Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.01.1997, Qupperneq 9

Bæjarins besta - 15.01.1997, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 9 Þingmaðurinn skrifar kvöldið sem heppnaðist vel, en þetta var að vonum furðu- legur aðfangadagur.“ Fyrirtækið sem Skúli réði sig við hét áður Seaflower Lobster Corporation og var í humarvinnslu, en var að byrja að veiða lýsing. ,,Það var verið að reyna að víkka starfssvið fyrirtækisins og veita fleirum vinnu og okkar hlutverk var fyrst og fremst að fiska og þjálfa innfædda menn í þessum hvítfiskveiðum.“ Verkfall um borð Skúli flaug til Höfðaborgar 30. desember til að ná í togar- ann sem hann var á í tæp þrjú ár. ,,Togarinn hét President Agostinho Neto, eftir fyrrver- andi forseta Angóla, og sigld- um við sem leið lá til Luderitz frá Höfðaborg 15. janúar 1994 og var áhöfnin frekar skrautleg. Ég var eini Íslendingurinn um borð, en við vorum níu sem sigldum skipinu þessa leið sem tók tvo daga. Stýrimaðurinn var frá Madeira, vélstjórinn frá Noregi, þá voru tveir Portúgal- ar og eitthvað af Suður-Afrí- könum. Þetta var því mjög blandaður hópur. Við fórum á veiðar fyrst á þessu skipi 20. febrúar 1994 og var áhöfnin að mestu leiti svertingjar nema hvað við vorum þrír Íslendingar um borð, skipstjórinn, stýrimaður- inn og vélstjórinn sem var Óskar Gunnarsson frá Þingeyri. Óskar var nýkominn og hafði þar af leiðandi ekki haft mikinn tíma til að kynna sér vélbúnað skipsins áður en slagurinn hófst. Það mæddi því mikið á honum í byrjun, en hann skilaði sínu hlutverki með prýði. Þegar við vorum búnir að vera úti í u.þ.b. hálfan mánuð í fyrsta túrnum og áhöfnin farin að slípast þokkalega saman, kom megnið af henni upp á dekk og sagðist ekki vinna meir. Ástæðan var sú að meiri- hluti áhafnarinnar var að Ow- ambo ættflokki sem er fjöl- Kristjana, Hrafnhildur og Borgný slappa af. mennasti ættflokkur Namibiu, u.þ.b. 800.000 manns. Vinnslu- stjórinn um borð var af Damari ættflokki sem er fámennari en Owambo, en ég vissi það ekki þá að kynþáttamisklíð spilaði inn í málið. Áhöfnin þoldi ekki að Damari væri yfir þeim í vinnslunni. Annað sem ég komst ekki að fyrr en seinna var að hann reykti Dagga sem er svipað og hass, nema eftir því sem þeir sögðu mér gerir það menn æsta. Að þeirra sögn, Owambana, kom hann mjög illa fram við þá eftir að hann hafði verið að reykja. Ég var því í verulegum vandræðum, ég vissi þó að við gætum farið í land þar sem við vorum ekki nema 8-10 tíma stím frá landi. Ég gat farið í land og náð í nýja menn, en þá sá ég fram á að við yrðum að byrja upp á nýtt við að þjálfa áhöfnina. Ég var að toga þegar þetta gerðist og ég sagði þeim að ef þeir væru ekki farnir í vinnu eftir fimm mínútur, ætlaði ég að hífa og keyra með þá í land og ná í nýjan mann- skap. Fyrstu þrjár til fjórar mínúturnar voru mjög spenn- andi, eða þar til þeir fóru að dratthalast aftur til vinnu, en það gerðist aldrei neitt þessu líkt aftur. Það skal tekið fram að þetta var í eina skiptið á þessum tæpum þremur árum sem upp kom kvittur um meinta Dagga neyslu, enda var tekið mjög strangt á þeim málum hjá okkur,“ segir Skúli. Eitt ár fljótt að líða Jóhanna og Skúli eiga fjórar dætur. ,,Elsta dóttir okkar, Hrafnhildur er 22 ára. Hún bjó aldrei hjá okkur úti, en kom þrisvar í heimsókn. Urður er 17 ára og hún kom heim í 10. bekk. Hún byrjaði síðan í Menntaskólanum á Akureyri og er þar á öðru ári. Kristjana Sigríður er 14 ára og átti að fermast síðasta haust, en þar sem við vorum ekki komin var hún fermd þann 29. desember sl. Borgný er yngst, 13 ára, og á að fermast næsta vor.“ Við ákváðum til að byrja með að gefa þessu tvö ár. Eitt ár er svo fljótt að líða, maður er rétt að komast inn í hlutina eftir svo stuttan tíma. Við töldum að þetta væri ekki fullreynt fyrr en eftir a.m.k. tvö ár. Við vissum það strax og við komum út að við gætum hugsanlega verið í þrjú ár, en ekki meira því stelpurnar yrðu búnar með þann skóla sem þær gætu tekið í Luderitz og þá væri ekkert annað framundan en að senda þær 900 km. í burtu í heimavistarskóla sem kom ekki til greina. Við reynd- ar prófuðum það með Urði og sendum hana í skóla til Swa- kopmund. Hún var í sex mánuði og bjó mest af þeim tíma hjá þýsku fólki og gekk það ágæt- lega, en hún fór til Íslands fyrir einu og hálfu ári til að ljúka 10. bekk,“ segir Jóhanna. Jóhanna og þrjár dætranna fluttu til Namibíu um mánaðar- mótin janúar/febrúar 1994. ,,Við urðum ekki fyrir menn- ingaráfalli við að flytja út, við fundum frekar fyrir því þegar við fluttum aftur til Íslands. Eftir þennan tíma úti var maður orðinn svo niðurgíraður og rólegur þannig að flytja til Íslands í allt stressið urðu meiri viðbrigði heldur en að fara til Namibíu í fyrsta skipti. Þetta var allt saman mjög spennandi, mikið ferðalag og mikið að sjá. Það var mjög heitt þegar við komum, enda heitasti tíminn í janúar/febrúar og tók það nokkrar vikur að venjast hitanum. Að koma til Namibíu var eins og að fara 30 ár aftur í tímann á Íslandi, það var allt mjög gamaldags,“ segir Jóhanna. ,,Stelpurnar fóru ekki strax í skóla. Við kenndum þeim heima fyrst um sinn og héldum íslenska námsefninu. Þær fóru síðan í þýskan skóla sem kenndi svolítið á ensku en mest á afrikaans sem er málið sem flestir tala. Enskan er þjóðar- mál Namibíu, en afrikanans er það sem allir tala. Þessi ár var þó verið að færa allt meira og meira yfir á ensku því hún á að taka við. Þó það séu komin lög sem segja að enska sé þjóðar- málið, skiptir þjóðin ekkert um undireins, það tekur allt sinn tíma. Skólinn var nokkuð góður. Það er náttúrulega erfitt að koma inn í nýjan skóla og skilja ekkert í málinu, en þær skildu ekki ensku heldur og voru því alveg mállausar. Það er í sjálfu sér mikið mál að koma úr skóla þar sem þeim hefur gengið ágætlega og allt í einu inn í eitthvað þar sem þær skilja ekkert. Það tók um 3-5 mánuði áður en námið fór að rúlla sæmilega og eftir það gekk þeim vel,“ segir Jóhanna. Demantar verðmætari en mannslífið Skúli og Jóhanna ferðuðust víða um Namibíu og um Suður Afríku. ,,Við fluttum bílinn okkar út og þvældumst á honum um Suður Afríku og alveg suður á Góðravonar- höfða. Við keyrðum bílinn um 50.000 km. í Afríku og komum með hann aftur heim. Þetta er sennilega einn af fáum bílum á Íslandi sem er búinn að fara tvisvar sinnum yfir miðbaug. Þar sem við bjuggum varð kaldast um 10 gráður í plús, en júlí og ágúst eru köldustu mánuðirnir. Þá fannst manni skítkalt, en það segir ekki alla söguna þar sem hér á Íslandi eru öll húsin kynnt og það er kannski 20 stiga hiti í húsum. Þarna úti var ekki kynding í einu einasta húsi og um hávet- urinn, sem er í júlí, var iðulega 12-13 stiga hiti í eldhúsinu á morgnana og manni fannst það heldur kalt. Þegar kaldast var fóru stelpurnar oft með plast- brúsa með heitu vatni í rúmið, einskonar hitapoka til að hita undir sænginni. Það var ótrúlega lítið af skordýrum, ég hugsa að það sé vegna nálægðarinnar við sjó- inn. Þarna fyrirfundust 15-20 cm. langar eðlur, reyndar alveg meinlausar sem bjuggu úti í garði, en það var ekkert hættu- legt kvikindi sem maður þurfti að hafa áhyggjur af. Við sáum einu sinni snák í garðinum og urðum í annað skipti vör við sporðdreka, það var allt og sumt,“ segja þau Skúli og Jóhanna. ,,Við vorum í mjög góðu húsi með garði sem var algjör munaður. Það var berjatré í garðinum og hægt að rækta hvað sem er ef maður vökvar, en vatn er af skornum skammti. Það er mjög mikil stéttaskipt- ing í Namibíu. Fólk er rosalega fátækt og á ekki neitt og miðað við þetta fólk vorum við margfalt betur sett. Þá var þarna fólk sem lifði á demantaiðnaði og það var mjög ríkt. Það er mikið af demöntum í Namibíu og einmitt unnið mikið í Luderitz. Það er allt mjög spennandi í kringum demanta. Það var mjög algengt að svert- ingjarnir ættu demanta sem þeir voru að bjóða manni til kaups. Þeir hafa unnið margir í dem- antanámum, bæði á skipum og í námum í landi. Þó eftirlit sé strangt og starfsmenn gegnum- lýstir, finnst alltaf einhver leið. Það eru miklu strangari viður- lög við demantasmygli heldur en mannsmorði, demantarnir eru meira metnir en mannslífið. Það var þó nokkuð um glæpi í Luderitz. Eitt sinn var t.d. brotist inn hjá okkur. Við höfðum verið í fríi norður í landi og þá var farið inn og ýmsu stolið, s.s. videói, geisla- Samherji eignast Guðbjörgu ÍS Um fátt hefur verið rætt jafn mikið hér fyrir vestan og sam- einingu Samherja hf. og Hrannar hf. eiganda Guðbjargarinnar. Það fór ekki á milli mála að það var kvíði og ótti í mörgum á Ísafirði dagana sem þeir atburðir voru að eiga sér stað. Þess varð maður áþreifanlega var hvar sem maður kom á Ísafirði þessa daga og umræðuefnið var nær alls staðar hið sama. Engan þarf að undra þetta. Hrönn hf. hefur verið einn af burðarásum í atvinnulífinu á Ísafirði um langt skeið. Guð- björgin hefur verið landsþekkt aflaskip árum saman og oft og mörgum sinnum borið að landi mesta aflaverðmæti togara. Þann- ig hefur skipið verið gríðarlega mikilvægur vinnustaður fjölda manna og skipsrúm á Guðbjörg- unni því vissulega hátekjupláss. Við Vestfirðingar höfum líka litið til skipsins sem flaggskips vest- firska flotans og verið stoltir af því. Lengst af hefur skipið líka keypt mikla þjónustu á Ísafirði, jafnt hjá iðnaðarmönnum, þjón- ustufyrirtækjum öðrum og frá - hvað er til ráða? sveitarfélaginu, auk þess sem starfsmenn þess hafa verið verð- mætir gjaldendur í bæjarkassann. Hvað er þá til ráða? Þess vegna er ekki að undra að mönnum hnykki við, þegar þetta skip af öllum, er orðið hluti af því mikla og volduga fyrirtæki, Sam- herja hf. Það væri óeðlilegt ef menn bæru ekki kvíðboga yfir framtíðinni þegar slíkir atburðir gerast. Það tjóar hins vegar lítt að berja hausnum við steininn. Skipið er nú í eigu Samherja hf. Því fá menn ekki breytt þó þeir vildu. Nú verðum að eiga sér stað hér fyrir vestan. Skipið verður því væntanlega mannað vestfirskum sjómönnum ekki síður en nú. Í annan stað megum við ekki gleyma því að hingað til hefur verið talið gott að gera út frá Vestfjörðum, vegna nálægðar við miðin og vegna þess að til staðar er þrautþjálfað fólk sem kann til verka við sjó- mennsku og fiskvinnslu. Þetta er til staðar nú. Því skyldum við ekki ætla að forsvarsmenn Samherja skoði málin í því ljósi líka. For- svarsmenn Samherja hafa lýst því yfir að hagstætt sé að gera út frá Ísafirði og að þeir hafi hagkvæmni í útgerðarháttum að leiðarljósi. Er þá nokkur ástæða til annars en að taka þá á orðinu og gera ráð fyrir að þeir fylgi þessum orðum sínum eftir? Ýmsir möguleikar Í þriðja lagi þá megum við ekki gleyma því að þrátt fyrir hremm- ingar undangenginna ára eru veru- lega aflaheimildir til staðar hér vestra. Við höfum því á all miklu að byggja. Það er gjörsamlega skilningssljór maður sem ekki sér að aflaheimildir í þorski muni aukast á komandi árum. Á því þurfum við að byggja. Tekjumögu- leikarnir af þeim sökum hljóta því að teljast betri en áður hér á Vest- fjörðum. Í fjórða lagi, þá eru að verða gríðarlegar breytingar á næstu mánuðum og misserrum í sjávar- útvegi á Vestfjörðum. Sameining fyrirtækja og sókn þeirra inn á hlutafjármarkaðinn er þegar hafin, til dæmis hjá Básafelli hf á Ísafirði og Bakka hf. í Bolungarvík og Hnífsdal. Á þessu verður fyrir- sjáanlegt framhald á allra næstu mánuðum. Trúlega má gera ráð fyrir að einn til tveir milljarðar geti bæst við í hlutafé vestfirskra sjávar- útvegsfyrirtækja á árinu, sem gefur við að horfa fram á veginn og reyna að átta okkur á hvernig við vinnum áfram úr þessari stöðu. Í því sam- bandi verða menn að horfa meðal annars til eftirfarandi þátta. Ísfirsk útgerð? Því hefur verið lýst yfir af forsvarsmönum Samherja að skipið verði gert út frá Ísafirði. Vissulega vitum við að frystiskip á borð við Guðbjörgina munu landa hist og her í höfnum landsins og jafnvel erlendis. Það þekkjum við meðal annars frá liðnu ári í tilviki Guð- bjargarinnar. Á því verður tæplega breyting. En það að skipið verði gert út frá Ísafirði hefur hins vegar klárlega merkingu. Samherjamenn gera út skip sín frá Akureyri, þó þau landi hvar sem hentugast þykir hverju sinni. Þeir hafa hins vegar verið manna harðastir í því að manna skip sín eyfirskum sjó- mönnum. Nákvæmlega sama hlýtur kost á margvíslegum mögu- leikum. Rétt er ennfremur að rifja upp að mörg fyrirtæki hér vestra hafa bætt við kvóta sinn og skipastól á umliðnum árum. Með auknum fjárhagslegum styrk og aukinni hagræðingu er eðlilegt að fyrir- tækin verði enn grimmari og ákveðnari í því að auka veiði- heimildir sínar og tekjumögu- leika. Þannig getum við stykrt stöðu okkar og bætt framtíðar- möguleika svæðisins. Við þessar aðstæður ríður á miklu að menn horfist í augu við staðreyndir og freisti þess á alla lund að byggja upp til framtíðar. Það mun koma á daginn nú eins og áður, að sókn sé besta vörnin. Eins og hér hefur verið vakin athygli á felast margvíslegir vaxtarmöguleikar í vestfirskum sjávarútvegi og þá þurfum við að nýta okkur til frambúðar. Einar K. Guðfinnsson Guðbjörgin hefur verið landsþekkt aflaskip árum saman og oft og mörgum sinnum borið að landi mesta aflaverðmæti togara.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.