Börn og menning - 01.09.1999, Blaðsíða 35
BÖRN OG /vaENN|NG
Það er kannski erýitt að skilgreina plötuna ykkar,
þar sem bæði er um að rœða tónlist og sögur sem
þú segir, Anna Pálína.
Anna Pálína: Sögurnar voru náttúrulega notaðar í
dagskránni til að líma saman og tengja. Ég get hvorki
skrifað þessar sögur niður né vil ég syngja þær; ég veið
að segja þær. Þetta er eins og lítil leiksýning inni í
höfðinu á mér og ef ég nota ekki alveg sömu orðin á ég á
hættu að ruglast. Mér finnst mjög gaman að segja sögu
og halda athygli barnanna á þennan hátt.
Aðalsteinn: Okkur langaði líka til að prófa að hafa
talað mál með hljóðfæraeffektum. Vita hvemig það kæmi
út og okkur fannst það gera sig vel.
Platan í heild sinni er þá að vissu leyti eins
og leikrit?
Anna Pálína: Öll hljóðskreyting hjálpar
auðvitað þartil.
Aðalsteinn: Og tilsvörin í textunum...
athugasemdirnar sem koma inn í.
Eins og uppbrot?
Aðalsteinn: Já, og það gerðist ósjálfrátt.
Anna Pálína: Mér dettur í hug að það sé af því við
erum bæði útvarpsfólk og hugsum svo mikið í gegnum
eyrun.
Aðalsteinn: Það kemur líka svolítið af
sjálfu sér af því við erum alltaf að vinna
með texta í tónlistinni okkar. Hann er
alltaf fremstur og þannig getum við leyft
okkur ýmislegt sem ekki væri hægt að
gera í annars konar tónlist.
Anna Pálína: Við höfum fengið
nokkuð sterk viðbrögð við sögunum.
Annars vegar finnst fólki að við hefðum átt
að hafa þær alveg sér, aftast, á meðan
öðrum fannst gaman að upplifa sögurnar
eins og tónlistina.
Aðalsteinn: En þær höfða kannski
minnst til fullorðinna.
Anna Pálína: Já, þetta er auðvitað
ákveðin áhætta.
Hafið þið haft fyrirmyndir að tónlist
ykkar fyrir börn?
Aðalsteinn: Nei...
Anna Pálína: Ég vildi bara hafa plötuna prakkara-
lega; ekki of uppeldislega. Til dæmis fékk ég Aðalstein
til að breyta textanum við Bland í poka\ hann vildi
endilega segja krökkunum í lokin að muna eftir að
bursta tennurnar! En það er bara ekki málið, það er
gaman að borða sælgæti og við bara gerum það í þessu
lagi!
Aðalsteinn: Þessi ábending var einmitt til mikilla
bóta.
Anna Pálína: í þessu lagi erum við að skemmta
okkur og láta okkur dreyma.
En best er að fá sér bland í poka
brjóstsykur, lakkrís og eðlu með skott
blandípokasemerbannaðað loka
því bland í stórum poka er svo gott.
Bland ípoka afBerrössuð á tánum
En varðandi tónlistarupp-
eldi, hvað finnst ykkur þá um
Pottþéttu safndiskana sem
krakkar hlusta mikið á í dag?
Margir þeirra virðast ekki lengur
eiga neina uppáhaldshljómsveit
þar sem þeir geta hlustað á þróun
tónlistarinnar og gert sér skoðun um hvaða
plata þeirra er betri en önnur.
Aðalsteinn: Jú, það kemur.
Mikið er ég fegin.
Aðalsteinn: Þessar plötur eru oft ágætar
kynningarplötur á því hvað er að gerast í
músík í dag. Hálfgerðar antólógíur.
Það var bara miklu minna gefið út af svona
plötum áður. Þó örlaði á þessu, til dæmis
þegar ég var unglingur voru gefnar út
breskar 45 snúninga plötur með nokkrum
lögum og þar heyrði maður allt mögulegt.
Svo voru það Flóttamannaplöturnar. Þær
koma í kringum 1970. Flóttamannahjálp
Sameinuðu þjóðanna gaf þær út og ýmsir
frægir tónlistarmenn lögðu til eitt lag.
Þessar plötur voru seldar í rosalegum
upplögum til styrktar flóttamönnum og
þarna kynntist ég tónlistarmönnum sem ég
fékk áhuga á og fann mér þá þeirra eigin
plötur.
Kannski eru Pottþétt safndiskarnir af sama
meiði.
Það hefur auðvítað
alltaf veríð
vandamál með
þessa svokölluðu
jaðartónlíst sem á
erfíðara uppdráttar.
33