Bæjarins besta - 03.12.1997, Qupperneq 1
Körfubolti,
viðskipti og
Bæjarins bestu...
Bæjarins besta
Miðvikudagur 3. desember 1997 48. tbl. 14. árg.
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: hprent@snerpa.is Verð kr. 200 m/vsk
Félag Jafnaðarmanna
Jóna Símonía
segir af sér
Jóna Símonía Bjarnadóttir
hefur sagt af sér formennsku í
Jafnaðarmannafélagi Ísafjarð-
arbæjar. Hún hefur jafnframt
sagt sig úr fræðslunefnd og
viðræðuhópi um sameiginlegt
framboð til næstu sveitar-
stjórnarkosninga. Jóna Sím-
onía var fulltrúi Alþýðu-
flokksins í starfshópi um
húsnæðismál Grunnskóla
Ísafjarðar, sem taldi kaup á
Norðurtanganum hagkvæm-
asta kostinn.
„Um allnokkurt skeið hefur
legið fyrir að við Sigurður R.
Ólafsson erum ekki sammála
um leið til lausnar á vanda
Grunnskólans. Samstarf okk-
ar hefur verið gott og það er
langt í frá að um einhvern
stórkostlegan ágreining sé að
ræða okkar í milli og þá síður
persónulegan. Það liggur í
augum uppi, að þegar mál
skipuðust á þann veg sem raun
varð, hlaut ég að víkja sæti í
fræðslunefnd.
Hvað viðvíkur afsögn
minni sem formaður Jafnaðar-
mannafélagsins þá hafði ég
fyrir allnokkru tekið þá
ákvörðun að bjóða mig ekki
fram á næsta aðalfundi af
persónulegum ástæðum. Það
hefur ekki farið framhjá nein-
um í þessum bæ hvað gengið
hefur á í pólitíkinni það sem
af er vetrar. Menn hafa tekist
hraustlega á með tilheyrandi
skömmum og skítkasti eins
og löngum hefur tíðkast hér.
Ég einfaldlega sætti mig ekki
við að sitja undir slíku og er
þá sama hvaðan kemur. Á
síðasta föstudag var svo
komið að ég hafði fengið mig
fullsadda á öllu saman og
ákvað að hætta öllum afskipt-
um af pólitík hér í bæ, enda
hef ég enga löngun til að
standa í illindum við allt þetta
góða fólk sem kom að þessu
máli og allra síst minn kjörna
fulltrúa, Sigurð Ólafsson, sem
eftir sem áður nýtur míns
stuðnings,“ sagði Jóna í sam-
tali við BB.
Ísafjarðarbær
Fyrsti fundur
nýs meirihluta
Fyrsti fundur nýs meirihluta
í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar
verður haldinn á morgun,
fimmtudag í fundarsal bæjar-
stjórnar.
Á fundinum verður meiri-
hlutasamstarfið staðfest auk
þess sem gert er ráð fyrir að
gefin verði út tilkynning um
ráðningu nýs bæjarstjóra, en
mikil leynd hefur hvílt yfir
ráðningu hans. Í málefna-
samningi nýs meirihluta er
gert ráð fyrir að Kristinn Jón
Jónsson verði forseti bæjar-
stjórnar, Smári Haraldsson
verði fyrsti varaforseti og
formaður fræðslunefndar,
Jónas Ólafsson verði for-
maður bæjarráðs og að Sig-
urður R. Ólafsson verði vara-
formaður bæjarráðs.