Nýtt land-frjáls þjóð - 28.02.1969, Blaðsíða 10

Nýtt land-frjáls þjóð - 28.02.1969, Blaðsíða 10
, • f o> > > r> p ;> 1 * w WÝTT LAND FRTALS ÞTÖÐ N» ^ónustu ®Uutttt Sata* aWl: n vimatiuJtttt j«»‘“ a 111 i—’ SvS JÍ- «»-* Ef T>ír & só\arbttBS aó Tirit>S3a>" 500.00 c \3ur£ið aCeiriS • og ■vi6 afheiKlum. >'Sur bIimeisanfaidr; car rental service © Rauðarárstíg 31 — SíiAi 22022 Opið bréf frh. af bls. 9. þessar bifreiðar væru aðeins notaðar við þessi störf. En þær sjást á ferðinni á öllum tímum sólarhrings og á öllum hugsan- legum stöðum, og jafnvel þá við stjórn þeirra allt aðrir, en maður skyldi ætla. Þegar skipað er eða ráðið í mikilvægar stöður hjá hinu op- inbera, þá virðist það oftast ráða, að viðkomandi sé nógu hundtryggur ykkur og flokkum ykkar, sem stjórnið. Minna máli skiptir, hvort hlutaðeig- andi hafi fyrst og fremst hœfi- leika og raunverulegan vilja að rfnna sem allra bezt fyrir land og þjóð. Af þessu leiðir vitan- lega, bullandi óstjóm og vit- leysu í rekstri þeirra fyrir- tækja og embætta, er menn þessir eiga að stjóma. T. d. era flest ríkis- og borgarfyrirtæki og þjónustufyrirtæki yfirfull af starfsfólki. Þetta bitnar svo allt á almenningi í óhóflegum kostnaði í rekstri þeirra og á þeirri þjónustu, er þau eiga að veita. Þá er það setuliðið hjá Sam- einuðu þjóðunum. Voru þeir ekki átta þar fulltrúarnir okk- ar um tíma í vetur? Hvaða heil- vita maður heldur því virkilega fram, að þörf sé á þessu? Allar þessar ráðstefnur út um allar trissur og auðvitað þá oftast sendir á þær margir fulltrúar, sem koma heim aftur hálfu vit- lausari en þeir voru fyrir. Úr því minnzt er á ferðalög og ráðstefnur, þá dettur manni náttúrlega fyrst 1 hug Gylfi Þ.I Þér emð orðinn þjóðinni býsna dýr, lagsi. Hví í ósköpunum gerðust þér ekki flugmaður? Við erum með ambassadora og tilheyrandi í mörgum löndum. Er ekki hægt að leggja þessi embætti alveg niður sums stað- ar og skipa í staðinn ræðis- menn, þar sem við þurfum nauðsynlega að hafa fulltrúa, m. a. vegna útflutningsafurða okkar. Þessir menn væm þá jafnframt verzlunarfulltrúar og að sjálfsögðu með verulega þekkingu á þessum málum. Þegar svo mikið lægi við, t. d. í sambandi við stórsamninga, og þessir fulltrúar þyrftu að- stoðar við, þá gætu þeir kvatt sérfræðing héðan að heiman. Svo einfalt er það. En þetta brjálæði, sem nú er, það er ekki hægt öllu lengur. Er virkilega nauðsynlegt að hafa fleiri en einn bankastjóra við hvern banka? Hefði ekki öllu því fjármagni, sem runnið hefur í hallirnar, sem þeir hafa látið reisa undanfarið, verið betur varið á annan hátt? Allar veizlurnar, sem þið haldið fyrir allt hugsanlegt fólk útlent sem innlent, er ekki meiningin að hætta þeim alveg núna, að minnsta kosti meðan illa árar hjá okkur? Hvernig væri að herða vem- lega skattaeftirlitið, ráða í skattalögregluna menn, sem vilja gera sitt allra bezta og veita þeim vald til þess, hverjir sem eiga í hlut? Það vita allir og viðurkenna flestir, að með því fyrirkomulagi, sem nú ríkir um innheimtu hans, þá kemst aðeins hluti hans til skila. Bótagreiðslufyrirkomulag Tryggingarstofnunar ríkisins er svo hörmulega ranglátt, að út yfir tekur. Hvaða vit er í því, að þar gangi inn jafnt fátækur verkamaður sem margfaldur milljónamæringur og fái sínar bætur? Ráðherrar og aðrir speking- ar, setjið þið reikningsvélarnar í'gang og sjáið, hve gífurlegar fjárhæðir þið getið sparað á bókstaflega öllum sviðum og samt sem áður og miklu frekar náð betri árangri. Ef þið brevt-1 ið ekki um stefnu fljótlega, eða • að öðmm kosti efnið til nýrra ! kosninga, mun fólkið rísa upp og reka ykkur af höndum sér fyrir fullt og allt, og þið verð- ið allir með tölu látnir sæta þyngstxx ábyrgð fyr'ir óhappa- verk ykkar. Guðjón V. Guðmundsson. Martröð fi'h. af bls. 8. reglur. Hvaða tilgangi þjónar slík skipan mála? Væri nú ekki reynandi að setja þessa mál- þófsfundi á sömu tröppu og Al- þingi, að fundir þessir séu opn- ir og allar umræður teknar upp á segulband? í skjóli þessarar þagnar um gang mála á þessum ráðstefn- um hygg ég að þetta málþófs- ástand þrífist. Er ekki kominn tími til þess að brjóta niður bennan ólýðræðislega múr, og krefjast að þar gildi sömu regl ur og æðsta stofnun þjóðarinn- ar, Alþingi, verður að lúta? Kalt stríð frh. af bls. 4. losa Vestur-Evrópu við öll bandarísk hernaðarítök og efna hagslega yfirdrottnun, torvelda Bretar bandaríska forsetanum eins og þeir framast mega að vingast við frönsku stjórnina. Þegar þetta er fest á blað er Evrópufeið Nixsons nýhafin og ógerlegt að sjá, að hve miklu leyti Wilson nær settu marki. Ef dæma skal eftir þeim ár- angri sem brezk utanríkisstefna hefur hingað til náð undir stjórn hans, eru sigurhorfurn- ar satt að segja ekki miklar. Þeirri skoðun sést bregða fyrir í blöðum á meginlandi Vestur- Evrópu, að aðfarir Breta beri keim af örþrifaráðum, og þeir megi gæta sín að falla ekki á eigin bragði. Eða eins og frétta- ritari eins brezka sunnudags- blaðsins í Bonn hefur eftir vest urþýzkum embættismönr.um: Bretar hafa verið svo hvassir, að þeir eiga á hættu að blóðga sjálfa sig. M.T.Ó. AÐVORUN wn stöhvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heím- ild í lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnu- rekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt 4. ársfjórðungs 1968 svo og söluskatt eldri ára, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil í hinum vangreiddu gjöldum ásamt áfölln- um dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja kom- ast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar, Arnarhvoli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 21. febrúar 1969. ' I Sigurjón Sigurðsson. Ég undirritaður óska eftir að gerast áskrifandi að Nýtt Land — Frjáls þjóð. Nafn Helmill Póststðð NYTTLAND FRJÁLS ÞJÓÐ Ingólfsstræti 8 Reykjavlk Pósthólt 1419 NÝTT LAND FRTÁLS MOÐ títgefandi: Huginn hl Ritstjórl: Ólafur Hannibalsson B’ramkvæmdast.ióri: Blörgúlfur Sigurðsson Ritst.fórn afgreiðsla: Ingólfsstræti 8 Auglvslngar: Sími 1 99 85 Askriftargf kr 500.00 á ári Verð f iausas kr 15,00 eint. Prentsmiðjan Edda hí.

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.