Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.09.1997, Page 7

Bæjarins besta - 17.09.1997, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 7 ELDRI BORGARAR ÍSAFJARÐARBÆ OG BOLUNGARVÍK Skemmtun verður haldin í Félagsheim- ilinu í Hnífsdal laugardaginn 27. septem- ber kl. 15:00. Sætaferðir verða frá hverjum stað. Vinsamlega skráið þátttöku fyrir miðviku- daginn 24.sept. hjá eftirtöldum aðilum: Elín Þóra Magnúsdóttir, Hlíf Ísafirði, símar 456-4076 og 456-3805, Málfríður Sigurðardóttir, Bolungarvík, sími 456 7114, Helga Kristjánsdóttir, Suðureyri, sími 456 6255, Ásta Kristinsdóttir, Þingeyri, 456 8199 og Sigríður Magnús- dóttir, Flateyri, sími 456 7655. HÚSNÆÐISNEFND ÍSAFJARÐAR- BÆJAR AUGLÝSIR Til sölu eru félagslegar eignaríbúðir á eftirtöldum stöðum: Pollgötu 4, Hlíðarveg 3, 5 og 7, Múla- landi 12 og 14, Stórholti 15 og 17, Dalbraut 1, Árvöllum 2 - 4, Raðhús á Árvöllum, íbúðir á Suðureyri, íbúðir á Flateyri og íbúðir á Þingeyri. Upplýsingar gefur húsnæðisfulltrúi í síma 456 3722. Húsnæðisnefnd Ísafjarðarbæjar. ÍSAFJARÐARBÆR Punktakerfi vegna umferðarlagabrota tekur gildi Tólf punkta þarf til að missa ökuréttindi í þrjá mánuði Á mánudag hóf embætti ríkislögreglustjóra að halda landsskrá um ökuferil ökumanna og punktafjölda sem þeir ávinna sér vegna umferðarlagabrota. Það eru lögreglustjórar í hverju umdæmi sem færa inn upplýsingarnar sem byggðar verða á kærum lögreglumanna. Í 7. grein 2. kafla reglugerðar um ökuferilsskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota, segir að hafi ökumaður á allt að þriggja ára tímabili, gerst sekur um þrjú eða fleiri brot á umferðarlögum eða reglum samkvæmt þeim og ná tilteknum punktafjölda samkvæmt skrá um vægi brota í punktakerfi, skal hann sviptur ökurétti í þrjá mánuði til viðbótar þeim viðurlögum sem við síðasta brot hans kunna að liggja. Samkvæmt 8. grein 2. kafla skal ökumaður sviptur ökurétti þegar hann hefur hlotið samtals tólf punkta og ökumaður með bráðabirgðaökuréttindi skal sviptur ökurétti þegar hann hefur hlotið samtals sjö punkta, en þó ekki fyrr en við þriðja brot. Ákvörðun um sviptingu ökuréttar er tekin samhliða ákvörðun annarra viðurlaga vegna þess brots sem varð þess valdandi að ökumaður hlaut tilskilinn fjölda punkta til sviptingar ökuréttar. Varði viðkomandi brot eitt og sér sviptingu ökuréttar, bætist þriggja mánaða svipting við vegna uppsafnaðra punkta við þann sviptingartíma sem ella hefði verið ákveðinn. Sem dæmi um punktagjöf má nefna að sé ekið á allt að 20 km hraða á klst. yfir leyfilegum hámarkshraða, er gefinn einn punktur, tveir punktar ef ekið er á 21-30 km. yfir leyfilegan hámarkshraða, þrír punktar ef ekið er 31-40 km. yfir leyfilegan hámarkshraða og fjórir punktar ef ekið er 41 km. á klst eða meira yfir leyfilegum hámarkshraða. Þá eru gefnir þrír punktar sé stöðvunarskylda ekki virt, fjórir punktar eru gefnir ef ekið er gegn rauðu ljósi, þrír punktar eru gefnir ef ekið er fram úr þar sem bannað er og tveir punktar eru gefnir ef biðskylda er ekki virt, svo dæmi séu tekin. Gefinn hefur verið út bæklingur vegna reglubreytingarinnar og ættu flestir landsmenn að hafa fengið hann sendann. Lögregluyfirvöld á hverjum stað munu einnig hafa bæklinginn til afhendingar. Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Ísafirði sagðist í samtali við blaðið á mánudag, jafnvel eiga von á því að gildis- töku reglugerðarinnar yrði frestað þar sem hvergi væri til tölvutækt form til skráningar á umferðarlagabrotum. ,,Þessi reglugerð er viðauki við þau brot sem hafa verið framin, ekki hvatning fyrir okkur um að fara í herferð gegn ökumönnum. Hér er einungis verið að setja reglur til refsingar fyrir alvarlegri umferðarlagabrot,” sagði Önundur. Kennarar við Grunnskólann á Ísafirði skrifa Athugasemdir við skrif BB Í BB í síðustu viku var grein um uppsagnir kennara við Grunnskólann á Ísafirði. Þar kom fram að ástæður upp- sagna kennara væru kjara- málin en meginhluti greinar- innar fjallaði um að einnig hefðu húsnæðismál grunn- skólans vegið þungt. Þetta er ekki rétt. Kennarar við G.Í. vita vel að húsnæðismál skólans eru í ólestri. Það hafa þau verið lengi, og kom engum á óvart. Við vitum líka að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar vinnur að lausn húsnæðisvandans og hefur fullan vilja til að bæta aðstöðuna. Til að koma í veg fyrir frekari misskilning birtum við hér uppsagnarbréfið í heild.: Ég, undirrituð kennari við Grunnskólann á Ísafirði, segi hér með upp starfi mínu. Ég hef lagt mig fram um að stunda vinnu mína eins vel og mér er unnt og er sátt við stjórnun, starfshætti og góðan starfsanda í skólanum. Kjör kennara á Íslandi hafa verið óviðunandi í mörg ár. Þegar sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólans voru gefin fyrirheit um að nú yrðu kjörin bætt. Nú hafa sveitar- félögin rekið grunnskólann í eitt ár og ekkert bólar á kjarabótum nema síður sé. Vegna lágra launa, neikvæðs viðhorfs í garð kennarastétt- arinnar af hálfu samninga- nefndar sveitarfélaganna og þeirrar umræðu sem verið hefur er varðar vinnutíma kennara í skólum, sé ég mig tilneydda til að segja starfi mínu lausu. Eins og sjá má er uppsögnin ekki tilkomin vegna hús- næðismála, heldur eingöngu vegna kjaramála. Mikið ber á milli í samningaviðræðum og lausn ekki í sjónmáli. Meðal annars hefur mikið verið rætt um að gera þurfi vinnutíma kennara sjáanlegri. Allir skilja að húsmóðir vinn- ur ekki bara í matartímanum, leikari ekki bara á sviðinu og að í öllum veislum þarf bæði undirbúning og frágang. Vinna við hverja kennslustund er líka meiri en þær 40 mínútur sem kennslustundin stendur yfir, bæði þarf undirbúning og frágang. Bergljót Halldórsdóttir Burkni Dómaldsson Herdís Hubner Jóna Benediktsdóttir Kennarar við Grunn- skólann á Ísafirði. Grunnskólinn á Ísafirði. Ísfirðingar! Sinfóníutónleikar í íþróttahúsinu á Torfnesi, föstudaginn 19. september kl. 20:00. Hljómsveitarstjóri: B Tommy Andersson Einleikari: Sigrún Eðvaldsdóttir Efnisskrá: Verk eftir Brahms, Schubert og Tcahikovsky. Barnaguðsþjónustur eru í Ísafjarðarkirkju á laugardögum kl. 11:00. Kirkjustrætó ekur úr Holtahverfi kl. 10:45. Foreldrar eru hvattir til að koma með yngstu börnunum. Væntanleg fermingarbörn í Ísafjarðar- og Hnífsdalssóknum eru boðin ásamt foreldrum sínum til guðsþjónustu í Ísafjarðarkirkju sunnudaginn 21. september kl. 11:00. Þar fer fram skráning, kynnt verða fermingarstörf vetrarins, svo og væntanlegir fermingar- dagar. Ísafjarðarprestakall. Barnaguðs- þjónustur á Íslandi er 5 ára Í tilefni 5 ára afmælis Pizza 67 á Íslandi, gefum við Pizza 67 boli með öllum heimsend- ingum yfir 1.500,- kr. á meðan birgðir endast. Ísafirði

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.