Börn og menning - 01.10.2002, Page 11

Börn og menning - 01.10.2002, Page 11
Sársauki fegurðarinnar 9 fá makleg málagjöld. Ramminn er satt að segja alls ekki ólíkur rammanum um ástar- söguna, þar sem elskendurnir ná alltaf saman í lokin. Ef elskendurnir ná ekki saman er ástarsagan ekki ástarsaga heldur tragedía; ef ævintýrið endar ekki vel er það hrollvekja. „Endar myndin þá vel?" spyr Bob Aulert, einn gagnrýnanda Shrek sjálfan sig, og svarar strax: „Auðvitað (þetta er nú einu sinni ævintýri)." (Aulert 2001) Galdurinn við að skrifa góðar ástarsögur er að vera frum- legur innan hefðarinnar. Innan hins viður- kennda ramma má fara í kringum reglurnar og það er einmitt það sem framleiðendur Shrek hafa gert, bæði í meðförum sínum á ævintýrinu og ástarsögunni innan þess. Afbökun hefðarinnar Þróun formúlubókmennta gengur I gegnum nokkur þroskastig og er síðasta stigið sjálfs- meðvitund bókmenntagreinarinnar. Þá er formúlan gjarnan skopstæld og gert grín að hefðum greinarinnar með því að afbaka þær. Þetta gerir Jane Austen við gotnesku skáld- söguna í bók sinni Northanger Abbey. Hroll- vekjurnar sem voru svo vinsælar um og eftir 1995, sérstaklega Scream-myndirnar (sú fyrsta kom út 1997), léku sér að því hversu þekktar hefðir hrollvekjunnar eru orðnar. Hefðirnar eru beinlínis teknar fyrir og ræddar af söguhöfundí í Northanger Abbey og per- sónum í Scream. Höfundar Shrek gera svip- aða hluti, m.a. segir Shrek þegar þeir Asni eru að leita prinsessunnar í kastalanum: „Prinsessan mun vera f hæsta turn- inum."Asninn verður hissa á þessari að þvf er virðist óskiljanlegu þekkingu Shrek og spyr hvernig hann geti vitað það. Shrek svarar ó- sköp rólega: „Ég las það í bók." (Shrek 2001) Eins og Jane Austen og Kevin William- son höfundur Scream gera framleíðendur Shrek ráð fyrir að allir áhorfendur þekki hefðir greinarinnar, hafi f þessu tilfelli lesið sömu ævintýrin og Shrek. Vegna þess hversu vel þekktar hefðirnar eru geta höfundarnir svo leyft sér að gera grín að þeim og koma áhorfendum á óvart með því að vinna bein- línis gegn þeim. Samkvæmt hefðum ævintýrisins ætti hetjan að vera ungur konungssonur í leit að drekum til að drepa og fögrum prinsessum með síðar fléttur til að bjarga. Hann getur líka kinnroðalaust verið af fátæku foreldri og þá helst þriðji sonur sem er sendur út í heim- inn til að leysa þrautir í þríriti og vinna prinsessuna og konungsríkið. Hann getur hins vegar ekki verið stór, grænn og Ijótur tröllkall með andfýluvandamál í verktaka- vinnu fyrir vonda kallinn nema hann reynist vera í álögum sem hægt er að aflétta með kossi. Shrek er þessi froskur ævintýranna en hann er hins vegar ekki í álögum. Hann er bara svona. Hefðinni er alveg snúið á hvolf, því það er hin fagra Fíóna prinsessa sem reynist vera froskurinn. Áhorfendum er svo snúið í hálfhring í viðbót þegar kossinn breytir froskinum ekki í prinsessu heldur prinsessunni í frosk. Fleiri hefðir eru gagn- rýndar á svipaðan hátt, þ.e. með afbökun á þeim. Drekinn ógurlegi er kvenkyns einstæð- ingur í leit að ást og hlýju. Prinsinn, sá sem ætti með réttu að vera bjargvætturinn, reyn- ist vera vondi kallinn. Prinsessan er ekki hjálparvana og Ijóshærð, heldur rauðhærður bardagalistamaður sem sprengir fallega litla fugla með hátíðnisöng. Þannig sýna höfund- arnir fram á hversu úr sér gengnar og hallærislegar hefðir geta verið, hvernig þær ýta jafnvel undir tilefnislausa fordóma. En þeir gera það án þess að áhorfandinn þurfí að kvarta. Brot á reglum og uppstokkun á þeim getur, ef vel tekst til, hleypt nýju lífi í þreytta grein. Þannig varð fyrsta Scream- myndin miklu meira hrollvekjandi en „venjuleg" og ósjálfsmeðvituð hrollvekja. Shrek verður líka miklu ævíntýralegra ævin- týri og ástarsagan miklu hjartnæmari vegna þess að reglur eru meðvitað brotnar innan rammans. Hetjan endar með prinsessunni en leiðin að hefðbundinni hamingju og boð- skap ævintýrisins er ný. Hefðirnar sem eru hvað mest brotnar, og þar með gagnrýndar, eru einmitt þær sem lúta að ástarmálum. Það er ekki óalgengt að prinsessan/fagra fljóðið læri að líta fram hjá útlitsgöllum hetjunnar, það gengur jafnvel stundum svo langt að þau eru ekki af sömu tegund (hún kona en hann í dýraham), en hún elskar hann samt vegna þess hversu hjartagóður hann er (hvernig ætli kynlífið myndi vera - eða afkvæminl). Laun prins- essunnar fyrir að horfa fram hjá ytra útliti eru þau að hetjan hættir að vera Ijót við fyrsta koss hennar- ekki skrítið að David Forsmark skuli vera pirraður á þessum tvískinnungs- hætti I En sönn ást á að ná út fyrir ramma út- litsins, fegurð/ljótleiki og útlitspælingar geta meira að segja komið í veg fyrir að elskendur nái saman. Boðskapur Shrek er ekki að útlit- ið skipti ekki máli, slík staðhæfing væri ein- feldningsháttur, en frekar að sönn ást sé að finnast útlit hins elskaða vera gott mál, sama hvernig það er. Mikilvægi útlitsins Útlitið hefur í gegnum tíðina verið mikið um- fjöllunarefni manna hvort sem er í fagurbók- menntum, hirðástarsögum, ævintýrum eða nú í seinni tíma formúlu-ástarsögum. Fegurð er ómissandi eiginleiki kvenhetjunnar, ef hún er ekki beinlínis falleg samkvæmt tískunni þá er samt alltaf „eitthvað við hana". Þetta gengur svo langt að það er nánast óþarfi í umræðunni um prinsessur ævintýranna að lýsa útliti þeirra, að vera prinsessa er ávísun á fegurð. Hvaða hetja myndi Ifka leggja af stað í háskaför til að bjarga feitri skeggjaðri prinsessu? T.d. má velta því fyrir sér hvort hinn frægi og Ijóti Cyrano de Bergerac hefði orðið ástfanginn af Roxönu ef hún hefði verið með jafn stórt nef og hann. Feministar og aðrir eðlilegir menn sjá ástæðu til að gagnrýna þessa fegurðardýrkun. Það er ekki ásættanlegt að halda að fólki, og þá sérstak- lega börnum, kröfum um óraunhæft útlit. Hvaða máli skiptir líka ytra útlit? Mikilvægi útlitsins er hlutur sem fæstir vilja viðurkenna en það eru samt ekki margir sem taka sér tíma til að horfa eftir innri fegurð þegar við- komandi er verulega úr takt við staðlaðar hugmyndir um ytra útlit. Höfundar Shrek missa reyndar nokkur stig fyrir að segja áhorfendum að ekki megi

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.