Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Blaðsíða 17
rumum tveimur áratugum fór að draga úr náttúrulegri fjölgun og nam hún 2400
árið 1990. Dauðsfollum hefur Qölgað nokkuð á þessum tíma, vegna þess að
rosknu og gömlu fólki hefur fjölgað, en meira munar um hve barnsfæðingum
hefur fækkað. Fólksflutningajöfnuðurinn hefur alla jafna verið neikvæður, þ.e.
fleiri hafa flust frá landinu en til landsins (Framkvæmdanefnd um
framtíðarkönnun, 1986, bls. 15-16).
1.4.2 Barnkoma
Tala fæðinga sveiflaðist milli tæplega 2000 og 2900 á ári allt tímabilið 1850-
1940. A þessu tímabili virðist mega sjá samhengi milli fjölda barnsfæðinga og
almenns árferðis. Á árum heimsstyrjaldarinnar síðari og eftir hana tók við nýtt
skeið þegar barnsfæðingum flölgaði stórlega frá því sem hafði verið. Árið 1940
fæddust 2500 börn lifandi, 3400 árið 1945, 4100 árið 1950 og 4900 börn árið 1960 og
hafa ekkj fæðst fleiri börn annað ár. Síðan hefur fæðingum yfirleitt farið
faekkandi en með nokkrum undantekningum þó (Framkvæmdanefnd um
framtíðarkönnun, 1986, bls. 16-17). Hefur Qöldi barna, sem fæðst hefur á ári
hveiju verið á bilinu frá 4900 (árið 1960) niður í 3800 (árið 1985). Frá árinu 1987
hafa fæðingar verið yfir 4000 á ári, flestar 1990 tæplega 4800.
Heildarfjöldi fæðinga byggist á tvennu, annars vegar fjölda kvenna á
harneignaraldri og hins vegar á fjölda bama, sem hver kona eignast á ævinni. í
mannfjöldaskýrslum er nú venja að miða barnsburðaraldurinn við aldursbilið
15-44 ára. Konur á þessum aldri vora 71% fleiri árið 1990 en árið 1960, en árið 1990
fæddust 3% færri böm en árið 1960.
Arið 1860 eignaðist hver kona um 5 börn á ævi sinni, en tæplega helmingur
barnanna náði ekki fullorðinsaldri. Tala barna á hverja konu lækkaði síðan
smám saman og var hún komin niður í um 3 við upphaf seinni heimsstyrjaldar.
t*á hófst mikið barneignarskeið og jafnframt komust nú langflest barna á legg.
Arin 1956-60 var tala barna, sem hver kona eignaðist á ævinni komin í 4,2. Síðan
hefur þessi tala hríðlækkað og var árið 1970 2,8 en lægst hefur hún orðið 1,9 árin
1985-86 (Framkvæmdanefnd um framtíðarkönnun, 1986, bls. 18). Nú síðustu
árin hefur þessi tala heldur skriðið upp á við aftur og var 2,2 árið 1991 (mynd 1.3).
Lækkun fæðingartíðni síðustu áratugina hér á landi er hluti af þróun, sem átt
hefur sér stað um allan hinn vestræna heim. En það er athyglisvert, að hér hefur
tíðni fæðinga jafnan verið talsvert hærri en á hinum Norðurlöndunum nema
Færeyjum og Grænlandi. í dag er tala lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu
svipuð og á írlandi eða 2,2 en það er hærri tala en víðast hvar í Evrópu (tafla 1.4).
15