Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.12.1997, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 03.12.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1997 Við getum naumast látið okkur dreyma um að vinna leik gegn Litháen eða Króatíu eða Bosníu-Herzegóvínu. Möguleikar okkar eru helst gegn Eistlandi. En landsliðið okkar núna er það sterkasta sem við höfum átt lengi.“ Ameríski körfuboltinn – Nú er mikið horft á ameríska körfuboltann hér á Íslandi. Manni virðist hann vera allt öðruvísi og reglurnar allt aðrar... „Það er kannski ekki rétt að segja að reglurnar séu allt öðruvísi, en áherslurnar eru aðrar.“ – Eru þær áherslur að þínum dómi betri en þær sem tíðkast í Evrópu? Verður körfuboltinn hér eins og ameríski boltinn áður en langt um líður? „Þetta er að færast hvort að öðru. Það er áætlun í gangi hjá FIBA (Körfuknattleiks- sambandi Evrópu) og NBA um að samræma reglurnar. Helsti munurinn er að það er leyfð meiri harka í NBA- boltanum. Leikmenn þar eru einnig líkamlega sterkari. Reglurnar eru aftur á móti í raun og veru þær sömu. Í NBA er þriggja stiga línan lengra í burtu, teigurinn öðruvísi og þess háttar smáatriði.“ Niðurlag Við Guðni þjálfari höfum farið úr einu í annað í spjalli okkar. Upp á svalirnar í Jakanum berast hróp og köll neðan úr salnum, þar sem Zeljko Sankovic er að þjálfa knattspyrnumenn framtíðar- innar á Ísafirði. Og ummæli Guðna um tengslin milli árangurs í íþróttum og námi vekja hjá undirrituðum ljúfar minningar og söknuði bland- nar um unga sundfólkið í Vestra, sem hann kenndi í Menntaskólanum á Ísafirði fyrir tíu-tólf árum. Þar var ekki aðeins um að ræða afreksfólk í sundi sem fór á fætur til æfinga fyr ir allar aldir á morgnana áður en haldið var í skólann, heldur var ástundun og samviskusemi í námi og raunar allur lífsstíllinn til sér- stakrar fyrirmyndar. Hlynur Þór Magnússon. Ísafjörður Aðventutónleikar verða haldnir í Ísafjarðarkirkju í kvöld, 3. desember, kl. 20:30. Þar kemur í fyrsta skipti fram opinberlega, kór Framhaldsskóla Vestfjarða sem starfað hefur í tvo mán- uði. Í kórnum eru 27 af nem- endum skólans. Þrettán ein- söngvarar koma fram og eru þeir flestir að spreyta sig í fyrsta skipti, auk þess sem þrír kórfélaga leika á fiðlu, flautu og selló. Stjórnandi kórsins er Guð- rún Jónsdóttir og meðleikarar á hljóðfæri eru þau Sigríður Ragnarsdóttir og Jónas Tóm- asson. Aðgangur á tónleikana er ókeypis og vonandi sjá sem flestir sér fært að koma og hlýða á fjölbreytta jóladagskrá í upphafi aðventu. Nýr kór Framhaldsskóla Vest- fjarða heldur aðventutónleika Kór Framhaldsskóla Vestfjarða ásamt Guðrúnu Jónsdóttur og Sigríði Ragnarsdóttur. Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar fallinn Bæjarstjóri og sviðsstjó ar hafa sagt upp störfu Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri tilkynnir blaðamönnum uppsögn sína. Nú er liðin rétt vika frá hinum afdrifaríka bæjarstjórn- arfundi í bæjarstjórn Ísafjarð- arbæjar sem leiddi til falls meirihluta Sjálstæðisflokks og Alþýðuflokks. Síðan hafa hlutirnar gerst hratt, en upp- hafið má rekja til þriðjudags í síðustu viku þegar sex bæjar- stjórnarmenn, Sigurður R. Ólafsson, Jónas Ólafsson, Kolbrún Halldórsdóttir, Krist- inn Jón Jónsson, Kristján Freyr Halldórsson og Smári Haraldsson, fóru fram á auka- fund í bæjarstjórn daginn eftir, þar sem sexmenningarnir samþykktu tillögu Sigurðar R. Ólafssonar um að kaupum á Norðurtangahúsunum yrði hafnað. Á fundinum var sam- þykkt tillaga sexmenninganna auk Guðrúnar Á Stefáns- dóttur, um að skipaður yrði starfshópur fimm bæjarfull- trúa, einum frá hverjum lista, og skyldu fulltrúar koma til- nefningum á framfæri í síðasta lagi 1. desember. Þá var og samþykkt svo- hljóðandi tillaga Kolbrúnar Halldórsdóttur. „a) Leitað verði eftir leigu- húsnæði til bráðabirgða til að mæta þeim skorti á kennslu- húsnæði sem fyrirsjáanlegur er á næsta ári, þar til nýbygg- ing verði tekin í notkun. b) Kannað verði hvort ekki sé hagstæðara að byggja við Skólagötu - Austurveg og uppfylla lóðamál skólans með uppkaupum á Aðalstræti 32 og loka Austurvegi fyrir um- ferð við Aðalstræti. Verði b-liður ekki fær: c) Starfshópi verði falið að hefja viðræður við forystu ÍBÍ um flutning á knattspyrnuvöllun- um á Torfnesi á ný svæði í Tungudal, samkvæmt aðal- skipulagi. d) Umhverfisnefnd verði falið að láta gera deili- skipulag af Torfnessvæðinu, þar sem gert verði ráð fyrir skólabyggingu, sundlaug og jafnvel leikskóla í tengslum við skólann. e) Framkvæmd verði samkeppni um alútboð á skólabyggingu fyrir efstu bekki Grunnskólans, með möguleika á stækkun, verði það talinn kostur síðar meir að flytja allan grunnskólann á einn stað. f) Samkeppnin liggi fyrir í mars-apríl 1998. Stefnt skal að því að húsnæðið verði tilbúið skólaárið 2000-2001. g) Þessum framkvæmdum verði mætt með framlögum úr bæjarsjóði og lántökum, þar sem leitað verði tilboða í fjármögnun á heildarkostnaði framkvæmdarinnar.“ Valdníðsla og ófagleg umfjöllun Á bæjarstjórnarfundinum lagði Þorsteinn Jóhannesson fram bókun þar sem hann lýsti furðu sinni og jafnframt von- brigðum með framkomu sex- menninganna, „vegna þess gönuhlaups að fara fram á aukafund í bæjarstjórn Ísa- fjarðarbæjar. Vitandi það að almennur kynningarfundur með íbúum Ísafjarðarbæjar hefur verið boðaður á morgun fimmtudaginn 27. nóvember, leyfa ofantaldir bæjarfulltrúar sér þvílíka valdníðslu, að keyra þetta mál í gegn í bæjarstjórn án þess að það hafi fengið þar faglega um- fjöllun.“ „Þessi framkoma er ofantöldum bæjarfulltrúum til vansa. Þetta hlýtur að skoðast sem blaut tuska framan í andlit kjósenda, já, framan í nem- endur og starfsfólk Grunn- skóla Ísafjarðar, sem vissu- lega munu ekki gleyma slíkri framkomu í nútíð og framtíð.“ Kristján Freyr Halldórsson lagði á fundinum fram tillögu um að bæjarstjórn Ísafjarðar- bæjar samþykkti að fresta afgreiðslu húsnæðismála Grunnskóla Ísafjarðar til næsta bæjarstjórnarfundar, en tillagan var felld með sex at- kvæðum gegn fimm. Eftir fundinn lýstu oddvitar meirihlutaflokkanna því yfir í fjölmiðlum að meirihlutinn væri ekki sprunginn. Annað kom þó í ljós daginn eftir þeg- ar þrír bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins, Þorsteinn Jóhannesson, Magnea Guð- mundsdóttir og Halldór Jóns- son, boðuðu til blaðamanna- fundar þar sem þau tilkynntu endalok meirihlutans. „Við undirritaðir bæjar- fulltrúar af D-lista Sjálfstæð- isflokksins í bæjarstjórn Ísa- fjarðarbæjar teljum að á fundi bæjarstjórnar í gærkveldi hafi myndast nýr meirihluti í bæj- arstjórn Ísafjarðarbæjar. Sam- þykktir meirihlutans ganga þvert gegn samþykkt fulltrú- aráðsfundar sjálfstæðisfélag- anna í Ísafjarðarbæ sem og sannfæringu okkar í þessu máli. Við lýsum allri ábyrgð á þessum samþykktum á hend- ur hinum nýja meirihluta og teljum mikilvægt að hann taki þegar í stað á sig framkvæmd þeirra tillagna sem knúnar voru í gegn með valdníðslu á umræddum fundi.“ Svo hljóðar upphaf bréfs sem bæjarfulltrúarnir þrír sendu Sigurði R. Ólafssyni, bæjarfulltrúa Alþýðuflokks- ins á fimmtudaginn. Á blaða- mannafundinum greindu þeir frá innihaldi bréfs síns til Sigurðar og lýstu skoðunum sínum á málinu í heild. Þeir telja að dæmin sanni að ákvarðanir í stórum hags- munamálum, sem teknar hafi verið á tilfinninganótum, hafi reynst bæjarfélaginu dýr- keyptar. Þær valdi því að framkvæmdafé bæjarins hafi verið ráðstafað að stórum hluta langt fram í tímann. Það alvarlegasta í stöðunni sé að nú er ekki aðeins tekist á um fjármál bæjarins, heldur fram- tíðaruppbyggingu grunnskóla sveitarfélagsins. Með því sé vegið að einum af hornstein- um framtíðar sem hvert sam- félag byggi á. Skuldir bæjarsjóðs aukast um 500 milljónir króna Á blaðamannafundinum greindi Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, frá því að hann hefði fyrr um daginn, í bréfi til Þorsteins Jóhannessonar formanns bæj- arráðs, sagt upp starfi sínu og jafnframt óskað eftir lausn frá störfum sem fyrst. Hann til- greindi síðan ástæður fyrir uppsögninni.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.