Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.04.1997, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 30.04.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 3 Tilkynning um akstur Reykjavík - Ísafjörður Frá 1. maí mun Flutningamiðstöð Vestfjarða ehf., í samvinnu við Landflutninga-Samskip hf. hefja reglubundinn akstur með vörur á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Farið verður daglega frá báðum stöðunum. Vörum verður dreift frá FMV um norðanverða Vestfirði þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri en daglega til Bolungarvíkur og Súðavíkur, og þær sóttar á sömu staði. (Þingeyri - Flateyri - Suðureyri - Bolungarvík - Súðavík) FMV, hefur aðsetur að Sindragötu 11, Ísafirði, sími 456 4000 og mun einnig hafa umboðsmenn í nærliggjandi þéttbýlisstöðum. Afgreiðsla í Reykjavík er hjá Landflutningum - Samskip að Skútuvogi 8, Reykjavík, sími 569 8400 Fyrirtækin munu kappkosta að veita viðskiptavinum sínum og öllum þeim sem flytja þurfa vörur á milli þessarra staða góða og örugga þjónustu. FMV Flutningamiðstöð Vestfjarða ehf. Sindragötu 11 • Ísafjörður Sími: 456 4000 Fax: 456 4009 Landflutningar - Samskip Skútuvogi 8 • Reykjavík Sími: 569 8400 Fax: 569 8411 Afgreiðsluaðilar: Bolungarvík Hólsvélar ehf. Hafnargötu 83 456 7016 Flateyri Þorsteinn Guðbjartsson Eyrarvegi 12 456 7727 Suðureyri Árni Árnason Aðalgötu 15 456 6104 Súðavík Sigurgeir Garðarson Túngötu 16 456 4959 Þingeyri Kaupfélag Dýrfirðinga Hafnarstræti 7 456 8200 Valkostur í flutningum Kvartað yfir samræmdum prófum Um klár mistök að ræða Rannsóknarstofnun upp- eldis- og menntamála hefur fengið fjölda kvartana vegna samræmda prófsins í stærð- fræði sem fram fór í grunn- skólum landsins á mánudag. Þótti prófið of langt og komust nemendur í mikla tímaþröng. Dæmi er um að þegar próftíma lauk hafi um 60% nemenda enn setið yfir úrlausnunum og dæmi eru um að nemendur hafi setið grátandi við prófborðin. ,,Ég varð ekki var við það hér að nemendur hefðu grátið við prófborðin. Aftur á móti er það alveg ljóst að prófið var of efnismikið, það eru allir sam- mála um það. Hér er um klár mistök að ræða. Hins vegar virðist sem önnur próf hafi gengið ágætlega. Það er um- hugsunarefni þegar yfir 60% af nemendum hafa ekki mögu- leika á að klára prófið, það er hlutur sem ekki gengur upp,” sagði Kristinn Breiðfjörð Guð- mundsson, skólastjóri Grunn- skólans á Ísafirði í samtali við blaðið. Aðspurður um hvort tekið yrði tillit til þessa við útreikninga á próflausnum sagði Kristinn: ,,Ég geri ekki ráð fyrir því, það er möguleiki að umreikna heildarniðurstöðuna en það er ekki hægt að taka einhverja þætti út og segja að þeir verði ekki reiknaðir með. Það sem stendur upp úr er að prófið var of efnismikið. Ég held að það eigi að vera einfalt mál að reikna það til baka þannig að ,,normalkúrfan” verði sú sama. Mér finnst það eðlileg leið- rétting,” sagði Kristinn Breið- fjörð. Andrésar andar leikarnir Önfirðingar sigursælir Önfirðingar, komu, sáu og sigruðu á Andrésar andar leikunum sem haldnir voru í Hlíðarfjalli við Akureyri um síðustu helgi. Önfirðingar sendu 21 keppanda á leikana og unnu þeir til fjögurra gull- verðlauna, tveggja silfurverð- launa og þriggja bronsverð- launa. Ísfirðingar sendu einnig keppendur á leikana og unnu þeir til fjögurra bronsverð- launa. Gullverðlaun Önfirðinga fengu þeir Brynjólfur Ó. Árna- son frá Vöðlum í Önundarfirði og Arnar Björgvinsson frá Flateyri, en þeir sigruðu í flokkum 7 og 9 ára í göngu með frjálsri og hefðbundinni aðferð. Vaskleg framganga Önfirðinga vakti athygli á leikunum og er ljóst að Kjell Hymer, kennari í Holti, hefur unnið gott starf með börnin, en hann tók það upp með sjálfum sér að fara með nemendur skólans á gönguskíði í fyrra- vetur vegna skorts á íþrótta- aðstöðu innanhúss. Kjell Hym- er var heiðraður sérstaklega af Skíðasambandi Íslands eftir leikana fyrir brautryðjendastarf í þágu skíðaíþróttarinnar. Á leikunum fengu þrír 12 ára krakkar ferðavinning til Orlando í Flórída í boði Flug- leiða, Samherja og Andrésar- nefndarinnar sem farin verður í haust. Ein þeirra sem datt í lukkupottinn var Guðný Ósk Þórsdóttir frá Ísafirði. Nýr hópur flóttafólks kemur í sumar Gefa á fleirum tækifæri Páll Pétursson félagsmála- ráðherra mun innan tíðar leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur um móttöku á 25-30 júgóslav- neskum flóttamönnum, en málið hefur verið í undir- búningi í félagsmálaráðuneyt- inu undanfarnar vikur. Gert er ráð fyrir að hópurinn komi til landsins í sumar, svo að tími gefist fyrir fjölskyldurnar að aðlagast áður en skólar hefjast í haust. Gert er ráð fyrir að standa að móttökunni með svipuðum hætti og gert var síðast enda mun öll sú framkvæmd hafa verið Ísfirðingum til sóma. Auglýst verður eftir sveitar- félögum sem tilbúin eru til að taka á móti flóttafólkinu. Krist- ján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði í samtali við blaðið, ekki gera ráð fyrir að Ísafjarðarbær myndi óska eftir að fá fleiri flóttamenn, kominn væri tími til að leyfa öðrum sveitarfélögum að spreyta sig á verkefninu. ,,Þetta mál hefur ekki verið rætt með neinum formlegum hætti í bæjarstjórn en persónu- lega finnst mér að það ætti að gefa fleiri sveitarfélögum kost á því að taka að sér svona verkefni, það er bara af því góða. Reynslan af þessu verk- efni er góð en mér finnst að fleiri sveitarfélög eigi að fá tækifæri til að taka að sér svona þroskandi verkefni. Ég á því ekki von á að Ísafjarðarbær verði á meðal þeirra sveitar- félaga sem munu óska eftir að taka á móti næsta hópi flótta- manna frá fyrrum Júgóslavíu,” sagði Kristján Þór. Verkfall félaga ASV Viðræður hafnar að nýju „Frá því að slitnaði upp úr viðræðunum, hefur ASV litið á það þannig að boltinn væri hjá þeim og okkur bárust tillögur frá þeim á sunnudags- kvöld. Við sendum tillögur til baka strax um miðnættið og óskuðum eftir að það yrði haldinn fundur hjá sáttasemj- ara, þannig að við höfum ekki látið standa á okkur í þessum málum,“ sagði Einar Jónatans- son, formaður samninganefnd- ar Vinnuveitendafélags Vest- fjarða, í samtali við blaðið, en sáttasemjari boðaði fulltrúa ASV og vinnuveitenda til fund- ar í gær í Karphúsinu í Reykja- vík. Í tillögum ASV er gert ráð fyrir hærri tilfærslum á bónus inn í kauptaxta og meiri kaup- hækkunum en í samningum Verkamannasambandsins. „Okkar tölur eru ekki eins og þeirra, og varðandi kaupliðina, þá höfum við alltaf sagt að við getum ekki samið um annað hér en gert hefur verið annars staðar,“ sagði Einar. Mikið ber á milli hjá deilu- aðilum og draga margir í efa að lausn deilunnar sé í sjón- máli. Krafa ASV um 100 þús- und krónurnar á ekki upp á pallborðið hjá atvinnurekend- um, sem standa fast á að borga ekki hærri laun en samið hefur verið um annars staðar. Samn- ingar eru í höfn í Bolungarvík, Tálknafirði og Bíldudal, auk þess sem nokkur smærri fisk- vinnslufyrirtæki hafa samið við starfsfólk sitt, en verkalýðs- félög á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri, Patreksfirði, Súðavík, Hólmavík og Drangsnesi eru enn í verkfalli. Ekki höfðu borist fréttir úr Karphúsinu þegar blaðið fór í prentun í gær.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.