Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.01.1997, Qupperneq 10

Bæjarins besta - 15.01.1997, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 spilara o.þ.h. sem auðvelt er að koma í verð. Þeir sálu meira að segja harmonikkunni minni, enda eru svertingjarnir mjög músíkalskir! Morð voru framin þarna af og til, en í Luderitz búa 8-10.000 manns,“ segir Skúli. Rányrkjan efni í heila bók Í Namibíu, sem er 850.000 km², búa ein og hálf milljón manns. Owamboa ættflokkur- inn er stærstur, en hann skiptist í sjö undirflokka sem hver og einn hefur sína eigin mállýsku. Síðan eru nokkir mismunandi stórir og frumstæðir ættflokkar. Hvítt fólk er mjög fátt, kannski 3-4% af íbúum Namibíu. ,,Namibía fékk sjálfstæði árið 1990. Þjóðverjar réðu svæðinu til 1916, þ.e. norður- hluta Namibíu sem þá hét Þýzka Suðvestur Afríka. Bretar tóku svæðið árið 1916 með því að sigra Þjóðverja í frægri orrustu sem var háð nyrst í Namibíu. Bretar réðu fram að seinni heimsstyrjöld, en eftir að Sameinuðu Þjóðirnar voru myndaðar sömdu þær við Suður Afríku um stjórn Nami- bíu. Suður Afríka réði Namibíu frá lokum seinni heimsstyrj- aldar og til 1990. Þetta átti að vera bráðabrigðastjórn, en það kom að því að Namibíumenn vildu fá sjálfstæði sem Suður Afríkumenn vildu ekki láta af hendi því bæði voru þeir komnir á lagið með demantana og hitt, sem var ekki horft minna á, að undan strönd Namibíu voru mjög auðug fiskimið. Það var 200 mílna landhelgi í Namibíu, en Suður Afríku- menn, sem áttu að sjá um eftirlit, gerðu ekkert í því. Þeir voru með léleg varðskip og það sagði mér maður sem hafði verið á einu slíku að skipin gengu það lítið að hver einasti togari stakk þau af. Þeir höfðu ekkert í togarana að gera. Að hans sögn voru fyrir svona 20 árum, um 200 togarar, að stórum hluta Spánverjar, sem ryksuguðu landhelgina fram og aftur. Á meðan Suður Afríka gerði ekkert í málinu, fannst öllum sjálfsagt að fara þangað og fiska. Saga rányrkjunnar sem stunduð var er efni í heila bók. Upp úr 1960 undu svertingj- arnir þessu ekki lengur og byrjuðu fljótlega á sinni sjálf- stæðisbaráttu sem var mjög vanmegnug í byrjun. Til að mynda í fyrstu orrustunni sem háð var þann 26. júní 1966 við Onghulumbashe, áttu Owamb- arnir einungis sjö riffla, en það var orrusta við eftirlitsmenn Suður Afríku. Í þeirri orrustu handtóku Suður Afríkumenn einn núverandi ráðherra í ríkisstjórn Sam Nujoma, og sat hann 18 ár í fangelsi á Robbin eyju, sem er mest fræg fyrir það að þar var Nelson Mandela haldið föngnum í 27 ár. Það má segja að þetta hafi verið 30 ára frelsisbarátta. Til að byrja með voru þeir sem börðust fyrir sjálfstæði Namibíu kallaðir skæruliðar og uppreisnarmenn, en í raun og veru voru þeir að berjast fyrir sínu frelsi og sjálfstæði þjóðar sinnar,“ segir Skúli. Þurfa á hvíta fólkinu að halda ,,Árið 1994 voru 750.000 manns drepin í Rúanda. Þetta eru svo stórar tölur að það er miklu auðveldara að ímynda sér að 15-20 manns séu myrt, heldur en 750.000. Á tímabili voru öll blöð full af myndum frá Viktoríuvatni þar sem búkarnir voru fljótandi um allt, jafnvel það mikið að það var ekki hægt að veiða lengur því netin fylltust af líkum. Þeir sem stóðu að fjöldamorðunum eru nú flóttamenn í Rúanda, þeir þora ekki að snúa heim því þeir eru hræddir. Allur heimur- inn stendur á öndinni yfir þessu aumingja flóttafólki, en þeir drápu 750.000 manns fyrir tveimur árum síðan,“ segir Jóhanna. ,,Þetta er ekki hlið sem við kynntumst á Namibíu. Nami- bía, sem betur fer, hefur verið laus við átök síðan 1990. Mikið af hvítu fólki flutti reyndar úr landi þegar séð var að inn- fæddir voru að taka yfir stjórn landsins. Þrátt fyrir allt hefur forsetanum tekist að sannfæra fólk um að óþarfi sé að fara út í einhverjar blóðhefndir. Þeir þurfa á hvíta fólkinu að halda til að halda áfram ,,að gera Namibíu út“ því þeir verða að nota þekkingu hvíta fólksins við stjórn á fyrirtækjum og svo framvegis,“ segir Skúli. Sterk fjölskyldubönd ,,Fjölskyldubönd innfæddra eru mjög sterk. Þeir sem nenna ekki að setja sig inn í hvernig fjölskyldan er uppbyggð álíta þá oft lygara. Það er kannski maður og kona sem eignast, segjum fjóra syni og fjórar dætur. Fjölskyldan býr öll saman innan stauragirðingar þar sem mörg stráhús eru staðsett. Síðan eignast hver um sig fjölskyldu og allir búa saman innan stauragirðingar- innar. Ein systirin eldar þennan daginn og önnur hinn. Síðan kynnist maður manni úr þriðja ættlið og í september deyr mamma hans og hann þarf að fara heim til að vera við jarðaförina. Í nóvember deyr mamma hans aftur og þá geta hvítir vinnuveitendur hans haldið að hann sé að ljúga. Það sem gerist er að þá deyr kannski móðursystir hans, því hann kallar fleiri en eina konu í fjölskyldunni móður sína. Það sem ,,flækir“ fjölskylduböndin er að frá þriggja ára aldri alast strákarnir í fjölskyldunni sam- an upp í einu húsi og stelpurnar í öðru. Því eru allir bræður og systur barnsins og sú kona sem gekk með barnið virðist ekki vera sérstaklega aðgreind frá hinum ,,mæðrunum“. Fólk er alið upp í stórfjölskyldu þar sem eru bræður og systur, mömmur og pabbar. Þeir eiga kannski orð yfir mismunandi fjölskyldumeðlimi á sínu máli, en á ensku einfalda þeir þetta. Fjölskyldutengslin eru líka þeirra tryggingarkerfi, t.d. eru ákveðnar reglur um hvernig hlutirnir ganga ef fyrirvinnan fellur frá. Karlmenn geta átt margar konur, en þá verða þeir líka að vera duglegir því það kostar að sjá fyrir stórri fjölskyldu. Það kemur hins vegar ekki til greina að konur eigi marga menn. Í atvinnulífinu má nú orðið finna svartar konur í áhrifastöðum, a.m.k. hjá Seaflower. Meiri virðing er borin fyrir fullorðnu fólki eða eldra fólki en þekkist á Íslandi. Þá hafa svertingjarnir mjög strangar siðareglur sem maður kemur auga á ef tími gefst til að kynna sér þær,“ segir Skúli. Ekki gott að drekka Tombo ,,Owambarnir brugga sitt eigið vín sem heitir Tombo og þegar ég spurðist fyrir um það sögðu þeir að það væri ekki gott að drekka of mikið af því. Ég vildi vita afhverju og þeir sögðu að karlarnir yrðu þá svo æstir og sterkir og vildu alltaf vera að slást, en konurnar kjöftuðu svo mikið að mais grauturinn brynni við. Þegar karlarnir ætluðu að fara að borða, væri maturinn vondur sem orsakaði rifrildi milli hjóna og gæti endað í hjóna- skilnaði, og það væri ekki gott. President Agostinho Neto, togarinn sem Skúli var skipstjóri á í tæp þrjú ár. Í framhaldi af því teiknaði vinur minn upp svertingjaþorp með stauragirðingu og kofum þar fyrir innan. Þá teiknaði hann lítið hús langt í burtu og auðvitað vildi ég fá að vita til hvers það væri. Þá var þetta Tombo-hús, þ.e. brugghús fyrir Tombo, en það á að byggja u.þ.b. tvo kílómetra frá aðal- húsinu. Ég vildi vita ástæðuna fyrir því af hverju húsið væri haft svona langt í burtu og þá urðu miklar vangaveltur og hann hálf skammaðist sín yfir að vera að segja mér frá þessu. Ástæðan var sú að þegar haldnar voru stórar veislur og mikið drukkið, langaði suma karlana í meira Tombo morg- uninn eftir. Þá var húsið haft svona langt í burtu því þá nenntu þeir ekki að fara alla þessa leið í því ástandi sem þeir voru eftir gleðskap nætur- innar,“ segir Skúli. Margs að sakna frá Namibíu Miklar breytingar hafa átt sér stað síðan Skúli og Jóhanna fluttu frá Þingeyri fyrir þremur árum. Búið er að taka Vest- fjarðagöngin í notkun og Þing- eyri tilheyrir nú Ísafjarðarbæ. Þá má ekki gleyma atvinnu- leysisvofunni sem húkir yfir öllu á Þingeyri. ,,Það hefur mikið breyst á sl. þremur árum, það er t.d. ömurleg breyting að sjá bílastæðin fyrir utan frysti- húsið alltaf galtóm. Auðvitað vill maður og vonar að einhver lausn finnist á þessu máli, það verði hægt að hafa hér atvinnu. Þetta ástand er því miður víða um land, nema hvað helst á Austfjörðum þar sem menn hafa bjargað sér með vinnslu á loðnu og síld. Það er Þingeyri sem á í erfiðleikum í dag, á undan því var það Flateyri og Suðureyri þar á undan. Hver veit nema það verði Ísafjörður fyrr en varir. Maður kemst ekki hjá því að líta á þetta í víðara samhengi eftir að maður kemur heim eftir svona fjarveru. Það er allt að breytast í þjóðfélaginu og heimurinn verður alltaf minni og minni með hverjum degi sem líður. Með öllum þessum sameiningum, er allt að þjappast meir og meir saman,“ segir Skúli. Jóhanna keyrir til vinnu á Ísafirði á hverjum degi, en hún vinnur hjá Bakaranum. ,,Í augnablikinu er ekkert að hafa hér, þannig að maður verður að leita annað. Við búum þó á Þingeyri og ætlum okkur að halda því áfram.“ Skúli tekur undir orð Jóhönnu og segir að það sé náttúrulega engin spurn- ing að það sé best að vera á Þingeyri, og vitnar í Halldór Laxness sem sagði að það sé ekki minni Íslendingur sem fer út heldur en sá sem er heima. Jóhanna segir að það sé vissulega margs að sakna frá Namibíu. ,,Mig langar aftur út og hefði alveg verið til í að vera áfram. Það voru fyrst og fremst skólamál stelpnanna sem drifu okkur heim, annars værum við jafnvel úti ennþá,“ segir Jóhanna. Ódýrt að lifa í Namibíu ,,Yfir höfuð er ódýrt að lifa í Namibíu. Það eru þó ákveðnar vörutegundir sem eru dýrar, eins og t.d. mjólk og kaffi. Innfæddir drekka ekki 100% kaffi, en það er hægt að kaupa 75% og 50% kaffi. Það sem kom mér einna helst á óvart er hver lítið var af grænmeti og ávöxtum. Það er mikið ræktað í Suður Afríku, og þaðan flytja Namibíumenn inn mest af sínum nauðsynjum. Þegar appelsínutímabilið er búið þá eru ekki til neinar appelsínur í 2-3 mánuði. Það er alltaf nóg til mat, en ekki alltaf allt af öllu. Þetta kemur líka til út af því að það var svo lengi viðskipta- bann við Suður Afríku þannig að Namibíumenn fengu ekki að flytja inn og urðu að vera sjálfum sér nógir. Þegar maður kemur til Íslands sér maður kiwi frá Nýja Sjálandi, appel- sínur frá Suður Afríku, það er allt til og okkur finnst það svo sjálfsagt. Samt erum við hissa á að ávextir og grænmeti skuli kosta mikið. Staðreyndin er sú að maður þarf ekkert alltaf allt af öllu. Ég held að manni líði ekkert betur og sé ekkert sælli þó maður hafi val á 50 tegundum af grænmeti,“ segir Jóhanna. Breytt gildismat ,,Við Íslendingarnir sem vorum þarna umgengumst svertingjana örðuvísi en það hvíta fólk sem fyrir var í landinu og ég held að fyrir bragðið höfum við verið litin hornauga af því. Ég held að fyrir 1990 og jafnvel í dag hefði hvítur heimamaður varla boðið svörtum heim með sér. Hvítir eru oftast með svart vinnufólk, en ég held að við höfum verið einu Íslendingarnir sem vorum ekki með fólk í vinnu,“ segir Jóhanna. Skúli minnist þess að á aðfangadag árið 1994 hafi hann rekist á einn skipverja sinn í bænum. ,,Við vorum að ljúka við að versla fyrir hátíðina og hann hafði verið að kaupa eitthvað smáræði fyrir kvöldið. Ég keyrði þeim oft upp í hverfi þar sem þeir bjuggu, sem var auðvitað aðskilið frá hvítra manna hverfinu. Þegar við komum þangað býður hann okkur inn sem við þáðum og var hann ákaflega ánægður yfir að við skyldum þiggja boðið. Húsið hefur sjálfsagt verið 12- 15 fermetrar og þarna voru um tíu manns. Jóhanna sat á gaskút og ég sat á plastbrúsa. Það voru allir í góðu skapi og sumir svertingjarnir drukku ódýrt rauðvín blandað til helminga með kók. Verið var að taka til matinn sem átti að borða um kvöldið og það voru hænsna- lappir. Þessu var stungið ofan í heitt vatn og hornhimnan plokkuð utanaf klónum. Síðan átti að búa til súpu úr þessu. Þegar við komum heim og settumst að jólasteikinni varð bragðið af henni hálf beizkt þegar við hugsuðum til vina okkar upp í hverfi,“ sagði Skúli. Jóhanna er á því að dvölin í Namibíu sé búin að hrista verulega upp í þeim í sambandi við gildismatið. ,,Veraldlegir hlutir skipta svo miklu minna máli nú en þeir gerðu áður. Ég ætla að vona að þetta endist eitthvað í manni,“ sagði Jó- hanna að lokum. Borgný og Kristjana ásamt íslenskum vinkonum á ströndinni í Luderitz.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.