Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.01.1997, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 15.01.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 Kaup Samherja hf. á Akureyri á útgerðarfélaginu Hrönn hf. veldur titringi Ísfirðingar á valdi tilfinningana Það þótti miklum tíðindum sæta í síðustu viku þegar fréttist af sameiningu Samherja á Akureyri og Hrannar hf. á Ísafirði sem gert hefur út frystitog- arann Guðbjörgu ÍS 46. Ísfirðingum mörgum varð bylt við, því Guðbjörg og forverar hennar hafa verið stolt Ísfirðinga til fjölda ára enda mikil aflasæld fylgt þeim skipum sem borið hafa þetta nafn og útgerð skipanna ávallt verið með sóma og myndar- brag. Eftir að frystitogarinn Guðbjörg kom til sögunnar varð ljóst að landvinnslufólk nyti ekki afla Guðbjargar lengur og má því leiða að því rök að kvótinn hafi í raun tapast verkafólki þegar breytt var yfir í frystingu. Með sameiningunni óttast margir að kvóti skipsins, sem nemur 3.400 þorskígildis- tonnum, glatist Ísfirðingum en forsvarsmenn Samherja og Hrannar hafa lýst yfir að skipið verði áfram gert út frá Ísafirði svo sem verið hefur. Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja, hefur meira að segja lýst yfir að; „Guggan verður áfram gul og verður gerð út frá Ísafirði.“ Margir draga þá yfirlýsingu í efa og telja að skipið verði í nánustu framtíð gert út frá Akureyri þar sem höfuðstöðvar Samherja eru og benda á að þegar Hvaleyri í Hafnarfirði var sameinuð Samherja, þá hafi aflaheimildirnar fljótlega farið frá Hafnarfirði og norður yfir heiðar. Ljóst er að sameiningin er ekki síst mikið tilfinningamál fyrir Ísfirðinga, því að mörgu leyti hefur verið litið á Guð- björgina sem hornstein Ísa- fjarðar og tákn kjölfestu í bæj- arlífinu. Það kom því nokkuð á óvart að svo virðist sem nokkrir erfiðleikar hafi verið farnir að hrjá útgerðina og skuldir hennar miklar eða um 1 millj- arður króna. Margt bendir til að sú ákvörðun eigenda Hrann- ar að fjárfesta í þessu dýra skipi hafi ef til vill verið misráðin og það hafi ekki verið raun- hæfur kostur að reka það á grundvelli þeirra aflaheimilda sem útgerðin réði yfir. Erfið staða útgerðarinnar og fyrir- sjáanlegar þrengingar hvað úthafsveiðar varðar, t.d. á Flæmingjagrunni, telja menn helstu ástæður fyrir þeirri ákvörðun eigenda Hrannar að ganga inn í Samherja. Í viðtali í ríkisútvarpinu sagði Þorsteinn Már Bald- vinsson m.a.; „að vanda í vest- firskum sjávarútvegi mætti að nokkrum hluta kenna lélegri stjórnun fyrirtækja“ og er þá spurning, hvort hann telji þar á meðal stjórnendur Hrannar hf. sem á vestfirskan mælikvarða a.m.k., þykja hafa skarað fram úr og eru álitnir hafa verið framsýnir og ákveðnir braut- ryðjendur í vestfirskri útgerð í áratugi. Eðlilegra að málið leystist innan sveitarfélagsins Þorsteinn Jóhannesson, for- seti bæjarstjórnar Ísafjarðar- bæjar, sagði að fljótt á litið sæi hann ekki alveg hvaða áhrif sameining Hrannar hf. og Samherja hf., hefði á atvinnulíf á Ísafirði. „Þetta er neikvætt fyrir atvinnulífið og þá byggða- þróun sem við vonuðumst til að yrði hér í nánustu framtíð. Það er staðreynd að Guðbjörgin var drjúgan hluta s.l. árs á úthafsveiðum m.a. á Flæm- ingjagrunni og landaði þar af leiðandi ekki mjög oft hér heima. En þegar skipið landar hér, þá skapast talsverð atvinna og þjónusta í kringum það, sem ég óttaðist að hverfa myndi við sameininguna. Nú hafa Þorsteinn Már Baldvinsson og forsvarsmenn Hrannar full- vissað okkur um að Guðbjörgin verði áfram gerð út hér frá Ísafirði og jafnframt að reynt verði að manna skipið með lögbýlingum Ísafjarðarbæjar. Við Ísfirðingar hljótum að fagna því að ungir og kröftugir athafnamenn ætli að hefja starfsemi hér í bæjarfélaginu.“ Þorsteinn sagði að forsvars- menn Ísafjarðarbæjar hefðu tjáð hluthöfum Hrannar á- hyggjur sínar yfir að Guðbjörg- in yrði seld frá Ísafirði en sagði jafnframt að það væri að sjálfsögðu algerlega í höndum eigenda fyrirtækisins hvað þeir ákvæðu að gera. „Þeir verða að sjálfsögðu að gæta hagsmuna sinna og maður skilur það ósköp vel. Hins vegar hefði manni þótt eðlilegra að eig- endur Hrannar hefðu reynt að leysa sín mál innan sveitarfél- agsins þannig að það hefði áfram fengið að njóta þessa fyrirtækis sem endranær, en þessir menn hafa komið mjög mikið að uppbyggingu bæjar- félagsins.“ Að sögn Þorsteins er það bjargföst trú hans að sterk fyrirtæki eins og t.d. Gunnvör, Hraðfrystihúsið í Hnífsdal, Básafell og Bakki hf. hefðu getað leyst úr vanda Hrannar. „Við getum aftur á móti spurt okkur þeirrar spurn- ingar hvernig sé með sam- starfsvilja þessara fyrirtækja? Við, forsvarsmenn bæjarins, hefðum talið það mjög æskilegt að Hrönn hefði sameinast einhverjum af þessum sjávar- útvegsfyrirtækjum sem eru hérna á svæðinu. Við skulum ekki gleyma því að sjófrysting í dag verður kannski ekki sjófrysting á morgun. Það er yfirlýst stefna Grænfriðunga að allir verksmiðjutogarar verði lagðir af árið 2000 - ekki það að þeir fái ráðið nokkru þarna um, en við höfum séð hvaða vald og mátt þeir virðast hafa þessir menn og er skemmst að minnast hvernig þeir stöðvuðu hvalveiðar Íslendinga. Ég trúi því allt eins að þessar fyrir- ætlanir Greenpeace verði að veruleika og þá stöndum við Vestfirðingar frammi fyrir því að stór hluti okkar kvóta er farinn burt. Það þarf enginn að segja mér það að geti Samherji ekki fryst sinn fisk út á sjó, að þeir leggji upp afla í fisk- vinnslufyrirtæki sem þeir koma hvergi nærri.“ Leituðum ekki formlega eftir viðræðum Arnar Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Básafells hf., sagði að af þeirra hálfu hefði ekki verið óskað formlega eftir viðræðum við Hrönn hf. og að Hrönn hf. hefði heldur ekki óskað eftir viðræðum við Básafell. Hann staðfesti þó að ef leitað hefði verið til þeirra þá hefðu þeir óneitanlega haft áhuga á að ræða málin. Hann sagðist ekki sjá að sameiningin hefði nokkur áhrif á atvinnulíf á Ísafirði miðað við yfirlýs- ingar þeirra Hrannar- og Sam- herjamanna. Verið að selja þjóðareignina BB hafði samband við Pétur Sigurðsson, forseta Alþýðu- sambands Vestfjarða, til að fá hans álit á sameiningu Hrannar hf. og Samherja hf. „Í sjálfu sér er voðalega erfitt að hafa álit á því. Þetta eru náttúrulega hlutir sem við ráðum ekkert við. Þjóðfélagið hefur verið að afhenda einstakl- ingum veiðiheimildir sem þeir eru að selja þessa dagana. Það er enginn að selja skip í dag, menn selja veiðiheimildir. Þar eru menn að selja þjóðar- eignina því í fyrstu grein lag- anna um stjórn fiskveiða segir; að þjóðin eigi fiskinn í sjón- um.“ Að mati Péturs eru Ísfirð- ingar að missa endanlega sjónir á 3.500 tonna kvóta og áhrifin til lengri tíma vera þau, „að sá hagnaður sem þó hefur komið af honum hér inn í bæinn hverfur með tímanum - það er mín skoðun á málinu. Þó svo að þeir segist ætla að gera skipið út héðan frá Ísafirði þá eru það bara orðin tóm. Það má aftur á móti segja að atvinnan sem þessi 3.500 tonn sköpuðu hér á Ísafirði þegar Hrönn hf. gerði út ísfiskskip, hafi horfið úr bænum þegar skipinu var breytt í frystiskip þannig að við eru ekki að glata einhverju til viðbótar á þessu augnabliki. Ég vona að mann- skapurinn sem verið hefur þarna um borð og á lögheimili hérna á Ísafirði fái að halda sínum plássum og borgi áfram skatta og skyldur hingað og eins að þjónusta við skipið verði að einhverju leyti hér. Þetta verður kannski óbreytt um einhvern tíma en það er ekkert öryggi í þessu og það er kannski það versta. Menn þurfa núna að staldra við og segja sem svo; að fyrst búið er að kaupa svona mikið af aflaheim- ildum héðan úr okkar byggð- arlagi, eru þá ekki einhvers- staðar til sölu aflaheimildir sem við getum krækt í. Þegar Pétur var inntur álits á þeirri ákvörðun eigenda Hrann- ar hf. að ganga frekar til samninga við Samherja en heimamenn, þ.e. Básafell hf., Þorsteinn Jóhannesson. Arnar Kristinsson. Pétur Sigurðsson.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (15.01.1997)
https://timarit.is/issue/414448

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (15.01.1997)

Aðgerðir: