Börn og menning - 01.09.1999, Page 41
BÖRN OG mENNiNG
tímanum en það er myndlæsi. Nútímasamfélagið er hlaðið
myndrænu efni sem birtist fólki í öllum myndum og
gerðum, allt frá umferðaskiltum til auglýsingaskilta,
arkitektúr til útilistaverka. Þetta efni er sjaldan textað og
því þurfa þjóðfélagsþegnarnir að geta lesið í þessar
upplýsingar jafnharðan. Þrátt íyrir að myndrænt efni eigi í
eðli sínu að vera aðgengilegra en hið ritaða orð, að því leyti
sem mynd vísar til þekkts veruleika, þá er það ekki
einhlítt því mál mynda byggist iðulega á einhverri
breytingu, einföldun eða afmörkun hins þekkta veruleika.
Umferðaskilti eru einfölduð tákn og auglýsingar ofhlaðnar
veislur fyrir augað. Þannig er augljóst að staða
myndasagna og annars sjónræns afþreyingarefnis getur
verið mjög mikilvæg fyrir nútímasamfélagið og
einstaklinga innan þess og því varhugavert að hafna slíku
efni á þeim forsendum að það sé ómerkilegt og
innihaldslaust. Það er ákveðin list eða tækni að lesa í og
vinna úr hinu myndræna áreiti og þessa kúnst kennir
teiknimyndasagan einna best.
Greinarhöfundur er bóhnenntafrœðingur og
stundakennari við Háskóla Islands.
39