Bæjarins besta - 15.01.1997, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 7
sagði hann; „ Ég þekki þetta
ekki neitt og trúi því einhvern
veginn ekki á fyrrverandi
eigendur Hrannar - á maður
víst að segja núna, að þeir hafi
ekki viljað selja skipið hingað
hafi verið einhver grundvöllur
fyrir slíkri sölu. Það er slæmt
ef það er rétt, að þeir hafi ekki
viljað sinna óskum Ísfirðinga
um að halda þessu hér í bænum.
Það er greinilegt að nú þurfa
menn að vakna til lífsins og
við skulum bara vona að það
sé ekki of seint. Fyrir fimm
árum varaði ég við þessu og
uppskar mikinn hlátur manna
þegar ég sagði að við ættum að
leggja hvern einasta eyri í kaup
á veiðiheimildum. Menn sögðu
að kvótakerfið kæmi ekki til
með að lifa lengi en nú er þetta
sama kvótakerfi að ganga af
okkur dauðum og þá er ekki
um annað að ræða en við
heimtum það af okkar full-
trúum á Þjóðþingi Íslendinga
að kvótakerfinu verði breytt.
Ég gef mér það að ekki sé hægt
breyta því með einni handa-
hreyfingu heldur verði það að
gerast í áföngum og sé ég fyrir
mér að innleysa þurfi þær
heimildir sem úthlutað hefur
verið á 4-7 árum. Engin önnur
leið er til.“
Eigendur Hrannar bera
hag Ísafjarðar fyrir
brjósti
„Ég held bara að þetta sé
hluti af þeirri þróun sem átt
hefur sér stað í sjávarútvegnum
í þá átt að einingarnar eru að
verða stærri og það sem gerist
þarna er að eigendur Hrannar
eignast hlutabréf í Samherja.
Samherji verður þá með starf-
semi á Ísafirði, Akureyri,
Dalvík og Eskifirði auk starf-
seminnar sem fer fram erlend-
is,“ sagði Þorsteinn Már Bald-
vinsson, framkvæmdastjóri
Samherja, þegar hann var
spurður um hvaða ávinning
sameining fyrirtækjanna hefði
í för með sér. Þorsteinn var
einnig inntur eftir hvort hann
gæti gefið Ísfirðingum ein-
hverja tryggingu fyrir því að
Guðbjörg yrði áfram gerð út
frá Ísafirði. „Ég held að Ísfirð-
ingar eigi nú að þekkja þá
Guðmund Guðmundsson og
Ásgeir Guðbjartsson það vel
að þeir ættu að átta sig á hvað
vakir fyrir þeim og því sem
þeir eru að gera, en það er
einfaldlega að tryggja að Guð-
björgin verði á Ísafirði áfram.
Ég held að menn finni ekki
meiri Vestfirðinga en þá Guð-
mund og Ásgeir og þeir eru
einfaldlega að tryggja rekstur
skipsins betur. Það hefur aldrei
hvarflað að þeim að ganga frá
málum öðruvísi en að það geti
verið þarna áfram.“
Þorsteinn sagði að ákveðið
hefði verið að upplýsa ekki að
sinni hver eignarhluti eigenda
Hrannar yrði í Samherja en
sagði jafnframt ljóst að Sam-
herji færi á hlutabréfamark-
aðinn í febrúar og þá kæmi í
ljós hverjir ættu í fyrirtækinu
og hversu mikið. „Hluti af því
sem við ætlum að gera er að
fara á hlutabréfamarkaðinn og
við munum hafa hlutafjárútboð
í febrúar og hluti af þeim
peningum sem við ætlum að
sækja á markaðinn mun fara í
að lækka áhvílandi skuldir á
Guðbjörginni. Það sem menn
eru að gera núna er einfaldlega
Nokkrir bæjarbúar
voru teknir tali og
þeir beðnir um álit
sitt á sameiningu
Hrannar hf. og
Samherja hf.
Ásthildur Cesil Þórðar-
dóttir, garðyrkjustjóri:
„Mér finnst þetta fyrst
og fremst bara sorglegt. Ég
trúi ekki fyrr en á reynir,
að skipið leggi upp hér.“
Sigurður Th. Ingvarsson,
starfsmaður Ísafjarðar-
hafnar:
„Ég er smeykur við að
þegar fram líða stundir
muni kvótinn fara úr bæn-
um, þótt menn segi annað í
dag.“
Snorri Sturluson, sjó-
maður:
„Mér finnst þetta sýna
best hvað kvótakerfið er
mikið rugl. Þetta er bara
vettvangur auðvaldsins til
að flytja til atvinnu fólksins
í landinu. Atvinnan á að
sjálfsögðu að vera hérna
þar sem fólk hefur unnið
kynslóð fram af kynslóð
við að færa björg í bú.
Alfreð Erlingsson, pípu-
lagningarmeistari:
„Það er erfitt að svara
þessari spurningu, en ég
held að þetta hafi engin
áhrif á atvinnulífið hér
vegna þess að aflinn sem
Guðbjörg hefur komið með
á land hefur skapað sára-
litla vinnu. Ég ætla samt
að vona að yfirlýsing Sam-
herjamanna, þess efnis að
skipið verði hér, standist
fram í lengstu lög.“
að tryggja reksturinn.“ Þor-
steinn sagði, í sambandi við
ótta Ísfirðinga við að kvótinn
og skipið færi á brott; „Ég held
að tíminn verði bara að leiða
þetta í ljós. Við fórum m.a. inn
í fyrirtæki á Dalvík og sögð-
umst ætla að fara þar inn til að
efla starfsemina. Það hefur
gengið eftir og sama má segja
um starfsemina á Eskifirði. Í
sambandi við Ísafjörð, þá held
ég að við látum bara verkin
tala þar. Ég held að í sjálfu sér
geti menn lítið gert til að lægja
þessar öldur. Fólk ætti að bera
það traust til þeirra Guðmundar
og Ásgeirs að þeir væru ekki
að þessu án þess að þeir trúi
því að reksturinn verði á
Ísafirði áfram eins og verið
hefur.“ Í sambandi við ummæli
Þorsteins Jóhannessonar, for-
seta bæjarstjórnar Ísafjarðar-
bæjar, um að það hafi sýnt sig
við sameiningu Samherja við
Hvaleyri í Hafnarfirði, að
aflaheimildirnar hafi þar fljót-
lega farið úr byggðarlaginu,
sagði Þorsteinn Már; „Við
fórum í uppskipti á Hvaleyri
þar sem við vorum hluthafar
ásamt öðrum og við fórum með
skipið norður það er alveg rétt.
Ég hef svo sem ekkert við
Þorstein nafna minn að segja
um það mál. Ég held að það sé
ágætt að gera út frá Ísafirði,
þaðan er tiltölulega stutt á mið
og hefð fyrir útgerð er þar til
staðar, þannig að ég tel enga
ástæðu til að breyta neinu í
sjálfu sér. Ég vil bara endurtaka
að Guðmundur, Ásgeir og þeir
sem tengjast þessum málum
væru ekki að þessu nema þeir
tryðu að rekstur skipsins yrði
þarna áfram. Þeir bera hag
Ísafjarðar og sjómanna það
mikið fyrir brjósti og telja sig
hafa tryggt þetta á þennan hátt,“
sagði Þorsteinn Már að lokum
og sagðist bjartsýnn á starfsemi
Samherja á Ísafirði.
Sameining Hrannar hf. og Samherja hf.
Yfirlýsing frá
eigendum Hrannar
Það var um mitt ár 1992 sem eigendur Hrannar
hf. á Ísafirði fóru að huga að því að endurnýja skipa-
kost fyrirtækisins. Þau áform leiddu til þess að gerður
var smíðasamningur við Flekkefjord Slipp í Noregi.
Skipið, Guðbjörg ÍS 46, kom síðan til Ísafjarðar í
október 1994. Endanlegt kostnaðarverð skipsins
reyndist verða 1,6 milljarður króna.
Fjármögnun fór fram með þeim hætti að eldra skip
félagsins Guðbjörg, var tekið upp í andvirði þess nýja
af skipasmíðastöðinni fyrir 380 milljónir kr. Hrönn hf.
greiddi í peningum 220 milljónir kr. en mismunurinn
var tekinn að láni hjá norskum lánastofnunum.
Áður en tekin var ákvörðun um að láta byggja
frystitogarann Guðbjörg ÍS 46, var endurskoðunar-
skrifstofu Sigurðar Stefánssonar hf. í Reykjavík falið
að setja upp rekstraráætlun fyrir skipið. Í áætluninni
var gert ráð fyrir því að auk þeirra veiðiheimilda sem
skipið hafði innan íslenskrar fiskveiðilögsögu, fengjust
umtalsverðar tekjur af úthafsveiðum utan 200 mílna
markanna. Miðað við að skipið yrði fullnýtt á eðlileg-
um úthaldstíma, var gert ráð fyrir því að hægt væri
að ná aflaverðmæti fyrir allt að 600 milljónir kr. og
myndi það duga til þess að reksturinn næði því að
vera í jafnvægi.
Á síðasta ári stundaði Guðbjörg eingöngu rækju-
veiðar og var skipið fyrst á heimamiðum en síðan
átta mánuði á Flæmingjagrunni og varð aflinn þar
1640 tonn. Miðað við þær takmarkanir sem ákveðn-
ar hafa verið á veiðum þar um slóðir, skapar þessi
afli veiðireynslu upp á 350 tonn að því að áætlað er
þegar veiðar þarna verða kvótasettar.
Brúttótekjur Hrannar hf. voru á síðasta ári 650
milljónir króna. Sex mánaða uppgjör kom út með
hagnaði upp á 18 milljónir króna og má því gera ráð
fyrir að útkoma fyrir árið verði jákvæð og hefur öllum
lánum verið haldið í skilum.
Íslensk stjórnvöld hafa gerst aðilar að samkomulagi
er felur í sér mjög mikla takmörkun á öllum veiðum
utan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar. Með tilvísun til
þess hve stutt er síðan Guðbjörg kom í rekstur hefur
skipið ekki náð því að vinna sér neina aflareynslu á
þessum miðum utan þess sem áður er getið. Þetta
mun óhjákvæmilega koma fram í verulega skertu
aflaverðmæti og þar með versnandi afkomu fyrir
fyrirtækið. Óhjákvæmilega mun stefna í taprekstur
verði ekkert að gert og afleiðingar þess gætu aldrei
orðið nema á einn veg, fyrirtækið myndi fyrr eða
síðar komast í greiðsluþrot.
Stjórn Hrannar var því ljóst að eitthvað varð að
gera til þess að bregðast við þeim vanda sem
kominn var upp á borðið. Með Hrönn hf. og Sam-
herja hf. hefur verið mjög góð samvinna um hagræð-
ingu í útgerðarrekstrinum og í framhaldi af því voru í
byrjun nóvember teknar upp viðræður þessara aðila
um nánari samvinnu en verið hafði, þar sem það var
mat stjórnenda Hrannar að Samherji hefði öðrum
fremur möguleika til þess að tryggja að rekstur
Guðbjargar gæti haldið áfram í þeim farvegi sem
verið hefur. Þessar viðræður leiddu til þess að
undirritað var samkomulag 7. janúar um samruna
fyrirtækjanna.
Með þessari gerð er tryggt að unnt verður að
fullnýta veiðihæfni og afkastagetu Guðbjargar. Skipið
mun áfram verða skráð frá Ísafirði og áhöfn hin sama
og verið hefur. Aflanum verður landað á Ísafirði eftir
því sem við verður komið hverju sinni.
Því hefur verið haldið fram að Hrönn hf. hafi farið út
í offjárfestingu þegar tekin var ákvörðun um smíði
Guðbjargar. Því er til að svara að ef ekki hefði komið
til þeirra takmarkana á veiðum utan 200 mílna
fiskveiðilögsögunnar sem taka gildi á árinu 1997, þá
hefði tekist að ná endum saman í rekstrinum svo
sem komið hefur í ljós og hér er greint frá miðað við
árið 1996, sem er fyrsta árið sem skipið er í fullum
rekstri.
Þá hafa eigendur Hrannar sætt ámæli fyrir að hafa
ekki gengið til liðs við aðila Básafells hf. í þeirri
sameiningu er þar hefur átt sér stað. Raunar var
aldrei eftir því leitað af þeirra hálfu að Hrönn hf. kæmi
þar að fyrr en í símtölum þegar málið var svo til
endanlega frágengið við Samherja hf. Þá var það og
metið svo að sú leið væri ekki vænleg til lausnar á
þeim mikla vanda sem framundan var.
Hrönn hf. hefur nú í 41 ár staðið að útgerð Guð-
bjarganna með farsælum hætti. Það eru því vissu-
lega sár vonbrigði að nú hafi ytri aðstæður orðið til
þess að þessu tímabili er að ljúka. Mestu varðar þó
að útgerð Guðbjargar færist yfir á hendur þess aðila
sem hefur á ótvíræðan hátt sannað getu sína á þeim
vettvangi.