Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.12.1997, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 03.12.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1997 Körfubolti, viðskiptafræ Frammistaða Körfuboltafélags Ísafjarðar á síðustu misserum hefur ekki farið framhjá landsmönnum. Þar hefur verið unnið af krafti og metnaði og meistaraflokk- ur félagsins er kominn í hóp hinna bestu í úrvalsdeild- inni. Íþróttahúsið á Torfnesi gengur undir nafninu Ísjakinn en þó er hvergi heitara en einmitt þar þegar körfuboltaleikir í deild eða bikar eru spilaðir fyrir fullu húsi snarvitlausra fylgismanna KFÍ. Guðni Guðnason, fyrrverandi landsliðsmaður og leikmaður KR í fjölda ára, var ráðinn þjálfari meist- araflokks KFÍ haustið 1996 og hefur þjálfað liðið síðan. Eiginkona Guðna er Sólveig Pálsdóttir og þau eiga tvo stráka, Guðna Pál sem er 5 ára og Kjartan Elí sem er eins árs þessa dagana. Sólveig er á fjórða ári í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og stefnir að því að ljúka náminu í vor. „Strákarnir settu svolítið strik í reikninginn hjá henni“, segir Guðni þegar við hittumst og spjöllum saman uppi á lofti í Ísjakanum. Sólveig vinnur nú að lokaritgerðinni sinni og getur því átt heima hér vestra á lokasprettinum í náminu. Guðni er rétt að verða 32ja ára og á 78 landsleiki að baki (ekki 87 eins og segir á heimasíðu KFÍ). Fyrsta landsleikinn spilaði hann 18 ára og var næsta áratuginn með landsliðinu. Félagslið hans var alla tíð KR, þar sem hann var lengst af fyrirliði og tók meðal annars á móti bikarmeistaratitli árið 1991 og Íslandsmeistara- titli árið 1990. Í lokin spilaði hann þó tvö ár með stú- dentum í 1. deildinni. Fyrir rúmum áratug fór Guðni til Wisconsin í Bandaríkjunum og var þar eitt námsár í viðskiptafræði og lék jafnframt körfubolta með liði University of Wisconsin Oshkosh. Hann kom til Ísafjarðar í ágúst í fyrra, fyrst einsamall en síðan komu konan og börnin á jólaföstunni. Fjöl- skyldan á núna heima að Silfurgötu 1, fyrir ofan Björnsbúð, en annars er Guðni búinn að eiga heima á þremur stöðum á Ísafirði frá því að hann kom. – En af hverju til Ísafjarðar? „Við Guðjón Þorsteinsson hittumst á lokahófi KKÍ í fyrravor og einhvern veginn kom þar í spjalli okkar að til greina gæti komið að ég kæmi vestur að þjálfa ef aðstæður væru réttar og ég fengi ein- hverja aðra vinnu með. Ég var ekki tilbúinn að vera ein- göngu þjálfari. Guðjón setti þá allt á fullt og viðræður voru í gangi þá um sumarið. Þetta small saman og ég fékk vinnu hjá Gísla Jóni í Sandfelli.“ – Hvað gerirðu þar? „Ég sé um fjármálin. Reyndar er ég titlaður fjár- málastjóri, en starfslýsingin er mjög almenn og ég geng í hin ýmsu störf.“ Guðni er viðskiptafræðing- ur að mennt. Áður en hann kom vestur starfaði hann um árabil hjá VÍS í Reykjavík, var þar í innheimtudeild og sá meðal annars um bílalán. Út í óvissuna – Nú voruð þið rótföst í Reykjavík. Var ekkert erfitt að taka sig upp með fjölskyld- una og fara vestur á firði út í óvissuna, ef svo má segja? „Nei, það get ég ekki sagt. körfuboltanum en kúrði síðan eins og vitlaus maður fyrir prófin, las átján tíma á dag og náði fínum einkunnum. Ef til vill er svona lagað ekki gott til afspurnar.“ – Kristján Arason fyrrum landsliðsmaður í handbolta og núverandi þjálfari er líka viðskiptafræðingur... „Já. Við vorum þó nokkrir keppnismenn á sama tíma í viðskiptafræðinni, svo sem Skúli Gunnsteinsson, Gunnar Beinteinsson, Matthías Ein- arsson og fleiri. Nám og íþróttir fara í sjálfu sér ágæt- lega saman ef námið er ekki þeim mun geðveikara, eins og læknisfræðin. Ég byrjaði reyndar í henni en missti fljót- lega áhugann.“ Körfuboltinn á Ísafirði – Hvernig var körfuboltinn hérna á Ísafirði þegar þú komst og hvernig er hann núna? „Hér voru mjög áhugasamir strákar þegar ég kom og þeim hefur farið mikið fram. Helsti munurinn er líklega sá, að þeir hafa öðlast meira sjálfstraust og átta sig betur á því hvar þeir standa. Það gildir raunar bæði um stjórn félagsins og leikmennina. Í fyrra voru menn dálítið feimnir við „stóru liðin“ en núna erum við frekar orðnir fullgildir meðal þeirra bestu. Svo er starfið í yngri flokkunum farið Baldur. Ef menn eru góðir keppnismenn, þá komast þeir áfram.“ – Þarf ekki einmitt líka sömu eiginleikana í háskóla- námi, sömu keppnishörkuna? „Það gildir væntanlega í öllu ef menn ætla að komast áfram. Viljinn og eljusemin eru forsendurnar að góðum árangri í íþróttum. Ef menn vilja verða góðir, þá geta þeir það. Það kostar einfaldlega mikla vinnu. Eins er það í námi. Ef menn vilja sætta sig við fimmur í einkunn, þá er það svo sem gott og blessað. En ef menn vilja ná góðum árangri, þá krefst það mikillar vinnu.“ – Svo virðist sem góður árangur í námi og góður árangur í íþróttum fari oft saman... „Oft er það svo, að minnsta kosti. Ég held að skapgerðin skipti þarna mestu máli. Í báð- um tilvikum er forsendan fyrir árangri ósérhlífni og gott skipulag. Skipulagið lærist þegar menn þurfa að vera í mörgu samtímis. Miklar gáfur eru ekki helsta uppistaðan í góðum námsárangri. Margir sem teljast ljóngáfaðir nenna ekki að leggja neitt á sig og slampast einhvern veginn í gegnum skóla.“ Afgreiddi pylsur í fimmtán ár séu nú ekki alveg eins góðar. Kannski er nafnið Bæjarins bestu einmitt rangnefni, vegna þess að það er ekki nógu víðtækt. Þú færð hvergi betri pylsur en þar, hvorki í Reykja- vík né annars staðar!“ – Nú er alltaf verið að tala um óspektir og djöfulskap í miðborg Reykjavíkur á kvöld- in og um helgar. Er ekki mikill kostur fyrir Bæjarins bestu að hafa miðborgarstöð lögregl- unnar beint á móti? „Jú, ég held að það hafi mikið að segja. Að vísu hef ég nú aldrei séð þá hreyfa sig neitt út, blessaða lögreglu- mennina, þó að það hafi kom- ið til einhverra ryskinga. En það hefur aldrei komið neitt upp á niðri í vagni.“ Bæjarins bestu í meira en hálfa öld – Hvað er þessi pylsuvagn eiginlega gamall? Nafnið á honum bendir til þess að hann hafi verið settur á laggirnar á meðan Reykjavík kallaðist bær en ekki borg. Einnig má nefna að undirritaður er gamall Vesturbæingur og man ekki eftir miðbæ Reykjavíkur án Bæjarins bestu... „Fyrirtækið er að verða sextíu ára, minnir mig. Pylsu- vagninn hefur verið þar sem hann er nú frá því að ég man eftir mér að minnsta kosti, en fyrst var hann á Lækjartorgi fara í háskóla verða að fara annað. Að öðru leyti sé ég fyrir mér ágæta framtíð í körfunni hér á Ísafirði. En vissulega eru íþróttafélögin hér að berjast um sama pen- inginn. Fótboltinn, handbolt- inn og körfuboltinn eru allir að rembast á sama markaðn- um. Ef Ísfirðingar eiga að ná verulega góðum árangri í ein- hverri íþróttagrein, þá verða menn að einbeita sér að henni og beina fjármagninu þangað. En ég ætla svo sem ekki að velja íþróttagrein fyrir Ísfirð- inga.“ – Hefurðu einhverja hug- mynd um það, hvað þú og fjölskylda þín muni verða hér lengi? Og hvernig er að vera á svona stað eftir að hafa verið alla ævina í Reykjavík? „Staðan er einfaldlega sú að við erum komin hingað og höfum engin áform um að fara. Það verður bara að sjá til. Okkur líður mjög vel hér- na. Ef við berum saman Ísa- fjörð og Reykjavík, þá finnst mér að mörgu leyti betra að vera hér. Hér er ekkert stress, maður er ekki hálftíma að komast á milli staða. Hér þekkir maður alla, andrúms- loftið er mjög þægilegt og gott að vera hér með börn. Engar áhyggjur.“ Nokkur orð um bæjarmálin – Ein skrítin spurning: Eng- ar áhyggjur af bæjarmálunum, Verkefnið var spennandi og það var kominn viss leiði í mig í starfi mínu í Reykjavík. Ég var alveg tilbúinn að breyta til. Svo hafði ég nokkurn aðlögunartíma, því að fjöl- skyldan kom ekki vestur fyrr en um miðjan desember í fyrra. Konan var ólétt og strák- urinn kom í heiminn í lok nóvember. Ég gerði allt klárt áður en þau komu, þannig að umskiptin að minnsta kosti fyrir fjölskylduna voru ekki svo mikil. Vissulega var dálít- ið erfitt og ekki mjög skemmtilegt að vera hér einn fyrstu mánuðina.“ Námið og íþróttirnar – Nú laukst þú stúdentsprófi frá Verzlunarskólanum og síð- an viðskiptafræðinámi frá Háskóla Íslands. Hvernig var að stunda slíkt nám og vera jafnframt á fullu í körfunni, bæði með félagsliði og lands- liðinu? Var það ekki dálítið strembið? „Nei, í raun og veru ekki. Það virðist kannski hroki að segja þetta, en maður tók námið í törnum. Ég sló kann- ski aðeins slöku við námið meðan mest var um að vera í að rúlla betur. Þar leiðir eitt af öðru. Gott gengi í meistara- flokki hefur í för með sér meiri áhuga í yngri flokkunum. Baldur Jónasson sér nú um starfið í yngri flokkunum og er að gera þar mjög góða hluti.“ – Nú eru körfuboltamenn að jafnaði fremur hávaxnir, svo ekki sé meira sagt. Hvað ertu hár? „Ég er bara 1,88.“ – Bara? „Já, það er ekki stórt í körfunni.“ Baldur er sterkur og breiður – Baldur hefur staðið sig frábærlega með liði KFÍ en þó er hann ekki tiltakanlega hávaxinn, fjandakornið varla meira en 1,80... „Það er ekki nóg að vera stór. Það er fleira sem þarf í körfuna en stærðina og fáir eru betri í þriggja stiga skotum en Baldur. Hann er sterkur og breiður mjög. Hann er líka mjög mikill keppnismaður og það gerir gæfumuninn fyrir íþróttamenn. Magnús Gísla- son er líka svipaður á hæð og – Í aðra sálma í bili. Getur verið að þú hafir einhvern tímann selt mér heitar pylsur með öllu nema steiktum...? Guðni hlær. „Það gæti stemmt. Pylsuvagninn Bæjar- ins bestu við Tryggvagötuna í Reykjavík er fjölskyldufyrir- tæki. Ég var „ekki nema“ fimmtán ár að afgreiða pylsur þar og er ég þó ekki nema rúmlega þrítugur. Ég var óneitanlega orðinn(ansi leiður á því undir það síðasta, þó að ég tæki eitt og eitt kvöld.“ – Þú hefur sumsé verið jöfnum höndum í viðskipta- fræði, landsliði og pylsusölu. Andskoti geta menn annars verið handfljótir að afgreiða pylsurnar hjá Bæjarins bestu. Ætli þeir gerist öllu sneggri hérlendis? „Ég efast um það. Enda er nauðsynlegt að vera snöggur þegar biðröðin er löng og allir vilja fá sínar pylsur sem fyrst.“ – Er nafnið Bæjarins bestu réttnefni? Eru þetta í raun og veru bestu pylsur bæjarins (borgarinnar)? Og hvað með Ísafjörð? Eru pylsurnar hér ekki eins góðar? „Ég vona að Gísli í Hamra- borg móðgist ekki, en ég hef sagt honum að pylsurnar hans framan við Útvegsbankahús- ið, þar sem nú er Héraðs- dómur Reykjavíkur. Afi minn byrjaði með þennan vagn ásamt öðrum manni en keypti svo félaga sinn út fyrir eitt- hvað um fimmtíu árum. Síðan hefur fjölskyldan rekið þetta fyrirtæki. Móðurbróðir minn tók við rekstrinum fyrir eitt- hvað um fjörutíu árum.“ – Er þetta ekki alveg rosa- legt gróðafyrirtæki? Nú er salan gríðarleg, ekki er hús- næðið dýrt og varla er yfir- byggingin mikil... „Þetta gengur mjög vel.“ – Nú er kominn annar pylsuvagn á Lækjartorg sem ber nafnið Landsins bestu. Hvað finnst þér um það? „Það tekur því ekki einu sinni að svara slíku. Þetta er einfaldlega ófrumlegt.“ Framtíðin á Ísafirði? – Aftur að körfunni. Þú nefndir starfið í yngri flokk- unum. Hvernig sérðu framtíð körfuboltans hér á Ísafirði? „Ég hygg að staðan hér sé ekki ósvipuð því sem hefur verið hjá Tindastóli á Sauðár- króki. Það getur skapast vandamál þegar strákarnir eru komnir um tvítugt. Þeir sem eins og nú standa sakir þessa dagana? „Ég hef reyndar engar áhyggjur, en þetta kemur allt dálítið sérkennilega fyrir sjónir. Síðustu aðgerðir eru óneitanlega nokkuð hastar- legar, eins og að efna til aukafundar í bæjarstjórn og afgreiða mál kvöldið áður en haldinn er almennur kynn- ingarfundur fyrir bæjarbúa um það sama mál. Það er kannski ekki mitt að fella dóma í þessu efni, en mér finnst ansi undar- lega að verki staðið. Menn hafa kannski ekki séð afleið- ingarnar fyrir, en núna er nán- ast hálft stjórnkerfið farið sína leið.“ Að passa ekki inn í þennan heim – Segðu eitthvað frá ferl- inum með landsliðinu. Ein- hvers staðar heyrði ég að þú hefðir setið að málsverði með erlendum körfuboltamanni sem var jafnhávaxinn Jóhanni heitnum Svarfdælingi, sem var 2,34 á hæð. Pétur Guð- mundsson, hæsti leikmaður Íslendinga fyrr og síðar, er hins vegar „aðeins“ 2,17...

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.