Bæjarins besta - 03.12.1997, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1997
Tilboð á Jensen
sýningardýnum
Borðstofuborð
í miklu úrvali
Verð kr. 84.900.- stgr.
Harðir Rolling Stones áhuga-
menn sinna áhugamálinu
Áhugamenn um Rollings Stones Á Eyrinni
,, Ruby Tuesday who could hang a name on you".Skipuleggjandi
kvöldsins, Guðmundur Níelsson, málarameistari, skemmti sér
konunglega á föstudagskvöld.
Áhugamál fólks eru
mörg og misjöfn. Sumir
veiða lax, aðrir rjúpu,
gæs og aðra fugla, enn
aðrir spila golf, að
ógleymdum öllum
boltamönnunum.
Á Ísafirði eins og víðar
eru áhugasamir menn
um rokktónlist. Svipað
og í íþróttum halda
menn með sínu liði.
Nokkrir áhugamenn um
frægustu og mestu
rokkhljómsveit sem uppi
hefur verið komu saman
á veitingastaðnum Á
Eyrinni á föstudagskvöld
til þess að sinna áhuga-
máli sínu. Karlar voru í
áberandi meirihluta, en
nokkrar konur voru í
hópnum. Forgöngu-
maður hópsins, Guð-
mundur Níelsson,
málarameistari, hafði
tekið saman myndband
sem tók til sögu sveitar-
innar frá upphafi fram
undir 1990 og sýndi
viðstöddum.
Að því loknu tók við
smá yfirferð um þau lög
sem nú eru leikin á
tónleikum í ferð sveitar-
innar um Bandaríkin og
Kanada undir heitinu
,,Bridges to Babylon.
Var þar stuðst við
upptökur af hljómleik-
um, bæði af myndbönd-
um og plötum. Einn
viðstaddra, Ólafur Helgi
Kjartansson, sýslumaður
á Ísafirði, sótti einmitt
tónleika sveitarinnar í
Philadelphia í nýliðnum
október.
En hæst bar flutningur
þeirra Kristins Níels-
sonar á fiðlu og Sigurðar
Friðriks Lúðvíkssonar á
nokkrum lögum hljóm-
sveitarinnar, Country
Honk, sem kom út á
plötunni Let it Bleed í
árslok 1969. Þar er um
að ræða sveitartónlistar-
útgáfu af Honky Tonk
Women, einu þekktasta
lagi Rolling Stones. þeir
sungu einnig Ruby
Tuesday, Last Time,
Street Fighting Man og
Jumping Jack Flash,
auk þess að flytja
aukalag, Honky Tonk
Women.
Tóku viðstaddir vel
undir og fögnuðu þeim
félögum gríðarlega,
enda var flutningur
þeirra til fyrirmyndar.
Létt var yfir skemmt-
uninni og samdóma álit
að hún hefði verið vel til
fundin. Reyndar heyrð-
ust raddir um að rétt
væri að fjölmenna á
tónleika Rolling Stones í
Evrópu á næsta sumri.
Ljósmyndari blaðsins
kom við á Stones-
kvöldinu og tók með-
fylgjandi myndir.
Rolling Stones aðdáandi nr. 1 á Íslandi, Ólafur Helgi
Kjartansson, sýslumaður á Ísafirði, var í góðum ,,fíling” á
Stones-kvöldinu eins og sjá má. Á myndinni er einnig Ön-
undur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Ísafirði.
Góður rómur var gerður að spili og söng þeirra félaga Kristins Níelssonar á fiðlu og Sig-
urðar Friðriks Lúðvíkssonar á gítar, en þeir tóku nokkur lög Stones fyrir viðstadda.
Þessir fjórir létu sig ekki vanta á Stones-kvöldið. Frá vinstri: Tryggvi Guðmundsson,
lögfræðingur, Hermann Hákonarson, verslunarmaður, Sigmundur Annasson, húsa-
smíðameistari og Samúel Einarsson, hárskeri og tónlistarmaður.
Opið
laugardag
kl. 10-16
Euro og Visa
raðgreiðslur
Þátttakendur í mótinu ásamt forsvarsmönnum þess hjá BÍ.
Íþróttahúsið á Torfnesi á Ísafirði
Fjölmennt knattspyrnumót
Um síðustu helgi fór fram
eitt fjölmennasta knatt-
spyrnumót sem haldið hefur
verið á vegum Boltafélags
Ísafjarðar.
Rúmlega 250 drengir og
stúlkur á aldrinum 5-13 ára
tóku þátt í mótinu og komu
þau frá flestum byggðarlögum
á norðanverðum Vestfjörðum.
Góð stemmning var hjá
krökkunum þrátt fyrir að ekki
hafi verið keppt um verð-
launasæti, en allir fengu þó
viðurkenningu fyrir þátttök-
una.
Tvö slík mót voru haldin
síðasta vetur og er ráðgert
að gera mót sem þetta að
föstum lið í starfsemi félags-
ins í framtíðinni.