Bæjarins besta - 03.12.1997, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1997
Styrktarsjóður húsbyggingar Tónlistarskólans
Jólakortin komin í sölu
Styrktarsjóður húsbygg-
ingar Tónlistarskóla Ísafjarðar
hefur eins og undanfarin ár
gefið út jólakort til fjáröflunar
fyrir sjóðinn.
Á kortinu er mynd af fögru
málverki eftir Jón Hróbjarts-
son og er myndefnið Ísafjörð-
ur í lok fjórða áratugarins.
Jón Hróbjartsson (1877-
1946) var kennari á Ísafirði
um langt árabil og kenndi
einkum söng, teikningu og
íslensku við miklar vinsældir.
Hann var mikilvirkur málari,
ferðaðist um landið vítt og
breitt, einkum um Vestfirði og
teiknaði og málaði fjöldann
allan af myndum, oft eftir
pöntun. Myndir hans voru
mjög víða til á vestfirskum
heimilum og eru ómetanlegar
heimildir um samtíma sinn.
Jólakortin eru til sölu í
Bókaverslun Jónasar Tómas-
sonar og á skrifstofu Tónlist-
arskólans (s. 456 3926), auk
þess sem nemendur skólans
hafa gengið með þau í hús.
Bolungarvík Ísafjörður
Drymludagur Torgsala
Laugardaginn 6. desember nk., verður
opnuð sýning á handunnum munum tré-
skurðarfólks í Drymluhúsinu í Bolung-
arvík.
Opið er alla virka daga frá kl. 14-18
og laugardaga frá kl. 14-17 fram að jól-
um. Smákökur og heitt á könnunni!
Lukkupakkar og margt fleira.
Hin árlega jólatorgsala styrktarsjóðs
húsbyggingar Tónlistarskóla Ísafjarðar
verður haldin nk., laugardag 6. desember
á Silfurtorgi og hefst kl. 15.
Líkt og undanfarin ár verður mikið
úrval muna til sölu auk þess sem boðið
verður upp á heitt kakó. Íbúar Ísafjarðar
og nágrennis eru hvattir til að mæta.
Þessi ómerkta ljós-
mynd frá Birni Pálssyni
ljósmyndara á Ísafirði er
talin vera af Jónasi
Jónssyni fæddum 10.09
1871 í Skálmardal. Hann
dó á St. Jósefsspítala
árið 1905 og er þá
sagður vinnumaður frá
Svínanesi. Foreldrar
hans voru þau Jón
Jónsson (varð úti á
Skálmardalsheiði árið
1880) og Björg Guð-
mundsdóttir frá Skála-
nesi. Enginn Jónas
Jónsson finnst í skrám
Björns Pálssonar. Ef þú,
lesandi góður, kannast
við manninn þá vinsam-
legast hafðu samband
við Skjalasafnið á Ísafirði
í síma 456-3936 eða
456-3296.
Hver þekkir manninn?
Triumph
kynning!
Guðrún Stefánsdóttir frá
Triumph umboðinu
verður með kynningu
á Triumph undirfatnaði
laugardaginn
6. desember
frá kl. 13:00-16:00
Jólaskapið er skollið á hjá Jónu
Opið alla virka daga frá kl. 11-13 og 16-21.
Laugardaga frá kl. 13-18.
Komið, lítið inn, fáið kaffi
og farið kaffibrún út!
Er búin að taka upp nýjar sendingar af
náttkjólum, náttfötum, nærfötum og
fleira. Tilvalið til gjafa...
...eru ekki líka að koma jól?
Einnig tek ég að mér að
leiðbeina um föðrun.
Kjörið tækifæri fyrir
saumaklúbba og aðra hópa.
Sýslumaðurinn
á Ísafirði
Uppboð á
lausafjármunum
Eftirtaldar bifreiðir og annað lausafé verður
boðið upp við gömlu lögreglustöðina,
Fjarðarstræti, Ísafirði, laugardaginn 13.
desember 1997, kl. 14:00.
Bifreiðir:
ID-326, RI-085, IS-783, GP-606, JL-518,
HN-847, HY-524, tjaldvagn YM-171.
Veiðarfæri, 60 bjóð, veiðarfæri og ílát
staðsett í beitingaskúr Snæfells Flateyri.
Tölva teg. Jet 486 dx2, einnig ýmsir munir í
vörslu tollvarðarins á Ísafirði.
Uppboðið á sér stað eftir kröfu Sýslumanns-
ins á Ísafirði og ýmissa lögmanna. Vænta
má að greiðslu verði krafist við hamarshögg.
2. desember 1997,
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Guðrún Hólmsteinsdóttir ftr.
Aðventuhátíð verður í Ísa-
fjarðarkirkju n.k. sunnudags-
kvöld kl. 20:30. Kór Ísafjarð-
arkirkju og Sunnukórinn
syngja undir stjórn Margrétar
Geirsdóttur. Undirleik annast
Sigríður Ragnarsdóttir og
Hulda Bragadóttir. Gunnar
Kvaran, sellóleikari, mun
einnig leika með kórunum,
auk þess sem hann flytur ein-
leikssvítu eftir J. S. Bach.
Guðrún Jónsdóttir, sópran-
söngkona, mun syngja og
kvartettinn „Vestan fjögur“ frá
Flateyri, flytur nokkur létt
jólalög. Kristján Freyr Hall-
dórsson les upp.
Aðventuhátíð
á sunnudag
Ísafjörður
Kór Ísafjarðarkirkju og
Sunnukórinn eru meðal
þeirra sem fram koma á
Aðventuhátíð í Ísafjarðar-
kirkju á sunnudaginn.