Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.09.1997, Síða 11

Bæjarins besta - 17.09.1997, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 11 Sigurður Aðalsteinsson, flugrekstrarstjóri FÍ skrifar Athugasemdir við skrif Hálfdáns Ingólfssonar Hálfdán Ingólfsson, flug- maður á Ísafirði hefur skrifað grein, sem birtist í Bæjarins besta 10. september s.l. Þar sem málið varðar starfsemi Flugfélags Íslands og skrif Hálfdáns byggja ekki á réttum upplýsingum, tel ég mig knú- inn, sem flugrekstrarstjóri F.Í. til þess að koma veigamiklum leiðréttingum á framfæri. Í fyrsta lagi eru mest öll skrif um atburðinn í Ísafjarð- ardjúpi eftir aðra en talsmenn Flugfélags Íslands, eins og efnistökin bera með sér. Fé- lagið hefur ítrekað, en árang- urslítið, reynt að benda á að ekki megi tengja atburðinn landfræðilegum eða veður- farslegum aðstæðum í næsta nágrenni flugvallarins inni í Skutulsfirði. Því miður leggst Hálfdán enn á sömu sveif og margir aðrir og vekur sjálfur athygli á misvindi og þrengsl- um Skutulsfjarðar. Það er einnig mjög leitt til þess að vita að Metro-flugvélar hafa nánast verið dæmdar ónot- hæfar, þótt ekkert bendi til þess að aðrar vélategundir hefðu sloppið betur úr þessari raun. Upplýsingar Hálfdáns af flugritanum eru alrangar og þykir mér leitt að Hálfdán hafi myndað sér skoðun, sem ekki byggir á staðreyndum. Hvorki var álag á flugvél eða farþega jafn mikið og hann telur, né heldur upplýsingarnar um flughraðann réttar. Flugvélin náði aldrei að minnka hraðann svo að hætta væri á ofrisi og mesti hraði fór aldrei yfir hámarkshraða. Metro-flugmenn eins og aðrir eru þjálfaðir í að bregðast við ofrisi. Eftir að byrjandi hefur tileinkað sér rétt við- brögð tekur ekki nema 500 fet að ná fullhlaðinni Metro- vél út úr ofrisi. Báðir flug- mennirnir höfðu hlotið sína þjálfun í vor og voru þegar komnir með talsverða reynslu á Metro-flugvélarnar, þegar atvikið átti sér stað. Flugstjór- inn er þar að auki þaulreyndur í flugi tveggja hreyfla flugvéla með bækistöð í Vestmanna- eyjum um árabil. Þar hefur hann kynnst mest öllu, sem íslenskt veðurfar hefur upp á að bjóða. Þegar það er auk þess haft í huga, að Metro- flugvélin fór a.m.k. tvisvar sinnum í gegnum mikla og óviðráðanlega hækkun og síðan lækkun er augljóst að atburðarásin verður ekki rakin til ofriss og verður að telja útilokað annað en að sterkir utanaðkomandi kraftar hafi verið að verki. Hálfdán útilokar, að um- ræddan dag hafi getað verið skilyrði fyrir stórkostlegu upp- eða niðurstreymi í Ísa- fjarðardjúpi. Við sem höfum flogið allan okkar starfsaldur vitum flestir að ekki er nokk- urn tímann á vísan að róa, þegar móðir náttúra er annars vegar. Sameiginlega höfum við komið upp eins konar gagnabanka, sem enn er ann- að slagið að bætast í. Rann- sóknarnefnd flugslysa er að safna öllum hugsanlegum gögnum, sem varpað gætu ljósi á umrætt atvik. Meðal annars hefur nefndin óskað eftir skýrslu frá Veðurstofu Íslands um hugsanleg áhrif vinda og fjallabylgja yfir Ísa- fjarðardjúpi laugardaginn 16. ágúst og er skýrslunnar að vænta á næstunni. Álit fagmanna á borð við Hálfdán, er ætíð vel þegið, ef það er byggt á réttum upplýs- ingum og komið á framfæri við rétta aðila. Ég tel þó ekki að fjölmiðlar séu heppilegur vettvangur fyrir slík heilræði. Akureyri, 11. sept. 1997, Sigurður Aðalsteinsson, flugrekstrarstjóri. Uppskeruhátíð Boltafélags Ísafjarðar Húsfyllir var á uppskeruhátíð Boltafélags Ísafjarðar sem haldin var í Félagsheimilinu í Hnífsdal á laugardag. Á hátíðinni var knatt- spyrnuvertíðin gerð upp, veittar voru viður- kenningar fyrir prúðmennsku í leik, fram- farir og viðleitni auk þess sem knattspyrnu- menn ársins voru kjörnir í karla- og kvenna- flokki. Knattspyrnukona ársins var valin Anna Soffía Sigurlaugsdóttir og Sólberg Ásgeirsson var kjörinn knattspyrnumaður ársins 1997. Eftirtaldir krakkar fengu viðurkenningar á uppskeruhátíðinni fyrir prúðmennsku á keppnistímabilinu: Rakel Helena Kristjáns- dóttir, Drífa Guðmundsdóttir, Áslaug Inga Barðadóttr, Heiðar Kristinsson Lyngmó, Einar Birgisson, Einar Birkir Sveinbjörns- son, Pétur Þ. Gunnarsson og Kristján Gunn- arsson. Þá fengu eftirtaldir krakkar viður- kenningar fyrir framfarir og viðleitni: Pálína Jóhannsdóttir, Brynja Ólafsdóttir, Tinna Hermannsdóttir, Atli Kristinsson, Karvel Pálmason, Pétur Gestsson, Einar Ási Guð- mundsson, Steinþór Jón Gunnarsson og Ásgeir Gíslason. Daginn áður en uppskeruhátíðin fór fram var gengið frá ráðningu á yfirþjálfara félagsins fyrir næsta keppnistímabil. Sá sem fyrir valinu var, er Zelzko Sankovic, en hann mun stjórna þjálfun á öllum knatt- spyrnuflokkum félagsins. Aðstoðarþjálfari hans verður Heiðar Birnir Torleifsson. Anna Soffía og Sólberg knattspyrnumenn ársins Anna Soffía Sigurlaugsdóttir var kjörin knattspyrnukona BÍ’88 fyrir árið 1997. Ljósmyndir: Reynir Helgason. Húsfyllir var á uppskeruhátíð Boltafélags Ísafjarðar sem haldin var í Félagsheimilinu í Hnífsdal á laugardag. Uppsagnir grunn- skólakennara Grunnskólinn er nú komin á hendur sveitarfélagannna. Sú ráðstöfun var þáttur í því að auka sjálfsforræði þeirra með flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaganna. Sú þróun er rétt hugsuð. Sveitarstjórnir eru það stjórnsýslustig sem standur kjósendum næst. Jafnframt er nauðsynlegt að sveitarfélög stækki og þeim fækki verulega. Sveitarfélögum hefur fækkað nokkuð síðustu árin. Nauðsyn ber til að þeim fækki enn og þau stækki og styrkist. Greinilegt er að miklar breytingar eru að gerjast með íslenzku þjóðinni undir lok tuttugustu aldarinnar, þótt ekki séu þær neitt viðlíka þeim breytinmgum sem urðu fyrir rúmri öld. Þá flykktist stór hópur þjóðarinnar til Vesturheims, Kanada og einnig til Bandaríkjanna. En sú þróun sýnist stöðug að fólki fækki á landsbyggðinni og það flytji til Reykjavíkur og nágrennis. Ekki er nokkur vafi á því að fólk telur sig sækja fjölbreyttara mannlíf í fjölmennið. Hvort það stenst að öllu leyti skal látið liggja milli hluta hér og nú. En um leið óttast þeir sem búa á landsbyggðinni veikari stöðu sína. Því færri sem eftir sitja þess lakari tækifæri hugsa margir. Löngu má vera orðið ljóst að fjöldi þingmanna á landsbyggðinni hefur engin úrslitaáhrif á þróun byggðar. Krafturinn sem býr í íbúunum sjálfum mun ráða mestu um framtíðina ásamt styrk atvinnulífs. Svo má ekki gleyma því að til er fólk sem lætur sig litlu varða um byggð utan Reykjavíkur. Þeim er hollt að minnast þess að fækki fólki á landsbyggðinni mun störfum í Reykjavík jafnfrmat fækka. Alvarlegir örðugleikar blasa við sveitarfélögum í upphafi skólaárs. Ósamið er kaup og kjör grunn- skólakennara. Nú hafa kenn- arar byrjað að segja upp starfi í hópum. Á Ísafirði hafa 20 kennarar sagt starfi sínu lausu. Reyndar er það athyglisvert að til uppsagna virðist fyrst og fremst gripið utan Reykjavíkur. Sveitarstjórnum er mikill vandi á höndum. Kennarar munu brátt ganga til atkvæðagreiðslu um verkfall. Uppnám grunnskóla á Ísafirði Við þessar aðstæður byrjar skólaár barna um allt land. Leikskólakennarar standa einnig í kjarabaráttu og hafa boðað verkfall næsta mánudag, 22. september. En jafnframt segjast þeir munu halda uppi kröftugri vekfallsvörslu. Ekki er það öfundsvert að standa í sporum sveitarstjórnarmanna fremur en kennara og leikskólakennara. Öllum má vera það ljóst að launamál hins opinbera og reyndar almennt þarfnast endurskoðunar við. Verkföll færa engum neitt. Hollt væri að hugsa til þess að heil kynslóð fólks er að alast upp við það, að verkföll kennara séu eðlilegur hluti af skólagöngu þess. Þvílíkt og annað eins getur ekki gengið. Lausnin virðist þó ekki í sjónmáli. Kennarar eru þreyttir á lágum launum sínum. Flestir geta unnt þeim betri launa, en þá verða þeir líka að hætta öllum feluleik með vinnutíma sinn. Hvort sem það hefur við rök að styðjast eða ekki, þá er það svo að almenningur veit ekki betur en vinnutími þeirra sé tveimur mánuðum skemmri á ári en annarra launamanna. Við þessar aðstæður kemur það eins og köld vatnsgusa í andlit foreldra grunnskólabarna á Ísafirði, að allt sé uppnámi vegna húsnæðismála grunnskólans. Fyrir all mörgum vikum var að því spurt á þessum vettvangi í tengslum við útkomu skattskrár hvort almenningur, kjósendur, vildu að fulltrúar þeirra í bæjarstjórn settu skattpeningana í frystihús til þess að láta börn ganga þar í skóla. Af umfjöllun um kaup Ísafjarðarbæjar á frystihúsi Norður- tanga h.f. fyrir eldri bekki grunnskóla má ráða að kjósendur séu lítt hrifnir. Nú skal því ekki haldið fram á þessu augnabliki að hugmyndin sé alvond. En af hálfu bæjarráðs er hún illa unnin, illa kynnt og gleymst hefur að fjalla um hana með eðlilegum hætti í bæjarstjórn, sem er margklofin í málinu. Eini meirihlutinn innan bæjarstjórnar, sem til er í málinu, er á móti því. Borgara- fundurinn var ótrúlega illa tímasettur. Tveimur dögum áður en til stóð að afgreiða málið í bæjarstjórn var hann haldinn. Um það má margt segja. Eitt stendur þó upp úr. Ekki stóð til að skiptast á skoðunum og fara eftir því sem borgararnir vildu leggja til máls. Sú niðurstaða verður ráðin af hinum skamma tíma á milli fundanna. Svona mikilvægar hugmyndir og breytingar á að vanda miklu betur og kynna, ekki síst innan bæjarstjórnar. Fækkun sveitarfélaga og sveitarstjórnir Sveitarfélögum hefur fækkað á rúmum tíu árum úr 223 í 165. Þau eru nú álíka mörg og árið 1703, fyrir nærri þremur öldum. Ef sameining verður samþykkt í boðuðum kosningum á Austur- og Norðurlandi gætu þau orðið 158 í kosningum eftir 8 mánuði. Nauðsynlegt er að þeim fækki um að minnsta kosti 100 á næstu árum. Þá verður hugsanlegt að hæfileikafólk hafi meiri áhuga á að bjóða sig fram til sveitarstjórna og því verði gert kleift að sinna störfum í umboði kjósenda á annan hátt en sem algeru frístundastarfi. Kannski mun sú hagræðing bæta skólamál, laun kennara og margt fleira. Stakkur

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.