Börn og menning - 01.10.2002, Síða 8

Börn og menning - 01.10.2002, Síða 8
6 Börn og menning fyrir okkur íslenskunemum og almenningi. Ég rambaði þarna inn og sá myndlist sem ég vissi ekki að hefði varðveist og ég hélt á Konungsbók Eddukvæða vikuna sem sonur minn fæddist. Eldgamalt og glænýtt í sömu viku og jafn viðkvæmt. Mér fannst svo mikil synd að þetta skyldi ekki vera meiri fræði- mannaverksmiðja, þar sem framleiddir væru eldhugar í fræðunum í tugatali árlega. Ef ekki eru ræktaðar upp nýjar kynslóðir af áhugafólki þá lognast þetta út af og deyr. Þá bera menn ekki skynbragð á verðmætið og stjórnmálamenn tala bara um „menningar- arfinn" en það er hætt að hafa nokkurn hljómgrunn hjá manni vegna þess að það vísar ekki í neitt nema sjálft sig. Mér sveið sárt að sjá þögnína kringum Árnastofnun þegar allt annað var í sjoppustíl eins og Fjörukráin. Leitin að Mónu Lísu Ég skrifaði skýrslu fyrir Ferðamálaráð sem bar heitið „Leitin að Mónu Lísu". Hug- myndín var að svara spurningum eins og: Hvað er merkilegasta listaverk á Islandi? Þegar spurt er um merkasta fossinn á íslandi er enginn í vafa en þegar spurt er um merkasta mannanna verk þá er komið að tómum kofanum. Nú er Þjóðminjasafnið búið að vera lokað í fimm ár og það er heil kynslóð af krökkum sem hefur bara fengið sitt popptíví og pizzuauglýsingar. Það er ótrúlegt og merkilegt að þjóðin skuli sætta sig við að Þjóðminjasafnið sé svona lengi lokað. En svarið var að það væri vísindalega sannað að Konungsbók Eddukvæða hafi haft mest áhrif á listamenn í öllum heiminum og henni hefur ekki verið haldið á lofti. f rauninni var hugmyndin sú að hún yrði gerð að segulstáli sem dregur fólk hingað og ís- lenskar bókmenntir, fornbókmenntir og nú- tímabókmenntir, séu það sem þú tekur með þér heim frá íslandi. Ég veit að það er fullt af fólki úti um allan heim sem er til í að koma bara út af Eddu. Ég held að það sé hægt að gera miklu meira í að kynna Eddu, við tökum kafla úr henni eins og t.d. Hávamál og seljum í bókabúðum undir heitum eins og Sayings of the Vikings eða Viking wisdom - við þorum ekki að halda uppi frummyndinni af ótta við að fólk skilji hana ekki, þorum ekki að kenna fólki neitt, þorum bara að taka fyrirfram hugmyndir þeirra og láta þær standast væntingar. Jú, jú, við erum bar- dagavíkingar. Mér finnst stundum eins og þróunin hafi verið þannig að í 1000 ár höfum við átt inni- haldið en glatað öllu öðru, búin að glata húsunum, vopnunum og nánast öllu öðru. Nú sé þróunin sú að glata innihaldinu og herja á umbúðirnar sem týndust. Endur- byggja tilgátubæi og setja upp bardaga í staðinn fyrir að segja fólki að þetta sé ekki til. Þetta er ekki hérna en þú getur lesið um það og ímyndað þér, raðað því í landslagið. En við þurfum ekki að eyða peningum í að láta unglinga skylmast. Hef ánetjast Ég ætla að skrifa fleiri barnabækur - ég er með hugmynd að tveimur og er búinn að semja í höfðinu en þær eru næstar í röðinni á eftir þessari skáldsögu sem ég er að semja núna og heitir LoveStar. Ég skil alveg hvernig menn ánetjast barnabókum - það er svo frjór jarðvegur og mikil viðbrögð frá lesendum - mjög skemmtilegt þegar maður nær til barna, eða heillar fjölskyldu. Það er þakklátur lesendahópur. Guðlaug Richter

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.