Börn og menning - 01.09.1999, Page 31

Börn og menning - 01.09.1999, Page 31
BÖRN 06 MENN|N6 sem flestum tækifæri til að koma fram og ekki skorti á íjölbreytnina. Nutu gestir myndlistar, fiðluleiks og frumsaminna ljóða, dansatriða, söngs á ýmsum tungu- málum, stórglæsilegra samkvæmisdansa og flutt var frumsamið tónverk á þverflautu (við ljóð sem finna má aftan á kápu þessa blaðs). Kynning öll og stjórnun var áberandi fallega og fagmannlega af hendi leyst og veitingar í hléi hinar höfðinglegustu. Hljómsveitin Skítamórall var augljós aufusugestur hátíðarinnar og í lokaatriðinu þyrptust allir sem einn af ungu gestunum upp á svið og sungu lagið „Ertu farinn frá mér...“ af mikilli innlifun. Stefnt er að annarri hátíð aðári. Sóley Ste-f-ánsdót+iny nemi í kynja]:rae.3i og guój'reeói við Háskóla íslands hefur nýlokið ritgerð um kynja- hlutverk í barnabókum. Naut hún til þess styrks frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Ritgerðin er skrifuð út frá áherslum kynjafræðinnar og áhugi Sóleyjar á efninu er einkum tilkominn vegna vinnu hennar á leikskóla og lestur á bók Margrétar Pálu „Æfingin skapar meistarann“ sem fjallar um kynskipt leikskólastarf. Á leikskólum er mikið lesið fýrir fyrir börn og vakti það athygli Sóleyjar í hve miklum minnihluta kven- persónur voru í sögunum og hve lýsing kynjanna var stöðluð. Ritgerðin ber heitið „Framsetning kynferðis í barna- bókum og áhrif hennar á mótun barna“. Hún skiptist í fjóra kafla: Fræðilega umíjöllun á mótun kynferðis, innihaldsgreiningu á bamabókunum Trillurnar þrjár með Rauðhettu og úlfinum, Einar Áskell og Milla, Ástarsaga úr fjöllunum, Tröllabókin, Konungur Ijónanna og Mulan, viðtöl við fimm ára börn í leikskólum og að lokum ályktanir og niðurstöður. .Lárviða^skáld bamarma Sú hefð hefúr lengi verið við lýði í Bretlandi að kjósa eitt ljóðskáld sem talið er bera höfuð og herðar yfir önnur þar í landi. Kallast það lárviðarskáld og sitja menn í því háa embætti til æviloka. Nú hefur í fyrsta skipti verið útnefnt lárviðarskáld barnanna í Bretlandi. Sessinn skipar teiknarinn Quentin Blake og verður hann heiðurstalsmaður barnabókarinnar næstu tvö árin. Var Blake valinn af dómnefnd úr hópi sjötíu manns. Hann stýrði teiknideild Konunglega listaskólans í sautján ár og hefur samið bækur. og myndskreytt bæði fyrir börn og fúllorðna, m.a. flestar bækur Roald Dahls. Sagði hann í blaðaviðtölum að með útnefningunni væri áhersla lögð á hvernig mynd og texti haldast í hendur. Fárviðarskáldi barnanna er í sjálfsvald sett hvernig hann sinnir embætti sínu en Blake hyggst ferðast um Bretland og halda fýrirlestra um barnabækur og myndskreytingar. ý\lt4 vefa merm sem mest |oeir mega fynr bör'nin. Á dögunum var opnaður „Krakkavefur“ Visir.is sem í Dagblaðinu 14. september var kynntur sem fyrsti íslenski vefúrinn sem sniðinn er að þörfúm og hugar- heimi barna. Uppistaðan eru leikir, uppskriftir, þrautir, spjall og ritstörf við Söguna endalausu, kortasendingar og önnur samskipti. Annar vefur, „Vitinn“ á vegum RÚy boðar uppbyggilegt, skemmtilegt og fræðandi efni á íslensku. Þar er að finna fréttir, erlendar og innlendar, brandara- síðu og þrautir ýmiss konar. Á vefurinn m.a. að gegna því hlutverki að auðvelda íslenskum börnum í útlöndum aðgang að íslensku efni og tengja þau við jafnaldra sína hér á landi. Þessi vefur er einnig í útvarpstengslum við samnefndan þátt sem sendur er út milli sjö og hálf átta síðdegis. í gegnum vefinn geta hlustendur komið á framfæri við útvarpsþáttinn sögum, ljóðum og myndum. Slóðin er http://www.ruv.is/vitinn. 29

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.