Börn og menning - 01.09.1999, Page 19

Börn og menning - 01.09.1999, Page 19
BÖRN OG aaENN|N6 I ÍAth- vJ&Ilwi Inga Ósk Asgeirsdóttir: fóii Kapalgátan eftir Jostein Gaarder kom út á síðasta ári í þýðingu Sigrúnar Arnadóttur. Sagan er heimspekileg skáldsaga sem snýst um spurninguna: Hvers vegna eru mennirnir til? Jostein Garder Kapalgátan Mál og menning 1998 Kerðasagan í Kapalgátunni skiptast á tvær frásagnir. Annars vegar er frásögn Hans Tómasar af ökuferð þeirra feðga frá Noregi í leit að móður Hans sem hafði yfirgefið þá átta árum fyrr þegar Hans var tjögurra ára. Hins vegar er Bollubókin sem Hans les á leiðinni. Faðir Hans er vélamaður og mikill áhugamaður um heimspeki. Ferðin til Áþenu er því eins konar pílagrímsferð. Á leiðinni er hann óþreytandi að fræða Hans um heimspeki, sögu og landafræði. í „smáíyrirlestrunum“ eins og Hans kallar þá leggur faðirinn, í anda Sókratesar, áherslu á hversu lítið maðurinn veit um sjálfan sig. Með því að lýsa hvernig tilviljanir stjórna lífi fólks vekur faðirinn upp spurningar um hvað sé tilviljun og hvað flokkist undir forlög. Umræða feðganna er mjög skemmtileg og varpar nýju ljósi á hluti sem teknir eru sem gefnir. Þar sem henni er miðlað af Hans Tómasi verður ffæðileg orðræða pabbans dálítið spaugileg. Stundum gefur hann ekki færi á skoðanaskiptum og gengst upp í því að vera gáfaður. Þessi blinda á sjálfan sig er mannleg og lýsingar Haiis á föður sínum einkennast því ekki af háði heldur hlýju. Bollubókiio Með tilkomu Bollubókarinnar skarast mörk raunveruleika og ævintýris og þegar líður á söguna mást þau út. í Ölpunum gefur dvergur Hans Tómasi stækkunargler. Stuttu síðar gefur bakari honum bollu með agnarsmárri bók í. Bollubókin er leyndarmál þeirra tveggja og nú kemur stækkunarglerið sér vel. Bollubókin og ferðasagan eru sagðar til skiptis og aðgreindar með mismunandi letri. Atburðir Bollubókarinnar eru ævintýri líkastir en þó virðast þeir eiga sér sannsögulegan kjarna. I henni segir frá töfraeyju sem stækkar þegar er komið á hana. Á eyjunni eru ávextir og dýr sem hvergi fyrirfinnast og íbúar hennar eru litlar manneskjur, auðkenndar sem spil. Skipsbrotsmaður á eyjunni hafði í einsemd sinni persónugert spil og síðar höfðu spilin lifnað við. í lok sögunnar breytist spilafólkið aftur í spil, jókerinn einn lifir af og kemst í burtu ásamt öðrum skipsbrotsmanni sem síðan kemur sögunni á framfæri. 17

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.