Börn og menning - 01.10.2002, Qupperneq 10
Börn og menning
Agnes Vogler
Sársauki fegurðarinnar
Um mikilvægi útlitsins í teiknimyndinni Shrek
Endur fyrir löngu í fjarlægum fenjafláka bjó venjulegt tröll aö nefni Shrek. Kyrrlát tilvera hans hrynur
snögglega til grunna þegar pirrandi ævintýraverur gera innrás í mýrina hans. Þrjár blindar mýs leika sér
í matnum hans, stór og Ijótur úlfur liggur í rúminu, þrjú heimilislaus svín og ýmsir aörir ráfa um; öll hafa
verið gerð útlæg frá sínum rétta stað í ríkinu af hinum illa Farquaad lávarði. Ákveðinn íað bjarga heimilum þeirra
- og ekki síst sinu eigin - semur Shrek um afsal mýrarinnar við Farquaad og heldur af stað i leit að hinni fögru Fí-
ónu prinsessu sem á að verða brúður lávarðarins. Með í för er hinn fyndni asni Asni sem er tilbúinn til að gera hvað
sem er fyrir Shrek ... nema að halda sér saman. í Ijós kemur að eldspúandi drekinn sem gætir prinsessunnar er lít-
ið vandamál miðað við hið hrikalega leyndarmál sem prinsessan sjálf býr yfir...
kwikmyndir______________
Meira en bara ævintýri
Það hefur alltaf farið í taugarnar á
mér að sögur á borð við Fríðu og
Dýrið breytast ævinlega í sögur
um Fríðu og Fríða þótt heita eigi
að boðskapur þeirra snúist um
það að líkamleg fegurð skipti ekki
mestu máli.
(Forsmark 2001)
Boðskapur ævintýranna er eitt helsta ein-
kenni þeirra. Þau hafa alltaf boðskap sem all-
ir sjá, enda flest hönnuð fyrir börn. Það er
beinlínis ætlast til þess að þau séu túlkuð, að
lesendur/áhorfendur átti sig á því að sagan
sé ekki bara á yfirborðinu. Teiknimyndin um
Shrek sem búin var til af fyrirtækinu
DreamWorks Ltd. eftir samnefndri bók
William Steiger, er hér engin undantekning.
Óánægja með boðskap hins vel þekkta
ævintýris Fríða og Dýrið sem fram kemur í
orðum David Forsmark gagnrýnanda hér að
ofan bendir hins vegar til þess að ævintýrin
séu ekki alltaf sjálfum sér samkvæm, að boð-
skapur þeirra geti verið misvísandi. Þannig
boða þau umburðarlyndi og góðmennsku,
en ákveðnar steríótýpur eru samt alltaf í
hlutverki illmennanna og hetjanna. I ævin-
týrum koma til að mynda fram alveg merki-
legir fordómar gagnvart drekum, galdra-
nornum, tröllum o.fl. þó boðskapurinn sé
jafnframt að hjálpsemi og fórnfýsi séu aðal-
einkenni hetjunnar. Eitt helsta vandamálið
með ævintýrin í dag eru hin hefðbundnu
kynhlutverk; hjálparlausa prinsessan og hug-
rakka hetjan. Svona fordómar eru hitamál
og er fáránleiki kynhlutverksins og útlitshlut-
verksins einmitt helsta umfjöllunarefni
Shrek.
Sagan Shrek er ævintýri, á því er enginn
vafi. Því til stuðnings fellur sagan mjög vel
inn í skilgreiningu Guðrúnar Bjartmarsdóttur
á ævintýrinu.
Eitthvað fer úrskeiðis í samfélagi
sögunnar, hetjan tekur að sér að
bæta úr því, heldur að heiman og
gengur í gegnum margvíslegar próf-
raunir sem skera úr um manngildi
hennar og hetjuskap ... [Ævintýrin
eru] alþjóðleg og óbundin tíma og
rúmi, a.m.k. gerast þau ekki í neinu
ákveðnu landi, þó þjóðfélagsmynd
þeirra minni að vísu á lénsskipulag
miðalda.
(Guðrún Bjartmarsdóttir
1982:220-221)
En Shrek er hins vegar meira en „bara"
ævintýri. Sem bókmenntagrein geta hin
klassísku ævintýri ekki þróast nema innan
ákveðins ramma, alveg eins og formúlu-
kenndar ástarsögur. ( ævintýrinu endar allt
vel, hin dyggðuga hetja sigrar og illmennin