Börn og menning - 01.10.2002, Síða 5

Börn og menning - 01.10.2002, Síða 5
Mér finnst . . . 3 ... rétt að verðlauna höfunda fyrir ritverk sem þeir senda í samkeppni um „bestu bókina" ef verkið þeirra skarar fram úr öðrum. Mér finnst það meira að segja svo merkilegt að barna- og unglingabókahöfundar séu ennþá að þrjóskast við að skrifa bækur handa is- lenskri æsku að þeir ættu allir með tölu að hljóta verðlaun hér og nú, ásamt bjartsýnis- orðu. Simmsalabimm! Af hverju ég tek svona stórt upp i mig? Jú, barna- og unglingabókahöfundum er ekki gert kleift að lifa af skrifum sínum, þeir sitja ekki við sama borð og aðrir þegar slegist er um styrki, þeir fá minna borgað fyrir verk sín en aðrir höfundar og eru settir skör lægra af „bókmenntaelítunni". Og hana nú! Já, mér finnst rétt að efna til samkeppni og auglýsa eftir snjöllum sögum af því að öll samkeppni er af hinu góða ef rétt er að staðið. Ármann Kr. Einarsson og fjölskylda hans ýttu úr vör árið 1985 fslensku barna- bókaverðlaununum í sámvinnu við Vöku/Helgafell. Stórkostleg hugmynd hjá eldhuganum Ármanni sem varð að veru- leika. í þessa samkeppni geta allir sent ritverk sín svo framarlega sem þau hafa ekki birst áður opinberlega. Margt mælir með samkeppni sem þessari Nýir höfundar hafa verið uppgötvaðir og þeir fá góðan byr kjósi þeir að róa áfram á sömu miðum. Það er nefnilega erfitt fyrir óþekktan höfund að ganga milli Pontíusar og Pilatusar með verk sín og nánast grátbiðja útgefendur um að birta þau. Hallfríður Ingimundardóttir I I ér finnst..... Um leið er líka mýtunni haldið við: að í sér- hverjum íslendingi leynist höfundur, enda búum við á sögueyjunni góðu! Verðlaun eru góð fyrir sjálfstraustið og um leið umbun fyrir marga svefndrukkna daga. Ég gef mér sumsé að verðlaunahöfundar skrifi eins og flestir aðrir barnabókahöfundar í hjáverkum eða þegar friður og ró hefur færst yfir borg og bæ. Og þótt fleiri sögur láti ekki kræla á sér er lengi hægt að lifa á einni sögu og það „verðlaunasögu" í þokka- bót. Þótt verðlaunaféð sé ekki hátt í krónum talið gæti það, ásamt öðru, hjálpað höfundi að halda áfram þessari óútskýranlegri ástríðu sinni, að skrifa. Síðast en ekki síst: Samkeppni kemur af stað umræðu um barnabókina eða ung- lingabókina í samfélaginu og ekki veitir af. Bókin á í harðri samkeppni við ágenga myndræna miðla sem í krafti fjármagns síns eru vel auglýstir. Enda til mikils að vinna þar sem markhópurinn er stór og oft ginn- keyptur. Lengi lifi bókin! Verðlaunasögur prýddu hillur krakkanna minna á milli þess sem þær lágu marglesnar í eða undir rúmum þeirra. Sögurnar voru færðar yfir í mína hillu þegar það þótti barnalegt og púkó að láta smábarnabækur sjást innan um fótboltabullur og íturvaxnar kvikmyndastjörnur en hafa flestar hin síðari ár blessunarlega ratað rétta leið til eigenda sinna sem bíða eftir því að geta lesið þær fyrir agnarsmá eyru. Ennþá er þó hillan mín griðastaður nokkurra um sinn. Gelgjan mín í framhaldsskóla varð dálítið vandræðaleg þegar ég tók eftir gömlum og þvældum vini hennar, Emilog Skunda, á náttborðinu innan um skólabækurnar og var fljót að segja af miklum sannfæringarkrafti með ívafi afsök- unartóns: Hún er bara alltaf svo geðveikt skemmtileg! Og blikið í augunum á henni minnti mig á notalegar sögustundir undir heitri sæng á síðkvöldum þegar kaldar tásur boruðu sér að hlýjum lærum. Hvílík nostalagía - og nauðsynleg! En hvað skyldi nú gerast ef dómnefnd kemst að þeirri niðurstöðu að engin saga beri af? Ætli sé reynt að velja þá skástu í þeirri von að hægt sé að betrumbæta hana í samvinnu við höfund? Fær miðjumoðið að ráða? Ég tek það fram til að forðast allan misskilning að ég hef ekki græna glóru um það hverjar vinnureglur dómnefndar eru eða hvort ein- hver viðmið eru til undir kringumstæðum sem þessum. Þó er ekki örgrannt um að sá grunur hafi einhvern tíma læðst að mér að verðlaunin hafi orðið markmið í sjálfu sér, en það segi ég ekki fyrir mitt litla líf upphátt, heldur hvísla þessu í hljóði. Sjálfri fyndist mér betur heima setið og verðlaunum sleppt það árið en þess f stað veitt verðlaun fyrir tvær bestu sögurnar næsta ár, eða eina, eða enga, svona (virðingarskyni við þessar „geð- veikt skemmtilegu" sem lifa kynslóðirnar. Hallfríður er framhaldsskólakennari og rithöfundur

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.