Bæjarins besta - 30.04.1997, Page 1
Blaðsíða 8 Blaðsíða 9Blaðsíða 4
Bæjarins besta
Miðvikudagur 30. apríl 1997 17. tbl. 14. árg.
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: hprent@snerpa.is Verð kr. 170 m/vsk
Björn ráðinn verk-
efnisstjóri Atvinnu-
þróunarfélagsins
Djassgeggjarar
hljóðritaðir
í Víkinni
Skiptar skoðanir um hvort breyta eigi Orkubúi Vestfjarða í hlutafélag
Markaðsvirði fyrirtækisins
áætlað um 150 milljónir króna
Aðalfundur Orkubús Vest-
fjarða var haldinn í Stjórnsýslu-
húsinu á Ísafirði á föstudag í
síðustu viku. Auk venjulegra
aðalfundarstarfa var á fundin-
um tekin fyrir greinargerð Har-
aldar L. Haraldssonar, hagfræð-
ings hjá Rekstri og Ráðgjöf ehf.,
um kosti og galla þess að Orku-
bú Vestfjarða verði gert að
hlutafélagi. Í máli Haraldar
kom m.a. fram að ekki væri
spurning um hvort fyrirtækinu
yrði breytt úr sameingarfélagi í
hlutafélag, heldur einungis
hvenær af því yrði. Hann sagði
að áður en til þess kæmi þyrfti
að breyta sérlögum fyrirtæk-
isins sem og almennum lögum
um orkumál á Íslandi. Skiptar
skoðanir voru á meðal fundar-
manna um framangreinda
breytingu og sýndist sitt hverj-
um um ágæti breytinganna.
Um markaðsvirði fyrirtæk-
isins sagði Haraldur m.a. í ræðu
sinni: ,,Markaðsvirði Orkubús
Vestfjarða er nokkru lægra en
bókfært eigið fé gefur til kynna.
Rekstrarafkoma fyrirtækisins
þarf að batna verulega til að
fjárfesting í OV sé álitlegur
kostur fyrir fjárfesta. Miðað við
óbreyttar forsendur verður
áframhaldandi tap á rekstri
næstu 15 ár en jákvætt fjár-
streymi, sem nemur um 20
milljónum krónum á ári, sem í
reynd er sú peningalega ávöxt-
un, sem fyrirtækið skilar og
fjárfestar horfa til. Miðað við
þessar forsendur og að fjárfestar
geri kröfu um 10% ávöxtun
næstu 15 ár má ætla að mark-
aðsvirði fyrirtækisins sé um 150
milljónir króna, sem er sú upp-
hæð sem fjárfestar væru tilbúnir
til að borga fyrir fyrirtækið að
því gefnu að rekstrarforsendur
væru óbreyttar,” sagði Harald-
ur. Hann sagði ennfremur að
ætla mætti að með markaðs-
væðingu sem og því að fyrir-
tækið yrði gert að hlutafélagi,
myndi nást fram ýmiskonar
hagræðing, sem mundi auka á
markaðsvirði þess. Einar Oddur
Kristjánsson, alþingismaður,
sem var einn gesta á fundinum,
sagði hins vegar í ræðu sinni,
að raunvirði fyrirtækisins væri
0 krónur, hvort sem mönnum
líkaði það betur eða verr.
Jón Gauti Jónsson, settur
bæjarstjóri í Vesturbyggð,
upplýsti á fundinum að bæjar-
stjórn Vesturbyggðar hefði
samþykkt að leita til ríkisins
um kaup þess á hlut sveitar-
félagsins í Orkubúinu. Hann
sagði sveitarfélagið, líkt og
mörg önnur sveitarfélög, mjög
illa statt fjárhagslega, og því
væri óhjákvæmilegt annað en
að reynt yrði að selja hlut
Vesturbyggðar í Orkubúi Vest-
fjarða.
Tveir nýir einstaklingar voru
kosnir í stjórn fyrirtækisins á
aðalfundinum, Þorsteinn Jó-
hannesson, Ísafirði, sem gegna
mun starfi stjórnarformanns og
Hafliði Elíasson, Bolungarvík.
Þeir koma í stað þeirra Eiríks
Finns Greipssonar, fyrrum
stjórnarformanns Orkubúsins
og Rúnars Vífilssonar, Bolung-
arvík. Aðrir í stjórn eru Kristinn
Jón Jónsson, tilnefndur af iðn-
aðarráðherra, Óskar Torfason,
kjörinn af aðalfundi og Björg-
vin Sigurjónsson, tilnefndur af
fjármálaráðherra.
Á fjórða tug áhugasamra dansara mættu á námskeiðið hjá Jóhanni Erni á laugardag.
Ísfirðingar dansa kántrýdans
Kántrýdans fer nú eins og
eldur um sinu um allar
byggðir landsins og hafa
Vestfirðir ekki verið þar
undanskildir. Á laugardag
kom Jóhann Örn Ólafsson,
danskennari og upphafsmað-
ur þessa mikla æðis, vestur,
og kenndi áhugasömum
Vestfirðingum nokkra línu-
dansa. Á fjórða tug dansara
mætti á námskeiðið sem
haldið var í sal grunnskólans
á Ísafirði síðdegis á laugar-
dag og vel á annað hundrað
gestir mættu síðan á kántrý-
ball sem haldið var í Sjallan-
um um kvöldið.
Þar lék hljómsveitin Farm-
alls fyrir dansi og létu þátttak-
endur á námskeiðinu reyna á
kunnáttu sína fram eftir nóttu.
Jóhann Örn, danskennari,
stjórnaði dansinum en sérstak-
ur gestur kvöldsins var Ómar
Ragnarsson, sem skemmti
gestum af sinni alkunnu snilld.
Jóhann Örn sagðist í samtali
við blaðið vera ánægður með
þátttökuna á Ísafirði, það
ánægður að hann hefði ákveðið
að koma á ný vestur undir lok
maí eða í byrjun júní. ,,Ég er
reyndar hættur að vera hissa
þegar salurinn fyllist trekk í
trekk en ég verð að viður-
kenna að ég bjóst ekki við
öllum þessum fjölda. Það er
alveg öruggt að við komum
aftur, bæði ég og hljóm-
sveitin og það verður vænt-
anlega undir lok maí eða í
byrjun júní. Það gekk vel að
kenna Ísfirðingum dansins,
enda kemur hann að ,,west-
an”, “ sagði Jóhann Örn í
samtali við blaðið.
Jens Kristmannsson, starfsmaður Orkubús Vestfjarða, Einar Oddur Kristjánsson, alþingis-
maður og Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga ræða
saman á aðalfundi Orkubúsins.
Eftirsóknarverð
leirlistakona
á Þingeyri