Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.09.1997, Side 5

Bæjarins besta - 17.09.1997, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 5 brottför. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fer ein til útlanda og þurfti að standa algjörlega á eigin fótum. Það var byrjað á því að spyrja hvaðan ég væri, hver væru tengsl mín og hins íslenska ferðafélaga míns og hvað við værum að fara að gera. Ég var spurð um hina ótrúlegustu hluti, hvar á Íslandi ég ætti heima, hversu langt Ísafjörður væri frá höfuðborginni, hvað ég væri lengi að fljúga frá Ísafirði til Reykjavíkur og hvað ég væri lengi að fara þá leið með bíl, hver hefði pakkað niður í töskuna mína, hvort ég hefði nokkurn tíma á leiðinni skilið töskuna við mig einhvers staðar eða hvort einhver hefði verið nálægt henni, hvort ég væri með einhver rafmagns- tæki, hvort ég væri með hnífa, byssur eða sprengiefni...“ – Varstu með eitthvað af hnífum, byssum og sprengi- efni? „Nei! Þetta var alveg rosa- legt. Ég var orðin miður mín í þessari yfirheyrslu. Maðurinn sem yfirheyrði mig kom fram við mig eins og ég væri hinn versti hryðjuverkamaður. En svo fengum við loksins að fara um borð í flugvélina, sem betur fer. Við fórum með Júmbóþotu til Tel Aviv og á flugvellinum þar biðu okkar líka spurningar. Okkur hafði verið sagt að við mættum ekki svara neinum sem yrti á okkur eða yfirleitt að hafa nein samskipti við nokkurt fólk sem væri ekki merkt Rotary. Samt kom til okkar maður sem vildi taka á móti okkur, taka töskurnar okkar og fylgja okkur. Hann var ómerktur og við vorum ákaflega tortrygg- in. Síðan kom í ljós að þetta var maður frá Rotary. Skömmu seinna kom svo fjölskyldan sem ég átti fyrst að gista hjá til að sækja mig.“ Sérkennilegir lifnaðar- hættir á kibbutz Kristrún Helga ferðaðist um Ísrael í hópi 38 unglinga frá ýmsum heimshornum. Hún gisti á fjórum einkaheimilum í ferðinni, auk þess nokkrar nætur á gistiheimili í Jerú- salem og tvær nætur á kibbutz úti á landi, samyrkjubúi, þar sem fólkið deilir öllu með sér og gerir allt í sameiningu. „Við borðuðum með fólkinu sem býr á samyrkjubúinu. Þar borða allir saman. Þar var haldið fyrir okkur diskótek og kvikmyndasýning. Allt mjög hreint og snyrtilegt og fólkið mjög almennilegt. Þarna var blandaður búskapur, einkum þó kúabúskapur, mjólkur- framleiðsla og ostagerð, en einnig var ræktað korn, græn- meti og ávextir. Þeir sem búa á samyrkjubúunum verða að biðja um sérstakt leyfi til að skreppa í bæinn, til að fá ein- hverja vasapeninga eða bíl til afnota eða yfirleitt til að gera hvað sem er. Þarna er fólk á öllum aldri. Samt er algengt að börnin sem þar vaxa upp vilji fara burt, þegar þau komast á unglingsárin.“ – Sástu appelsínuskóga? „Nei, en við sáum banana- rækt á samyrkjubúinu. Og vínakra.“ – Og væntanlega hefurðu komist í tæri við fíkjutré... „Já, á einum stað þar sem við komum vorum við látin safna fíkjum af fíkjutrjám og kreista safann úr þeim í litlar glerflöskur. Safann átti síðan að nota við k r a b b a m e i n s - rannsóknir við háskólann í Jerúsalem.“ Unglingar í hernum – Urðuð þið mikið vör við hermenn og hernaðarástand? „Já, mjög mikið. Það var ákaflega sérstakt að fylgjast með því. Hermennirnir eru unglingar, bæði strákar og stelpur. Vinnuvikan hjá her- mönnunum byrjar á sunnu- dögum og svo koma þeir aftur heim til sín á föstudögum. Maður sá þá koma í bæinn á föstudagskvöldi og fara aftur snemma á sunnudagsmorgni. Sumir tóku strætó, aðrir leigu- bíla og sumir húkkuðu sér far. Strákarnir eru allir með vél- byssur en stúlkurnar mega ekki bera vopn. Þarna fara strákarnir í herinn átján ára og eru í þrjú ár, en stelpurnar fara í herinn 18 ára og eru eitt ár.“ – Vildir þú þurfa að gerast hermaður eftir eitt ár, þegar þú verður átján ára? „Nei, alls ekki. Ég gisti hjá einni fjölskyldu sem átti dóttur sem er ári eldri en ég og hún er í hernum núna. Þarna hafa unglingarnir ekkert val. Þarna er herskylda og allir verða að gegna henni.“ – Ég hef heyrt á þér að þessi ferð var að flestu leyti mjög fróðleg og skemmtileg, en samt vilt þú væntanlega frekar eiga heima á Íslandi en í Ísrael... „Já. Ég geri mér nú betur grein fyrir því en áður hvað við búum hér við mikið öryggi og hvað við erum ótrúlega heppin, að ekki skuli ríkja svona ástand hjá okkur. Það er a l v e g hræðilegt hvað fólkið þarna þarf að búa við. Þar sem sprengjan sprakk í Jerúsalem á fimmtudaginn í síðustu viku, það var einmitt staðurinn þar sem við vorum heilan dag, daginn eftir sprenginguna í sumar. Þegar sagt er frá því í fréttum að ísraelskir hermenn hafi látið lífið, þá eru þetta bara ungir strákar, sem eiga ekkert val.“ Sprengjutilræðið í Jerúsalem – Hvernig atvikaðist það, þegar þessir atburðir urðu, sem komu í fréttum um allan heim? „Við byrjuðum á því þenn- an dag að fara á safn Dauða- hafshandritanna, en síðan fórum við í almenningsgarð í Jerúsalem. Þar vorum við búin að dveljast eitthvað um klukkutíma þegar okkur var sagt að fara upp í rútu. Við vildum fá að vera lengur, en þá var okkur sagt að það hefði sprungið sprengja á útimark- aði um 600 metra í burtu. Okkur brá flestum en sumir héldu að þetta væri bara eitt- hvert grín. Okkur var sagt að við þyrftum ekki að hafa nein- ar áhyggjur og foreldrar okkar yrðu látnir vita að það væri allt í lagi með okkur. Svo var okkur ekki sagt neitt meira. Það var farið með okkur inn í miðborg Jerúsalem og við fengum að vera þar dálítinn tíma. Þegar við komum síðan á gistiheimilið þar sem við bjuggum var þar fyrir stór hópur hermanna og við héld- um að það hefði eitthvað kom- ið fyrir þar. En þetta voru þá hermenn sem höfðu verið kallaðir frá landamærunum við Líbanon til að vera í við- bragðsstöðu í Jerúsalem og þeir gistu á þessu gistiheimili. Þetta voru allt strákar á aldri- num 18 til 21 árs, allir með vélbyssur sem þeir skildu aldrei við sig. Ég vildi hringja sjálf heim og láta foreldra mína vita að það væri allt í lagi með mig, áður en þau heyrðu fréttirnar í útvarpinu. Ég var mjög fegin að geta talað strax við mömmu áður en hún frétti þetta, vegna þess að æskulýðsfulltrúi þarna úti hringdi stuttu seinna í mömmu og sagði: „Ég er bara að hringja til að láta vita að það er allt í lagi með dóttur þína út af sprengingunni.“ Ef ég hefði ekki verið búin að tala sjálf við hana, þá hefði hún haft miklu meiri áhyggjur af mér, því að þetta var það eina sem maðurinn sagði og hann útskýrði þetta ekki neitt nánar.“ Á sundi í Dauðahafinu – Hvað fleira er helst eftir- minnilegt úr þessari ferð? „Það var að synda í Dauða- hafinu. Það er svo salt að mað- ur getur ekki sokkið og ákaf- lega lítil hætta á því að drukkna í því.. Þetta er eins og að vera með kút.“ – Var ekkert óþægilegt að vera í svona saltvatni? „Jú, ef fólk er með einhver opin sár, þá svíður mjög mikið. Auk þess verður að gæta þess að fara ekki með höfuðið í kaf, vegna þess að það getur stórskaðað augun.“ – Lifir nokkur fiskur í Dauðahafinu? Kannski salt- fiskur...? „Nei, þar lifir enginn fiskur. Þar þrífast ekki einu sinni bakteríur. Á botninum er leðja sem okkur var sagt að maka á okkur og á að vera heilsu- samleg, líkt og að fara í Bláa lónið. Þetta var mjög skemmtilegt og eftirminni- legt.“ – Var mjög heitt þarna? „Já, það var alveg rosalega heitt. Við gistum í eyðimörk- inni í þrjár nætur og þar var yfir fjörutíu stiga hiti. Í borg- unum var „ekki nema“ um 35 stiga hiti.“ Gríðarlegar máltíðir á föstudögum Rotarykrakkarnir ferðuðust um allt Ísrael á þessum þremur vikum, skoðuðu marga sögu- staði biblíunnar og kynntust undrum náttúrunnar, svo sem kalksteinsgiljum við Dauða- hafið og dropasteinshellum sem eru ennþá að myndast. En hvað ætli hafi komið mest á óvart? „Það kom mér ekki síst á óvart hvað Ísraelar geta borð- að mikið. Á föstudögum er borðuð mjög stór máltíð. Hús- bóndinn á heimilinu fer með bænir fyrir máltíðina og bless- ar brauðið. Með hinu helga brauði drukkum við rifsberja- vín. Síðan er borðað meira brauð, grænmeti, fiskur, kjúkl- ingar, maísstönglar og ávextir. Þetta var alveg ótrúlega mikið. Á laugardögum er aftur á móti lítið um að vera hjá strang- trúuðum Gyðingum. Þeir nota þá ekki bíla, ekki rafmagn og það litla sem eldað er fyrir laugardaginn er eldað nóttina áður.“ Leiðigjarn þjóðarréttur og ostlausir hamborgarar – Væntanlega hefur þér ekki verið boðið upp á svínakjöt í ferðinni... „Nei. En við fengum þeim mun meira af þjóðarréttinum, sem heitir falafel. Það er pítubrauð með kjötkúlum sem eru brúnar að utan en grænar að innan. Þetta var spennandi fyrsta daginn og allt í lagi annan daginn, en svo fór þetta að verða heldur minna spenn- andi þriðja daginn, þann fjórða og þann fimmta og svo framvegis. Eitt af því sem kom mér á óvart en ég hefði samt átt að muna, er að Gyðingar blanda ekki saman mjólkurvörum og kjötvörum. Þannig gátum við ekki fengið hamborgara með osti eða pizzu með kjöti þegar við fórum á McDonalds eða Pizza Hut. Það var mjög skrítið.“ Sem betur fer... Og nú er Kristrún Helga Ólafsdóttir aftur komin heim á Ísafjörð, þar sem átján ára strákar og stelpur eru yfirleitt í skólanum sínum á daginn og fá sér pizzu með kjöti á kvöldin, en eru ekki í hernum sex daga í viku og borða ekki pítur með grænu kjöti á hverjum degi ævina á enda. Og þeir Arnór Jónatansson og Úlfar Ágústsson eru fremur lítið að tékka á því hvort unglingar séu með hnífa, byssur og sprengiefni á sér áður en stigið er upp í flug- vélina á Ísafjarðarflugvelli á leiðinni til Reykjavíkur. Sem betur fer. Hlynur Þór Magnússon. Tveir ferðalangar á vegum Rotary ásamt myndarlega vöxnum leirkarli á nýlistasafni í Ísrael.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.