Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.12.1997, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 03.12.1997, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1997 11 ór- m Það var kl. 15:30 á fimmtudaginn sem þau Halldór Jónsson, Magnea Guðmundsdóttir og Þorsteinn Jóhannesson til- kynntu um endalok meirihlutasamstarfs Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. „Sú samþykkt sem var gerð um húsnæðismál Grunnskól- ans á Ísafirði á fundi bæjar- stjórnar í gærkveldi gengur þvert á þau grundvallarsjónar- mið sem ég tel að hafa beri að leiðarljósi í störfum sveitar- stjórnarmanna. Hún hefur að engu álit fagmanna, starfs- fólks skóla og fulltrúa foreldra og tekur ekkert tillit til tillagna og samþykkta fræðslunefndar sem er bæjarstjórn til ráðu- neytis um málefni grunnskól- ans. Svo undarlegt sem það er hefur bæjarstjórn ennfremur að engu eigin samþykktir sem gerðar voru með 10 samhljóða atkvæðum fyrir nokkrum vik- um. Síðast en ekki síst þá er með samþykkt tillögunnar neitað að horfast í augu við bágan fjárhag bæjarfélagsins og áhrif fyrirhugaðra fram- kvæmda á framtíð bæjarsjóðs Ísafjarðar og getu hans til að rækja þær skyldur sem lög og vonir íbúa setja honum. Reik- na má með að samþykkt til- lögunnar muni hafa í för með sér a.m.k. 500 milljóna króna skuldaaukningu bæjarsjóðs á 3 árum, eða úr u.þ.b. 1200 milljónum króna í 1700 millj- ónir. Að mínu áliti hefur því bæj- arstjórn með ákvörðun sinni í gærkveldi stefnt málefnum Grunnskólans á Ísafirði í tvísýnu sem og fjárhag sveit- arfélagsins. Sú ákvörðun stendur en ég treysti mér ekki til, samvisku minnar vegna, að vinna að framgangi sam- þykktar sem ég er sannfærður um að gengur gegn hagsmun- um bæjarfélagsins og mun að sjálfsögðu axla ábyrgð á þeirri afstöðu minni.“ Kristján Þór sagðist ekki hafa sinnt starfi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar eingöngu til þess að hafa af því atvinnu, heldur til að vinna af sann- færingu að framfaramálum fyrir sveitarfélag sitt. Hann hafi aldrei unnið að sveitar- stjórnarmálum með öðru hug- arfari og hygðist ekki taka upp annað vinnulag. „Þar sem ég tel brýnt að íbúum, einkum foreldrum og nemendum, verði sem fyrst gefin svör um hvers megi vænta, tel ég farsælast að aðrir axli ábyrgð á framgangi tillögunnar en ég,“ sagði Kristján Þór. Sorgaratburðir sem færa skólamálin aftur um mörg ár „Í mínum huga voru það sorgaratburðir sem áttu sér stað í gær því ég er sannfærður um að þeir muni færa skóla- mál okkar aftur um mörg ár. Ég tel einnig að með upp- sagnarbréfi Kristjáns Þórs Júlíussonar höfum við misst einn þann besta bæjarstjóra sem setið hefur á Ísafirði í gegnum árin. Þetta fólk sem samþykkti tillöguna í gær hefur að hluta til talað um að það væri að hætta í bæjar- málapólitíkinni. Ég velti þeirri spurningu upp hvort þarna sé hópur fólks, sem er á leið út úr bæjarmálunum, að taka eina stærstu fjárfestinga- ákvörðun í sveitarfélaginu, án þess að ætla sér að axla ábyrgð á því,“ sagði Þorsteinn Jó- hannesson. Búist er við að uppsögn Kristjáns Þórs verði samþykkt á bæjarstjórnarfundi á morgun og hann fái lausn frá störfum þá þegar. Þá munu Magnea Guðmundsdóttir, forseti bæj- arstjórnar, og Þorsteinn Jó- hannesson, formaður bæj- arráðs, láta af störfum sínum og nýr meirihluti skipa fulltrúa sína í þau. Á borgarafundinum um kvöldið bar svo enn til tíðinda, en þar var greint frá því að Rúnar Vífilsson, skóla- og menningarfulltrúi, og Þórunn Gestsdóttir, aðstoðarmaður bæjarstjóra, hefðu sagt upp störfum sínum vegna óánægju með framvindu húsnæðis- mála grunnskólans. Fjallað er um borgarafundinn annars staðar í blaðinu. Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum Fyrirhugaðar hækkanir Lands- virkjunnar verði dregnar til baka Fyrsti ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum var haldinn á Hótel Sögu á dögunum, en þar var samþykkt ályktun þar sem þess er krafist að fyrir- hugaðar hækkanir á gjald- skrá Landsvirkjunar verði dregnar til baka. Skorað er á iðnaðar- og viðskiptaráð- herra að beita sér fyrir aukn- ingu niðurgreiðslna á raf- orku til húshitunar og minnt er á þann mikla mun sem er á orkukostnaði til húshitun- ar milli þeirra sem nýta raf- orku og hinna sem hafa að- gang að hagstæðum hita- veitum. Fullyrt er í ályktun- inni að með hækkunum á gjaldskrám Landsvirkjunar muni þessi munur aukast enn. Varað er við beinni tengingu raforkuverðs og byggingarvísitölu þar sem hækkun á raforkuverði leiði til hækkunar vísitölunnar. Á fundinum var einnig samþykkt ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að veita árlega umtalsverðar fjárveitingar til að gera skipu- lagt átak í jarðhitaleit á köld- um svæðum. Talið er nauð- synlegt að Orkusjóður verði styrktur og honum beitt í þess- um tilgangi. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum eru nú rétt ársgömul. Í stjórn samtakanna sitja Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, Arngrímur Blöndahl, bæjar- stjóri á Eskifirði og Magnús B. Jónsson, bæjarstjóri á Skagaströnd, sem er formaður stjórnar. Fyrsta verk stjórnar var að fara yfir tilgang samtakanna og meta hvaða verkefnum bæri að sinna og í hvaða áhersluröð. Stjórnin hélt fimm fundi og átti nokkra fundi með öðrum um málefni samtak- anna. Stjórnin átti m.a. fund með orkumálastjóra til að fá upplýsingar um starfsemi og hlutverk Orkustofnunar og orkusjóðs. Einnig átti stjórnin fund með fulltrúum orku- sparnaðarnefndar, en þar kom fram að stefnt er að átaki til lækkunar húshitunarkostnað- ar. Til að ná því markmiði á að fara í kynningarherferð, gefa út upplýsingaefni fyrir húsráðendur og koma á fót ráðgjafarþjónustu. Jafnframt verða athugaðir möguleikar á framkvæmdalánum vegna orkusparandi viðgerða eða breytinga á fasteignum. Stjórn samtakanna lagði áherslu á að þessum verkefnum verði hrundið af stað sem allra fyrst og samtökunum verði gefin kostur á að fylgjast með fram- vindu mála og taka þátt í fram- kvæmd átaksins eins og kost- ur væri. Á ársfundinum kom fram í máli formanns stjórnar, að samtökin eigi fyrir höndum ærin verkefni til að ná því markmiði að gera sjálf sig óþörf. „Nýjar rannsóknir og aukin trú manna á að finna megi jarðhita víða á hinum köldu svæðum hefur kallað á nýtt mat á stöðu þeirra sem hafa talið sig vera úti í kuldanum í þessu efni. Þá hafa ný efni og þróun í lögnum opnað möguleika á ódýrari kostum á að flytja heitt vatn milli staða. Sam- tökin þurfa að vera farvegur upplýsinga og innbyrðis samskipta þeirra sem standa frammi fyrir nýjum tækifærum og vilja kanna leiðir til að brjótast út úr kyrrstöðunni. Samtökin þurfa að halda vöku sinni í öllum þeim hagsmunamálum sem varða orkuöflun og notkun hita til húshitunar bæði fyrir sveitarfélög og íbúa köldu svæðanna. Miklu máli skiptir að forsvarsmenn að- ildarsveitarfélaganna beiti samtökunum til að vinna að þeim málum sem upp kunna að koma.“ Skipbrot Heldur leggst lítið fyrir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þessa dagana. Húsnæðismál grunnskólans eru komin í hnút. Fyrri meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, þeirrar sem kosin var 1996, er farinn frá. Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn í bænum eftir tæplega eitt og hálft ár frá kosningum. Þorsteinn Jóhannesson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn og formaður bæjarráðs, fór frá því starfi sínu með tvo fylgdarsveina, en tveir sátu eftir og mynduðu nýjan meirihluta með framsóknarmanni, alþýðubandalagsmanni, kvennalistakonu og alþýðuflokksmanni. Í raun standa 5 stjórnmálaflokkar að nýja meirihlutanum og fulltrúar þeirra trúa því sjálfir að þeir geti bjargað húsnæðismálum grunnskólans. Þessi óþarfa uppákoma í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar varð aðeins hálfu ári fyrir kosningar. Það hefur aldrei gefist vel að kljúfa flokka og fylkingar. En klofningur tekur til allra flokka í bæjarstjórn, líka F lista, sem myndaður er af Alþýðubandalagi, Kvennalista og óháðum. Skylt er að taka fram að Sjálfstæðis- flokkurinn er hinn eini, sem hefur fleiri en einn fulltrúa í bæjarstjórn. Ekki er vitað til þess, að hinir einu fulltrúar annarra stjórnmálaflokka í bæjarstjórn séu klofnir í afstöðu sinni. Klofið og klofið Fróðlegt er að rifja upp hörm- ungarsögu Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn frá 1990. Þá skiptu meintir áhangendur hans liði. Fulltrúaráð flokksins var virt að vettugi, þá eins og nú. Kolbrún Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi, sem tók ekki þátt í prófkjöri flokksins þá, stóð að framboði Í lista, ásamt þáverandi bæjarstjóra, en kom til liðs við D listann. Eftir tæpt ár klofnaði sameig- inlegur bæjarmálaflokkur list- anna, Kolbrún fór frá og hvarf úr meirihlutanum. Nýr var myndaður með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Alþýðubanda- lagi. Frægð hans reis hæst í nýbyggingunni Funa, sorpbrennslu- stöð. Hún bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 1994 og hlaut náð fyrir augum friðelskandi flokksmanna. Sjálfstæðis- flokkurinn myndaði meirihluta með Framsókn 1994. Entist sá þar til kosið var á síðasta ári eftir sameiningu 6 sveitarfélaga. Þá myndaði Sjálfstæðisflokkur nýjan meirhluta, nú í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, með Alþýðuflokksmanni. Báðir eru þessir fyrrverandi samstarfsmenn flokksins í bæjarstjórn frá árinu 1994 í nýjasta meirihlutanum með Kobrúnu. Nú launar hún stuðninginn í prófkjörinu og enn er klofið. Athyglisvert er að skoða þátt Kolbrúnar í ísfirskri bæjarpólitík, sem senn verður frægur að endemum, ekki síst ef leitað er að því sem eftir hana liggur, annað en það sem hér er talið. Nú vilja vinstri flokkarnir reyna hana. Kannski á hún fremur samleið með þeim en Sjálfstæðisflokknum, sem bauð hana fram 1994 og 1996. Á undanförnum árum hefur hún boðið sig þrisvar fram, einu sinni á Í lista, tvisvar á D lista og klofið tvisvar. Fer nú að verða fullreynt eða hvað? Hagur bæjarbúa? Við hverju er að búast frá hinum nýja meirihluta í bæjarstjórn sem myndaður er um það eitt að leysa húsnæðismál grunnskólans? Verður það áframhaldandi klofningur? Megin verkefni bæjarstjórnar og það brýnasta þessa dagana var ekki klofningur heldur samþykkt fjárhagsáætlunar ársins 1998. En sexmenningarnir af framboðslistunum fjórum hafa slegið tóninn. Undrun sætir að þeir skuli hafa sýnt borgurum Ísafjarðarbæjar, kjósendum og skattgreiðendum, sem borga brúsann á endanum, þá lítilsvirðingu að neita þeim um upplýsingar á borgarafundi, um hvað málið snerist, áður en þeir ýttu einni lausninni, Norðurtanga, út af borðinu. Ekki veit sú hegðun á gott, það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Skiptar skoðanir eru á þeirri lausn, sem leiddi til klofnings í bæjarstjórn. Lágmark var að sýna þá kurteisi að veita þeim sem mættu á borgarafundinn færi á því að kynna sér málið. Þegar Kolbrún svaraði aðspurð á fundinum hvers vegna aukafundur bæjarstjórnar hefði ekki mátt bíða fram yfir borgarafund, að þau hefðu ekki vitað um hann, púaðu fundarmenn á hana. Það var auðvitað dónaskapur, en líkast til áttu viðstaddir engin áhrifarík orð. Þessi var kveðjan frá borgarafundinum til nýja meirihlutans. Um bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar mætti hafa mörg orð. Einhvern veginn er það svo, að ætla mætti að bæjarfulltrúar lifi mjög einangruðu lífi. Nánast aldrei sést neitt frá þeim á prenti. Í fjölmiðlum svara þeir þegar eftir er gengið. Þeim virðist ekki kunn umræða um fólksflótta og þverrandi traust fólks á búsetu til framtíðar á Vestfjörðum. Hvað með spá Byggðastofnunar um 25% fækkun íbúa á næstu 10 árum? Í stað þess að byggja upp traust eyða þeir því. Oft þarf að gera fleira en gott þykir á þeim bænum, eins og að ná samstöðu. Þeir hafa allir brugðist. -Stakkur.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.