Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.09.1997, Síða 13

Bæjarins besta - 17.09.1997, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 13 n hverfur Ráðgjafi frá Clinique verður í versluninni dagana 19. og 20. september. Hljómar það ótrúlega? Ekki að okkar mati. Sjáðu til, milljónir kvenna um allan heim nota og elska 3ja þrepa húðumhirðukerfið frá Clinique. Ástæðan er eins einföld og árangurinn er góður. Við getum ábyrgst að þú fáir fallega og heilbrigða húð. Ráðgjafinn er við allan sólarhringinn http://www.clinique.com Við ábyrgjumst heilbrigða húð Fallegar töskur sem innihalda 3ja þrepa húðumhirðukerfið í ferðastærðum nu með sérstökum stillibúnaði er hægt að ná 450 hestöflum úr. Á vélinni er sérstakur búnaður sem veldur því að forþjappan er alltaf á fullum snúningi og tapar vélin því ekki afli milli gírskiptinga og því heyrast oft sprengingar aftur úr pústinu, sérstaklega á krókóttum veg- um. Þá er í bílnum ýmis auka- búnaður sem gerir hann að fyrsta flokks keppnisbíl. En hvað kosta öll herlegheitin? Níu milljóna króna ökutæki ,,Upprunalegt verð bílsins fyrir breytingu er um þrjár milljónir króna. Síðan kom kostnaður við breytingar og fyrir þá varahluti sem fylgdu auk tolls á allt saman. Heildar- kostnaðurinn er því um níu milljónir króna, sem er dágóð upphæð.” Þeir félagar Páll og Jóhannes hafa stofnað fyrir- tæki um rekstur bílsins, Jópal ehf., og hefur það gert sam- starfssamning við fjölda fyrir- tækja, en án stuðnings þeirra sem og fjölmargra einstakl- inga, er útgerð sem þessi ómöguleg að sögn Páls. ,,Stuðningur fyrirtækja og einstaklinga munar öllu fyrir okkur, því við Jóhannes erum langt því frá að vera efnaðir menn og þetta er ekki tekið af eldhúspeningunum. Við höf- um greitt söluaðilanum verð bílsins, en skuldum aftur á móti Búnaðarbankanum, sem er einn aðalstyrktaraðili okkar, um 70% af verðinu. Þá fjár- hæð greiðum við á þremur árum með fjármagni sem kemur frá öðrum styrktarað- ilum s.s. auglýsendum en þess má geta að um fjörutíu aðilar styrkja okkur í dag. Margir af þeim koma að vestan og við erum þeim öllum þakklátir því án þeirra er þessi útgerð ekki framkvæmanleg.” -Nú hafið þið félagar tekið þátt í tveimur keppnum á nýju bifreiðinni. Sú fyrsta fór í prufukeyrslu og í þeirri annari, Kumho-rallinu, höfnuðu þið í þriðja sæti. Er stefnan ekki tekin á fyrsta sætið? ,,Að sjálfsögðu. Í fyrstu keppninni lentum við í vand- ræðum með bílinn og í þeirri annari gekk vel og við höfn- uðum í þriðja sæti. Það er ein keppni eftir og hún verður haldin á laugardag. Þar ætlum við að taka vel á bílnum. Það er spurning hvort þeir Rúnar og Jón mæti aftur með bílinn í lagi en við stefnum að sjálf- sögðu á verðlaunasæti. Rúnar og Jón eru okkar aðalkeppi- nautar, enda eru þeir með geysiöfluga Subaru bifreið, en við vonumst til að geta sigrað þá. Við höfum tækið til þess og því er spurningin aðeins hvort mér tekst að sinna mínu hlutverki 100%. Hvað varðar framhaldið þá stefnum við að sjálfsögðu á Íslandsmeistara- titilinn að ári auk þess sem við stefnum á keppnir í Bret- landi næsta haust. Við erum ekki með neinar áætlanir um að verða heimsfrægir, enda orðnir alltof gamlir fyrir það, en þar sem við þurfum að fara með bílinn í ,,tékkun” til Bret- lands að ári, finnst okkur sjálf- sagt að nýta ferðina til þess að taka þátt í einni eða fleiri keppnum.” Hólmavíkurrallý að ári Páll segir það hafa lengi verið draum sinn að efna til rallý-keppni á Vestfjörðum. Til hafi staðið að halda slíka keppni í sumar en af því hafi ekki getað orðið. ,,Vestfirðir henta vel fyrir keppnir sem þessar. Ég hef lengi átt mér stóran draum og það munaði engu að sá draumur myndi rætast í sumar. Það er að halda keppni á Vestfjörðum. Þar var ég með svæðið í kringum Hólmavík í huga, um Trölla- tunguheiði, Þorskafjarðar- heiði, Steinadalsheiði og síðan norður Strandir. Hólma- víkurrallý er það flottasta sem hægt er að gera í Vestfjarða- ralli. Leiðirnar eru stutt frá plássinu og þar er mjög auð- velt að loka fyrir annari um- ferð. Það er ákveðið að Bif- reiðaíþróttaklúbbur Reykja- víkur mun standa fyrir slíkri keppni næsta sumar enda eru Hólmvíkingar klárir að taka á móti okkur.” -Að lokum Páll, hvað hugs- ar ökumaðurinn þegar hann er kominn á yfir 200 km hraða? ,,Að klúðra ekki neinu, maður hugsar einungis um næstu bíllengdir. Sem betur fer er ég ekki hræddur í keppni þ.e.a.s. ekki þegar ég er kom- inn á þessa ferð en því er ekki leyna að það er smá beygur í manni rétt fyrir keppni. Þá er einskonar sviðsskrekkur í manni, enda er rallið stór- hættuleg íþrótt. Við erum með fullt af búnaði til að verja okkur og ef við förum eftir öllum öryggisreglum, þá eig- um við að vera þokkalega ör- uggir. Ég er ekki í þessu til að skaða sjálfan mig því ég á fjölskyldu sem mér þykir rosalega vænt um. Það er ekk- ert sem segir manni að vera alltaf í botni þó svo að rallið snúist um að vera fyrstur. Aðalmálið er að líða vel undir stýri. Um leið og sú tilfinning er farin er voðinn vís,” sagði Páll Halldór Halldórsson. Páll Halldór Halldórsson (tv) ásamt Jóni Ragnarssyni sem er aðstoðarökumaður aðalkeppinautar Páls, Rúnars Jónssonar.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.