Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.12.1997, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 03.12.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1997 7 ar haldinn í Stjórnsýsluhúsinu nrýndir fyrir vinnubrögð in, en það á einnig að fjölga kennslustundum. Um það er ákveðin áætlun sem við verð- um að fara eftir. Fyrir fjóra yngstu bekkina á t.d. að fjölga kennslustundum úr 28 stund- um og þrep af þrepi upp í 37 stundir þegar skólarnir eiga að verða orðnir einsetnir. Staðan er þannig að sá vinnutími sem kennarar og nemendur í skólanum eiga að vinna frá kl. 8-17, dugir okkur ekki lengur. Í vetur lentum við í verulegum vandræðum vegna þessa og hlutirnir gengu reyndar ekki alveg upp. Fyrir- komulagið er þannig að neme- ndur verða að borða í kennslu- stundum og það skerðir auð- vitað þann tíma sem við höfum til kennslu. Það var talað um hér áðan að það þyrfti sex kennslustofur til að leysa þetta vandamál, en það vantar einnig stofur fyrir t.d. sér- kennslu. Þetta er svona gróf skilgreining á því sem bregð- ast þarf við fyrir næsta vetur til þess að leysa þessi mál. Ég ætla ekki að blanda mér í þær deilur sem uppi hafa verið, en ég vona innilega að það takist sátt um góða lausn. Ákveðnar línur hafa verið lagðar og framtíðin verður að skera úr um það hvernig þessum mál- um verður háttað, en það er mjög mikilvægt að ekki verði gripið til bráðabirgðalausna sem verða til frambúðar. Við þekkjum það allt of vel héðan frá Ísafirði og víðar, að bráða- birgðaráðstafanir freista okkar í erfiðri fjárhagsstöðu, sem verða svo til áfram. Ef þið gangið um húsnæði grunn- skólans í dag og skoðið skipulagið, hvernig ein hug- myndin um úrlausn hefur tek- ið við af annarri og málin gjarnan ekki kláruð, þá blasir við sú sorgarsaga sem starfs- fólk og nemendur grunnskól- ans hafa þurft að búa við um alllangt skeið og ég vona að þeirri sorgarsögu ljúki sem allra fyrst,“ sagði Kristinn Breiðfjörð. Hvað voru sexmenning- arnir hræddir við? Eiríkur Finnur Greipsson sagðist ekki skilja umræðuna um húsnæðismál Grunnskól- ans. „Ég skildi hana þó að ákveðnu marki þegar ég heyrði í Smára Haraldssyni í útvarpinu í gær. Hann taldi nauðsynlegt að slá umræðuna um Norðurtangann út af borð- inu strax, vegna þess að við, hinir almennu borgarar, hefð- um ekki vit á þessum málum og að þau sem eru í sveitar- stjórninni hefðu mesta vitið á þessu. Við hinir almennu borgarar, eigum bara ekkert að fá að ræða þennan valkost. Þess vegna langar mig til að vita hvort við megum almennt tala um valkost eitt. Ég skil ekki hvers vegna lá svo á í gær að kasta þessu út af borð- inu. Mitt mat er það að offorsið sem þarna er á ferð- inni og forræðishyggja sex- menninganna sé í anda þess sem verið er að leggja niður í ráðstjórnarríkjunum. Getum við ekki leyft fólkinu að tala um þessa hluti? Hvað voruð þið þessir sexmenningar hræddir við? Af hverju mátt- um við ekki koma á þennan fund og greina frá skoðunum okkar í þessu máli?,“ sagði Eiríkur Finnur m.a., og kallaði eftir útskýringum sexmenn- inganna. Jón Reynir Sigurvinsson, sem tók þátt í vinnu starfshóps um húsnæðismál Grunnskól- ans, var kynntur af Kristjáni Haraldssyni, fundarstjóra, sem Guðfinnsson. Jón Reynir tók það ekki óstinnt upp, en taldi það vera orðinn plagsið meðal sjálfstæðismanna að fara rangt með nöfn. Jón Reynir sagði síðan: „Eiríkur Finnur spurði hvort ræða mætti tillögu eitt. Ég velti þeirri spurningu reyndar fyrir mér líka og mér datt í hug að þegar við höfum rætt um tillögu eitt, þá höfum við nefnt Norðurtangahúsið Sundstræti númer 42. Það hvarflaði að mér í dag og í gær, hvort við ættum kannski að kalla þetta Hitt húsið. Það virðist nefnilega kveikja í svo mörgum ef Norðurtanginn er nefndur á nafn og menn verða svo vanstilltir. Ég legg því til að hérna á fundinum tölum við um Hitt húsið,“ sagði Jón Reynir sem las síðan siða- reglur Lionsmanna sem hann taldi holla lesningu fyrir þá sem efuðust um heilindi starfshópsins og starfsmanns hans, Rúnars Vífilssonar. Enginn hugsar um hagsmuni barnanna Sigrún Gerða Gísladóttir er starfandi skólahjúkrunarfræð- ingur við Grunnskóla Ísafjarð- ar og er menntaður heilbrigð- isfulltrúi. Hún sagðist ekki fyrr hafa fundið sig knúna til þess að blanda sér í umræðuna um húsnæðismálin vegna þess að henni hafi fundist umræðan ómálefnaleg. „Þeg- ar hinsvegar umræðan er orðin svo ómálefnaleg að hagsmun- um barna, sem ég ber ábyrgð á og á að tryggja vellíðan þeirra, er stefnt í voða, þá finnst mér rétt að styðja mál skólastjóra um nauðsyn úr- lausnar þessara mála.“ Sigrún fullyrti að enginn væri að hugsa um hagsmuni barnanna, nema skólastjórinn og starfshópurinn sem skip- aður var til að skoða lausnir í húsnæðismálum Grunnskóla Ísafjarðar. Í umræðunni hafi menn gleymt málefninu og lagt áherslu á eitthvað allt ann- að, sem kæmi málefninu ekk- ert við. Hún hvatti bæjaryfir- völd til að virkja einstakling- inn við ákvarðanatöku í stað þess að beita valdníðslu og til að hlusta á vilja foreldra, því þeir einir kynnu að meta þarfir barna sinna. „Mér finnst staða þessara mála mjög sorgleg. Valkostur eitt er að mínu mati það sem væri börnunum fyrir bestu, vegna þess að þau verða skattgreiðendur framtíðar- innar og munu bera lántöku- þyngslin, en ekki þeir sem verða farnir. Það hefur verið spáð 25% fækkun fólks á Vestfjörðum á næstu 10 árum. Af hverju? Hefur gæfuleysi okkar sjálfra í ýmsum málefn- um eitthvað með það að gera? Við verðum að halda okkur við efnið sem er hvað börn- unum okkar er fyrir bestu. Það eykur menntun og gæði henn- ar og ekkert annað skiptir máli,“ sagði Sigrún Gerða. Fer Kristján Þór að vinna í Sundlaug Flateyrar? Sigurður Hafberg gagn- rýndi bæjarfulltrúa Framsókn- arflokksins og taldi hann sýna flokksfélögum sínum ókurt- eisi. „Við framsóknarmenn héldum aðalfund á mánudag- inn þar sem ég bar fram tillögu um að Framsóknarflokkurinn boðaði til fundar með fram- sóknarmönnum til að ræða þessi mál eftir að málið hefði verið kynnt fyrir okkur hér í kvöld. Mér hefði fundist það lágmarks kurteisi af bæjarfull- trúa Framsóknarflokksins að hann yrði við þessari ósk aðalfundarins, en hann hefur því miður ekki séð sér það fært.“ Sigurður taldi að íbúar Ísafjarðarbæjar hlytu að krefj- ast röksemda fyrir mismun á byggingarkostnaði skólahús- næðis upp á fleiri hundruð milljónir króna og taldi það liggja í augum uppi að sex- menningarnir ætluðu sér ekki að bjóða sig fram aftur. „Og svona rétt í lokin, af því að ég veit að Kristján Þór er nú at- vinnulaus, þá vantar mig starfsmann í Sundlaug Flat- eyrar á morgnana, sem er mjög vel launað starf,“ sagði Sigurður Hafberg. Bæjarstjórnin hefði splundrast... „Það hefur verið ljóst síðan í haust að um Norðurtangann næðist ekkert samkomulag, hvorki meðal bæjarbúa eða meirihluta bæjarstjórnar. Patt- staða hefur ríkt í þrjá mánuði og ekkert hefur gerst. Við er- um enn á þessum fundi, föst í Norðurtangamálinu. Það er mín afstaða að slá þurfi Norð- urtangann út af borðinu til að hægt sé að fara að vinna að skólamálunum af fullum krafti,“ sagði Kristinn Jón Jónsson, bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins. Hann fullyrti að bæjarstjórnin hefði splund- rast þótt kaup Norðurtangans hefðu verið samþykkt. Þórunn Gestsdóttir hefur sagt upp starfi sínu sem aðstoðarmaður bæjarstjóra. Við hlið hennar sitja Magnea Guðmundsdóttir, sem nú hættir sem forseti bæjarstjórnar, og Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga. Tryggvi Guðmundsson, formaður Golfklúbbs Ísafjarðar skrifar Styðjum Auðunn! Golfíþróttin er til- tölulega ung íþrótta- grein hér á Vest- fjörðum og við höfum ekki enn eignast keppnismenn í golfi í allra fremstu röð á landinu. Okkar efni- legasti golfleikari í dag er Auðunn Einarsson, sem er 22 ára Ísfirð- ingur og keppir fyrir Golfklúbb Ísafjarðar. Auðunn er bæði hæfileikaríkur og metnaðargjarn íþrótta- maður eins og hann á ætt til. Hann er nú á förum til fjarlægs lands um þriggja mánaða skeið þar sem hann mun æfa golfíþróttina undir leiðsögn golfkennara. Markmið hans er að verða einn af bestu golfmönnum landsins og er þessi ferð liður að því markmiði. Þar sem þetta ferðalag er dýrt og Auðunn hefur enga fjársterka aðila á bak við sig er honum nauðsyn á að fá einhverja fjárhags- aðstoð. Ég vil fyrir hönd Golfklúbbs Ísafjarðar biðja alla, sem vilja styðja framgang þessarar skemmtilegu og hollu íþróttar í sinni heima- byggð, að leggja eitthvað af mörkum til að styðja við bakið á piltinum. Það þarf ekki að koma mikið frá hverjum og einum. Ef 2.000 til 5.000 krónur koma frá hverjum stuðningsmanni, getur það ráðið úrslitum um að Auðunn geti fjár- magnað þessa ferð. Golfklúbbur Ísafjarð- ar hefur opnað reikn- Auðunn Einarsson. ing í Íslandsbanka, Ísafirði, nr. 1700 (banki 556, hb. 26, nr. 1700), þar sem stuðningsmenn geta lagt inn framlög sín. Undirritaður tekur einnig við framlögum á skrifstofu sinni að Hafnarstræti 1, Ísafirði. Með fyrirfram þökk, Tryggvi Guðmunds- son, formaður G.Í.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.