi sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Súðavíkur í tæpt eitt og hálft ár, lætur af störfum um næstu mánaðarmót af persónulegum ástæðum. Áður en Ragnar hóf störf í Súðavík gegndi hann starfi sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Ólafsvíkur um tveggja ára skeið en þar áður var hann sparisjóðsstjóri í Súðavík í þrjú ár. Að sögn Ragnars er stefnan tekin á Reykjavík en þar hefur hann fengið starf sem framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík. Ragnar sagði að staða sparisjóðsstjóra Súðavíkur yrði ekki Ragnar Jörundsson. Steinn Kjartansson. auglýst laus til umsóknar, þar sem viðræður hefðu staðið yfir við ákveðinn aðila um að taka að sér starfið. Hann vildi að svo stöddu ekki gefa upp hver sá aðili væri. Samkvæmt upplýsingum blaðsins mun hér vera átt við Stein Kjartansson, sem um árabil hefur gegnt starfi skrifstofustjóra hjá Frosta hf., í Súðavík. Gríman fallin af kvótakerfinu Eru stjórnvöld heilalaus? Sífellt vaxandi ólgu gætir hjá almenningi í þjóðfélaginu og ekki síst hjá Vestfirðingum gagnvart kvótakerfinu og fylgi- fiskum þess. Varla koma sam- an tveir öðruvísi en umræðan snúist að miklu leyti um fiskveiðistjórnun, kvóta og sægreifa. Engan skal undra þótt stundum hitni í kolunum þegar þessi mál eru rædd, því fólk gerir sér grein fyrir mikilvæg- inu og telur margt að telfd sé refskák af stjórnmálamönnum og kolkröbbum, þar sem fram- tíð fólks og þá ekki síst ungs fólks, sé lögð að veði. Kvóta- kerfið hafi fellt grímuna og gnæfi yfir þjóðinni eins og ofvaxið skrímsli sem enginn fái ráðið við. Auðveldast er að gagnrýna, en erfiðara getur reynst að benda á leiðir til úrbóta og virðist sem margir hafi lagt árar í bát og fallist á það sjónarmið að leiðin til baka sé ófær. Ekki eru þó allir á því máli og til eru kjarkmiklir menn sem af og til varpa fram hugmyndum til lagfæringar núverandi kerfi eða benda á nýjar leiðir. Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vest- fjarða, bendir á þann möguleika á öðrum stað í blaðinu, að stjórnvöld leysi til sín kvótann á 4-7 árum og hafi eftir það með forræði hans að gera. Að hans mati er þetta eina færa leiðin út úr kvótakerfinu. Sjómaður sem kominn er á efri ár benti blaðinu á, að með aukinni fiskgengd gæti skap- ast svigrúm fyrir stjórnvöld til aðgerða. „Ef fiskistofnarnir ná sér upp, eins og margt bendir til að nú sé að gerast, er sá möguleiki fyrir hendi, að stjórnvöld afnemi kvótann og gefi veiðar frjálsar í t.d. 1-3 ár. Að þeim tíma liðnum væri hægt að endurskoða stöðuna í ljósi reynslunar og ákveða nýjar leikreglur með það efst í huga að jafna rétt manna til að sækja í auðlindina. Einnig er ljóst að tryggja verður að hver lands- hluti eða byggðarlag fái rétt- látan skerf sér til viðurværis sem ekki yrði hægt að framselja eða spila fjárhættuspil með eins og nú er gert. Það nægir að benda á Vestfirði sem dæmi um það klúður sem viðgengist hefur í núverandi kerfi en þeir eru ekki svipur hjá sjón frá því sem áður var. Fóksfjöldi er orðinn sá sami og 1860 sem skrifast algjörlega á kerfið sem nú er við lýði og Vestfirðingum er nánast mein- að að sækja í tegundir eins og steinbít, tegund sem þeir einir veiddu áður fyrr og hélt lífinu í Vestfirðingum oft á tíðum. Grálúðan er annað dæmi en Vestfirðingar eru frumkvöðlar í veiðum á henni og sátu einir að þeim veiðum til að byrja með. Þetta hefur að mestu verið tekið frá okkur þrátt fyrir að þetta sé eina lifibrauð okkar. Ég skil bara ekki hvað stjórn- völd eru að hugsa ef þau hugsa á annað borð. Mér er næst að ætla að þingmenn og ráðherrar þjáist af sjaldgæfum vírus sem veldur alvarlegum og langvar- andi heilaskemmdum,“ sagði þessi sjómaður sem stundað hefur sjóinn í 57 ár og dregið að landi tugi þúsunda tonna. Í dag á hann engan rétt til veiða í íslenskri landhelgi og það á heldur enginn af afkomendum hans. Örfáum öðrum og sjáf- sagt betri Íslendingum hefur hins vegar hlotnast sá réttur. Eftir situr spurningin: Hvar er hefðarréttur, réttlæti og sann- girni á Íslandi í dag? ATVINNA Bakki hf. óskar eftir fólk til starfa í eftirfarandi störf: Störf í flokkunarstöð í Bolungarvík (Mikil vinna). Upplýsingar gefur Þorlákur Ragnars- son í síma 456 7550. Störf í rækjuvinnslu í Bolungarvík. Upplýs- ingar gefur Halldór Jónsson í síma 456 7500. Störf í fiskvinnslu í Bolungarvík. Upplýsingar gefur Albert Haraldsson í síma 456 7500. Starf við þrif í Hnífsdal. Upplýsingar veitir Snorri Bogason í síma 456 5200. Atvinnuráðgjafi Vestfjarða Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. auglýsir laust til umsóknar, starf Atvinnuráðgjafa Vestfjarða. Umsóknarfrestur er til 20. janúar nk. Umsóknir sendist félaginu að Hafnar- stræti 1, 400 Ísafirði. Nánari upplýsingar veitir Halldór Halldórsson í síma 456 3170 og Aðalsteinn Óskarsson í síma 456 4633. Starfsemi Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf. er að hefjast undir merkjum þess. Til þessa hefur starfsemi atvinnuráðgjafa verið hjá Fjórðungs- sambandi Vestfirðinga. Auk atvinnuráðgjafa mun ferðamálafulltrúi starfa hjá Atvinnuþróunarfélaginu. Krakkar foreldrar forráðamenn! Þá er komið að því! Krakkaklúbburinn byrjar aftur eftir jólafrí í vikunni. Krakkaklúbbur fyrir 10 - 12 ára byrjar mið- vikudaginn 15. janúar kl. 17:30 og 3-9 ára hópurinn byrjar föstudaginn 17. janúar kl. 17:30. Hvítasunnukirkjan Salem.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.