Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.09.1997, Síða 3

Bæjarins besta - 17.09.1997, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 3 Í TILEFNI Gardínubúðin Hafnarstræti 8 • Sími 456 3430 Nú er loksins tækifærið til að læra hinn vinsæla bútasaum. Námskeið fyrir byrjendur hefst 6. október. Frekari upplýsingar og skráning í síma 456 3430. Bútasaums- námskeið Skólastjórafélag Vestfjarða Skorar á sveitarstjórn- armenn til samstarfs Aðalfundur Skólastjórafé- lags Vestfjarða, sem haldinn var í Reykjanesi í Ísafjarðar- djúpi fyrir stuttu, lýsir áhyggj- um sínum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í samn- ingamálum skólastjóra og kennara. Fundurinn skorar á sveitarstjórnarmenn að ganga rösklega fram í að ljúka samn- ingum við skólastjóra og kennara svo skólahald raskist ekki frekar en orðið er. Í ályktun fundarins segir ennfremur: ,,Vestfirskir sveit- arstjórnarmenn hljóta að vera farnir að gera sér grein fyrir þeim miklum vandræðum sem skólastjórnendur standa frammi fyrir á hverju hausti þegar ráða þarf fólk til kennslustarfa. Skólar sem árum saman þurfa nánast að taka hvern sem er í kennslu, geta ekki með nokkru móti staðið undir þeim væntingum sem foreldrar og aðrir gera til góðra skóla.” Þá bendir aðalfundurinn á að aðalrökin fyrir flutningi grunnskólans til sveitarfélag- anna hafi verið þau að koma grunnskólanum nær þeim sem nota þjónustuna. ,,Því er það svo, að það mun verða vel fylgst með því hvort hinn nýi viðsemjandi muni í raun bera hag skólans fyrir brjósti og reynast skólunum sá bakhjarl sem menn vonuðust eftir. Því skorar aðalfundurinn á sveit- arstjórnarmenn að taka hönd- um saman við starfsfólk skóla um að nota það tækifæri sem ný býðst, til að snúa óheilla- þróun við og bæta kjör þeirra sem vinna við stjórnun og kennslu í grunnskólum. Gerum skólana færa um að standa undir þeim væntingum sem við öll berum til þeirra. Veitum grunnskólanum þann styrk sem þarf til að fleyta okkur inn í nýja öld, þar sem menntun verður máttur hverrar þjóðar,” segir í ályktun aðal- fundar Skólastjórafélags Vest- fjarða. Á aðalfundinum var einnig kjörin ný stjórn félagsins fyrir skólaárið 1997-1998. Formað- ur félagsins er Guðbrandur Stígur Ágústsson, Patreks- skóla Patreksfirði, varafor- maður er Jónína Emilsdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunn- skóla Ísafjarðar, ritari er Victor Örn Victorsson, aðstoðar- skólastjóri Grunnskóla Hólmavíkur, gjaldkeri er Magnús S. Jónsson, skóla- stjóri Grunnskóla Suðureyrar og meðstjórnandi er Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, skólastjóri Grunnskóla Ísa- fjarðar. Fulltrúi Skólastjórafé- lagsins í Skólaráði Vestfjarða er Magnús. S. Jónsson og varamaður er Kristinn Breið- fjörð Guðmundsson. Nýtt skipurit fyrir Hrað- frystihúsið hf., í Hnífsdal var samþykkt á stjórnarfundi sem haldinn var fyrir stuttu. Sam- kvæmt skipuritinu er Konráð Jakobsson, framkvæmda- stjóri en aðrir yfirmenn eru Helga Jóakimsdóttir, skrif- stofustjóri, Jón Grétar Krist- jánsson, fjármálastjóri, Krist- ján G. Jóakimsson, sem sér um fiskvinnsluna og gæða- mál, Guðmundur Kr. Högna- son, sem sér um rækjuvinnsl- una og tæknimál og Ingimar Halldórsson, sem gegnir stöðu útgerðarstjóra. Eins og greint hefur verið frá hér í blaðinu, sameinuðust Frosti hf., í Súðavík og Mið- fell hf., í Hnífsdal, Hraðfrysti- húsinu hf., í Hnífsdal í byrjun ágúst og var eignaskiptingin í hinu sameinaða fyrirtæki 41,6% til eigenda Frosta hf., og 58,4% til eigenda Miðfells hf., og Hraðfrystihússins hf. Kvóti fyrirtækisins er um sjö þúsund þíg.tonn og veltan áætluð um tveir milljarðar á ári. Ráðgert er að fyrirtækið verði skráð á Opna tilboðs- markaðnum á næstunni. Nýtt skipurit samþykkt Hraðfrystihúsið hf., í Hnífsdal Hraðfrystihúsið hf., í Hnífsdal. Umhverfisráðuneytið Heimilar uppkaup húsa Umhverfisráðuneytið hefur samþykkt, að fengnum tillög- um Ofanflóðanefndar, að styrkja kaup á fasteignum númer 3 og 4 við Ólafstún og númer 4 við Unnarstíg á Flateyri til niðurrifs. Miðað er við að kaupverðið verði staðgreiðslumarkaðsverð samanber lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Ráðuneytið hefur jafnframt fallist á að veita Ísafjarðarbæ lán úr ofanflóðasjóði til við- gerða á fasteignum við Hjalla- veg 2 og Unnarstíg 6 á Flat- eyri, en að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra Ísa- fjarðarbæjar verður ekki látið reyna á það. „Við viljum miklu fremur fara í viðræður um uppkaup þessara húsa en um lán til að gera við þau,“ sagði Kristján Þór. Tilboðið gildir frá 22. september til 1. október eða á meðan birgðir endast Eyrarsteypa ehf. D e k k j a v e r k s t æ ð i í Húsi steypustöðvarinnar, Grænagarði, Ísafirði, sími 456 3751 Tilboðverð á dekkjum 165 - 13 kr. 4.450,- 175 - 70 - 13 kr. 4.650,- 185 - 70 - 13 kr. 4.750,- 185 - 70 - 14 kr. 5.150,- 195 - 65 - 15 kr. 5.450,- Eigum jafnframt á lager allar algengustu dekkjastærðir opnunar dekkjaverkstæðis bjóðum við nokkrar stærðir af negldum vetrardekkjum á sérstöku tilboðsverði

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.