Bæjarins besta - 03.12.1997, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1997 9
æði og Bæjarins bestu...
Guðni Guðnason, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi þjálfari KFÍ í samtali við Bæjarins besta
komnir vel á þriðja metra á
hæð? Ekki virðist mikilli
snerpu eða hlaupagetu fyrir
að fara...
„Það er eitthvað til í því.
Þessi umræddi leikmaður átti
greinilega mjög erfitt með að
hreyfa sig og var með ákaflega
slæm hné. En hann var mjög
kátur og hress og skemmti-
legur.“
Íþróttahúsið á Ísafirði
– Íþróttahúsið hér á Ísafirði
er stundum kallað Ísjakinn eða
bara Jakinn. Hvernig er
stemmningin á leikjunum hjá
ykkur?
„Hún er ágæt. Það er ólýs-
anlegt að hafa alltaf fimm til
sex hundruð manns á hverjum
leik og allir að hvetja liðið,
syngjandi og með trommur.
Þetta er mjög skemmtilegt.“
– Er þetta gott hús?
„Já, það er mjög gott. Sér-
staklega er gólfið mjög gott.
Ég gæti varla verið að æfa
nema vegna þess hvað gólfið
er mjúkt. Hnén á mér eru orðin
það slæm.“
– Hafa þau farið illa af
körfuboltanum?
„Já, þau eru orðin ansi slitin.
Ég er mjög hjólbeinóttur frá
náttúrunnar hendi og þess
vegna er álagið á hnén ekki
alveg rétt. Á mínum yngri
árum hoppaði ég mjög hátt
og þá var álagið enn meira.
Hnén eru orðin dálítið þreytt
og þess vegna heimsæki ég
Veigu þrisvar í viku.“
– Veigu?
„Hún er sjúkraþjálfari.“
Ef ég mætti velja aftur...
– Er kannski ástæða til þess
að vara menn við því að fara
út í körfubolta vegna hugsan-
legrar skaðsemi fyrir hnén?
„Nei, það held ég ekki. Og
ef ég mætti velja aftur, þá
mundi ég gera nákvæmlega
það sama. Jafnvel þótt ég vissi
að það kostaði óþægindi í
hnjánum. Þetta er svo
skemmtilegt og gefur manni
svo mikið. Íþróttir gera vissu-
lega gott. Hins vegar má alltaf
deila um það, hversu hollar
keppnisíþróttir eru þegar út í
fulla hörku er komið.“
– Hvernig ætli afkoman sé
hjá körfuboltanum hér?
„Þetta sleppur nánast.
Áhorfendur eru margir og
góður stuðningur frá fyrir-
tækjum. Það er nauðsynlegt
til að endar nái saman. Þetta
er dýr rekstur. Hver útileikur
kostar hundrað þúsund kall.
Síðan erum við með tvo
erlenda leikmenn. Það kostar
peninga að ná árangri, en
árangur skilar líka peningum.
Eins og einhver sagði: Það
kostar peninga að búa til
peninga. Út á það gengur
þetta.“
Bæjarins bestu
við íþróttahúsið?
– Þér hefur ekki dottið í
hug að setja upp pylsuvagn
fyrir utan íþróttahúsið til að
afla fjár...
„Nei. Þessu hefur vissulega
verið skotið að mér. En það
þarf ákveðinn fjölda af við-
skiptavinum til að það gangi.
Einn af stjórnarmönnum KFÍ
vildi ólmur kaupa einhvern
pylsuvagn sem var til sölu úti
í Bolungarvík, en það hefur
ekkert orðið úr því.“
– Annar ónefndur stjórnar-
maður í KFÍ, kenndur við
Hamraborg, hefur væntanlega
ekki verið mjög hrifinn af
þeirri hugmynd...
„Við Gísli höfum sýnt fram
á nokkrar tölur í þessu sam-
bandi. Það er ósköp lítið sem
svona vagn gæti gefið af sér
hér en mundi aftur á móti
kosta mikla vinnu og fyrir-
höfn. Það er einfaldlega svo
fátt fólk hérna.“
Yngri leikmenn
og landsliðið
– Þú vilt kannski ekki nefna
nein nöfn sérlega efnilegra
yngri leikmanna hér á Ísafirði
sem senn fara að berja á
dyrnar á meistaraflokknum...
„Það eru nokkrir mjög
efnilegir í drengjaflokknum
og sumir hverjir byrjaðir að
æfa hjá mér. Þetta eru strákar
sem geta orðið mjög fram-
bærilegir og jafnvel mjög góð-
ir leikmenn ef þeir verða nógu
duglegir að æfa. Þeir hafa
hæfileika. Ég get kannski
nefnt sérstaklega hávaxinn
pilt frá Súðavík sem heitir
Arnar.“
– Nú er leikmaður úr KFÍ,
Friðrik Stefánsson, kominn í
landsliðið. Það hefur ekki
gerst áður...
„Nei. Hann lék sinn fyrsta
landsleik við Hollendinga í
síðustu viku og stóð sig alveg
ljómandi vel.“
– Eru fleiri úr KFÍ á þrös-
kuldi landsliðsins?
„Já. Ég held að Ólafur
Ormsson sé ekki langt frá því.
Hann var valinn í tuttugu
manna hóp um daginn. Hann
á alveg heima í landsliðshópn-
um en hefur bara spilað svo
lítið síðustu misserin.“
– Nú tapaðist leikurinn við
Hollendinga, mjög naumlega
þó, og fjórir leikir framundan
í riðlinum, þar af aðeins einn
heimaleikur. Er ekki mjög á
brattann að sækja hjá íslenska
landsliðinu á næstunni?
„Jú. Það var afrek út af fyrir
sig að komast inn í þessa
keppni. Við höfum aldrei náð
því áður að vera á meðal 32
bestu. Það er út af fyrir sig
góður árangur að vinna leik í
þessum riðli. Alþjóðlegi
körfuboltinn er það sterkur.
„Já, það var í Murcia á
Spáni síðast þegar ég lék með
landsliðinu. Þá vorum við í
riðli meðal annars með Rúm-
eníu, Króatíu, Grikklandi og
Þýskalandi. Einn rúmensku
leikmannanna, Georg Murh-
ezan, sat til borðs með mér,
en hann er það stór að hann
getur ekki með góðu móti
notað venjuleg borð og stóla
eða önnur húsgögn. Hann
passar eiginlega ekki inn í
þennan heim. Það er eins og
við værum að nota húsgögn í
leikskóla. Hann getur heldur
ekki notað venjulega bíla.
Í mótinu lék ég líka á móti
þessum manni. Hann spilar
núna í NBA-deildinni fyrir
vestan. Ég gæti nefnt ýmsa af
bestu körfuboltamönnum Evr-
ópu, sem ég hef leikið á móti,
eins og Kukoc, Radja og
Petrovic, besta mann Króata,
sem síðar lést í bílslysi. Það
var ákaflega gaman að fá að
etja kappi við þessa menn.
Úrslitin í leikjunum voru
kannski ekki alveg eins góð. Í
þessu móti urðum við meðal
annars að þola stærsta tap ís-
lensks landsliðs í körfubolta
frá upphafi.“
– Er það ekki komið út í
öfgar þegar leikmenn eru