Bæjarins besta - 03.12.1997, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1997
Útgefandi:
H-prent ehf.
Sólgötu 9,
400 Ísafjörður
% 456 4560
o 456 4564
Netfang:
hprent@snerpa.is
Stafræn útgáfa:
http://www.snerpa.is/bb
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson
Halldór Sveinbjörnsson
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson
Blaðamaður:
Magnús Hávarðarson
Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.
Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er
óheimil nema heimilda sé getið.
Leiðari
Sigurður R. Ólafsson, Kolbrún Halldórsdóttir og Jónas Ólafsson voru að sjálfsögðu á borgarafundinum, en þau eru í
nýjum meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Borgarafundur um húsnæðismál Grunnskóla Ísafjarðar
Sexmenningarnir gagn
valdníðslu og óvönduð v
Ísfirðingar fylltu fundarsal
Stjórnsýsluhússins á Ísafirði
á fimmtudagskvöld þar sem
fram fór almennur kynningar-
fundur um húsnæðismál
Grunnskóla Ísafjarðar. Hjá
fundargestum kom fram mikil
gagnrýni á þá sex bæjarfull-
trúa sem nú hafa myndað
nýjan meirihluta, fyrir að hafa
knúið fram samþykkt um að
Norðurtangalausninni svo-
kölluðu yrði hafnað á auka-
bæjarstjórnarfundi, daginn
áður en kynna átti bæjarbúum
niðurstöður starfshóps um
mögulegar lausnir. Túlkuðu
margir fundargestir þennan
starfsmáta sem vanvirðingu
við íbúa og töldu ákvörðun
sexmenninganna, fljótfærnis-
lega og bera vott um ófagleg
vinnubrögð og valdníðslu.
Fundurinn baulaði
á Kolbrúnu
Kolbrún Halldórsdóttir,
einn sexmenninganna, vísaði
því á bug að um valdníðslu
væri að ræða og fullyrti að
hún hefði ekki fengið að vita
um fyrirhugaðan borgarafund
fyrr en á bæjarstjórnarfundin-
um kvöldið áður. Þessi full-
yrðing vakti upp hörð við-
brögð fundargesta sem baul-
uðu á Kolbrúnu. „Hvar var
fundurin auglýstur, ef ég má
spyrja? Það var engin til-
kynning um það í pósthólfinu
mínu í gærmorgun, það var
ekki komin nein kynning um
þennan borgarafund til mín.
Þið getið úað, en þetta er stað-
reynd. Ég á ekki sæti í bæjar-
ráði, þar eru Þorsteinn og
Magnea fulltrúar. Það var
kynnt þar að til stæði að halda
þennan fund, en þau létu ekki
svo lítið að láta mig eða Jónas
vita.“
Fundargestir óskuðu eftir
því að hinn nýi meirihluti
gerði grein fyrir tillögum sín-
um í húsnæðismálum og
greindi Kolbrún frá því að leit-
að yrði eftir leiguhúsnæði til
bráðabirgða til að mæta þeim
skorti á kennsluhúsnæði sem
fyrirsjáanlegur er á næsta ári,
þar til nýbygging verði tekin í
notkun. Jafnframt yrði könnuð
hagkvæmni þess að byggja
skólahúsnæði við Skólagötu
og Austurveg og uppfylla
lóðamál skólans með upp-
kaupum nálægra húsa. Kol-
brún sagði að ef í ljós kæmi
að framangreindar lausnir
reyndust ófærar yrði starfs-
hópi falið að hefja viðræður
við forystu ÍBÍ um flutning á
knattspyrnuvöllunum á Torf-
nesi á nýtt svæði í Tungudal
og að gert yrði ráð fyrir
skólabyggingu þar. Fram-
kvæmd yrði samkeppni um
alútboð á skólabyggingu og
stefnt að því að húsnæðið yrði
tilbúið skólaárið 2000-2001.
Þessum framkvæmdum yrði
mætt með framlögum úr bæj-
arsjóði og lántökum, þar sem
leitað yrði tilboða í fjármögn-
un heildarkostnaðar fram-
kvæmdanna.
„Ég hef gengt bæjarfull-
trúastarfi mínu frá árinu 1990
samkvæmt sannfæringu
minni og með hagsmuni sveit-
arfélagsins í huga. það hefur
ekki verið á valdi fulltrúaráðs
eða annarra að taka ákvarðanir
fyrir mína hönd, þær tek ég
sjálf og ber ábyrgð á sam-
kvæmt sveitarstjórnarlögum.
Það er ykkar, kjósendanna,
að velja og hafna frambjóð-
endum til starfa á vegum sveit-
arfélagsins. Þið munið vænt-
anlega gera það um komandi
kosningar. Það er svo eitt í
lokin. Mér fannst það skjóta
svolítið skökku við, að það
sem var þverpólitískt í morgun
var orðin valdníðsla um miðj-
an dag í dag,“ sagði Kolbrún
Halldórsdóttir.
Sorgarsaga húsnæðis-
mála Grunnskólans
Kristinn Breiðfjörð, skóla-
stjóri Grunnskóla Ísafjarðar,
sagðist líta á sig sem aðkomu-
mann sem þekkti kannski ekki
vel söguna. „Þó er mér full-
ljóst, eftir að hafa starfað hér í
tvö ár, að vinnuaðstaða nem-
enda og kennara er alls ekki
boðleg. Þess er krafist að allir
skólar verði einsetnir, að öll
aðstaða í skólum verði bætt
og að vinnudagur nemenda
verði heilstæður. Þær forsend-
ur sem starfshópur um hús-
næðismálin gekk út frá, voru
um þessi rök. Það hefur stund-
um verið spurt um það hvers
vegna húsnæðisþörfin er svo
mikil allt í einu núna og af
hverju ekki er hægt að reka
skóla eins og áður var. Ein-
setning skólanna er fram kom-
Ísafjörður
Bátasýning í Slunkaríki
Á laugardag verður hin árlega jólasýning opnuð í Slunka-
ríki á Ísafirði. Að þessu sinni verða sýndir bátar af ýmsum
stærðum og gerðum, s.s. úr timbri, leir, gler og málmum.
Flestir bátanna eru til sölu. Sýningin verður opin fimmtu-
daga til sunnudaga kl. 16-18 og stendur til 24. desember.
Allir eru velkomnir við opnunina.
Flateyri
Árlegur jólabasar
Hinn árlegi jólabasar félaganna í Önundarfirði verður
haldinn sunnudaginn 7. desember nk., í félagsheimilinu á
Flateyri. Þar verður að vanda mikið um að vera, m.a. munu
börn úr Tónlistarskóla Önundarfjarðar syngja, auk þess
sem boðið verður upp á ýmsan varning, s.s. hveitikökur,
smákökur og skötu. Þá verður boðið upp á kaffiveitingar.
Flateyri
Aðventuhátíð í kirkjunni
Aðventuhátíð verður í Flateyrarkirkju sunnudaginn 7.
desember kl. 11:15. Á hátíðinni verður fluttur söngur,
upplestur og helgileikur fermingarbarna. Að lokinni
athöfninni verður borinn fram léttur hádegisverður.
Önfirðingar og nágrannar eru hvattir til þess að fjölmenna
til kirkju á sunnudag (annan sunnudag í jólaföstu).
Nú verður að
slíðra sverðin
Í leiðaraskrifum BB um
málefni grunnskólans hefur
verið lögð áhersla á þá
ábyrgð, sem bæjarfulltrúar einir axla þegar upp er staðið.
Um rétt bæjarfulltrúa til ákvarðanatöku, hvað sem faglegum
ráðum eða flokkssamþykktum líður, verður ekki deilt.
Þetta er mikið vald og vandmeðfarið. Nú er komið í ljós að
bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar upp til hópa féll á prófinu í
grunnskólamálinu. Valdið ýtti verkhyggindum út af
borðinu.
Skjótræðisleg ákvörðun sexmenninganna um að sópa
Norðurtanganum út af borðinu kvöldið fyrir borgarafundinn
er engu betri en flumbrugangurinn hjá fyrrum meirihluta í
þessu máli og með öllu óskiljanleg. Hvað sem afstöðu
bæjarfulltrúanna leið, bar þeim skylda til að halda málinu
opnu fram yfir borgarafundinn. Allt annað var óvirðing við
bæjarbúa. Hvers vegna gerðu þeir það ekki?
Dramatískur endir meirihluta Alþýðu- og Sjálfstæðis-
flokks er í takt við þau fálmkenndu vinnubrögð, sem ein-
kennt hafa málið allt. Yfirlýsingar oddvita flokkanna í lok
bæjarstjórnarfundarins um þverpólitískt landslag grunn-
skólamálsins og áframhaldandi meirihlutasamstarf þrátt
fyrir allt, ber vott um fljótfærni og reynsluleysi. Veðra-
brigðin daginn eftir þegar þverpólitísk morgunskíma
breyttist í myrkur valdníðslu er á daginn leið komu ekki á
óvart.
Á blaðamannafundinum var upplýst að reikna mætti
með að samþykkt tillögu sexmenninganna hefði ,,í för
með sér a.m.k. 500 milljóna króna skuldaaukningu
bæjarjóðs á þremur árum”. Hvað hefði ,,Hitt húsið” komið
til með að kosta og hvað hefði það aukið skuldastöðu
bæjarsjóðs, þegar upp var staðið? Áróðursstríðið milli
fylkinganna í bæjarstjórninni dylst ekki.
,,Ég ætla ekki að blanda mér inn í þær deilur sem uppi
hafa verið, en ég vona innilega að það takist sátt um góða
lausn. Ákveðnar línur hafa verið lagðar og framtíðin verður
að skera úr um það hvernig þessum málum verður háttað,
en það er mjög mikilvægt að ekki verði gripið til bráða-
birgðalausna sem verða til frambúðar,” sagði Kristinn
Breiðfjörð, skólastjóri á borgarafundinum og benti á nærtæk
víti til varnaðar.
Eftir átökin í bæjarstjórninni kann sú víðtæka sátt og
samstaða sem þarf að nást í grunnskólamálinu að vera í
hættu. Þeirri vá verður að bægja frá. Það gerist ekki nema
menn slíðri sverðin.
Til þess verða bæjarfulltrúar að hafa manndóm. Framtíð
grunnskólans er að veði.
s.h.