Börn og menning - 01.10.2002, Síða 9

Börn og menning - 01.10.2002, Síða 9
Lesendabréf 7 Lesendabréf Við lúðrablástur og bumbuslátt Það er alltaf gaman þegar eintak af blaðinu Börn og menning berst í hús. Ég sé þar svart á hvítu hve margt er að gerast á sviði barna- bókmennta á íslandi. Ég sé líka metnaðar- fulla umfjöllun og þar var síðasta blað engin undantekning. Þar voru meðal annars erindi um jólabækurnar sem flutt voru á Súfist- anum. Ég var mjög ánægð með að fá þau á prenti til að lesa aftur, góðar greinar, eins og góðar bækur, verða bara betri við endur- lestur. Það besta er að greinarnar í Börn og menning eru oft massívar og ekkert verra að lesa þær tvisvar eða þrisvar. Þess vegna ráð- legg ég fólki að geyma blaðið. Ég held að Börn og menning hafi þegar haft áhrif á kynningu barnabóka. Eigi að síður þykir mér það aldrei fá nægilega at- hygli þegar það kemur út. Svona blaði ætti að vera tekið með lúðrablæstri og bumbu- slætti í menningarþáttum fjölmiðla og barnaþáttum. Um leið og ég vil þakka IBBY og ritstjóra fyrir gott blað langar mig að hvetja lesendurtil að liggja ekki á liði sínu við að breiða út boðskapinn og kynna blaðið sem víðast. Þannig tryggjum við að grund- völlur verði áfram fyrir útkomu þess og að mikilvægum þætti í menningu okkar sé sinnt sem skyldi. Adda Steina Björnsdóttir Bl>3 BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍRUR Bækur, tímarit, dagblöð, geisladiskar, hljóðbækur, tungumálanámskeið, myndbönd og margmiðlunarefni. Eitthvað fyrir alla! Aðalsafn Grófarhúsi,Tryggvagötu 15, Borgarbókasafnið í Gerðubergi, Foldasafn í Grafarvogskirkju, Kringlusafn í Borgarleikhúsinu, Seljasafn, Hólmaseli 4-6 og Sólheimasafn, Sólheimum 27 www.borgarbokasafn.is Barnamenningarstofnun Nokkrir drífandi einstaklingar og félög hér á landi hafa nú bundist samtökum um að hvetja til þess að sett verði á laggirnar Barnamenningarstofnun í Landsbókasafni íslands- Þjóðarbókhlöðu. Hlutverk Barnamenningarstofnunar, auk þess að hýsa safn barnabóka, tímarita og fræðibóka um barnabókmenntir, verður að rannsaka og miðla upplýsingum um (slenskar barnabókmenntir. Bókakostur er þegar fyrir hendi í Þjóðarbókhlöðunni en efla þarf vilja ráðamanna þjóðarinnar til að fjármagna stöður og áframhaldandi bókakaup sem nauðsynleg eru til að halda úti slíkri starfsemi. Allir einstaklingar sem áhuga hafa á framgangi málsins geta gerst aðilar að félaginu.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.