Börn og menning - 01.10.2002, Blaðsíða 12

Börn og menning - 01.10.2002, Blaðsíða 12
10 Börn og menning dæma eftir útlitinu en setja svo sjálfir mis- kunnarlaust út á hæð, eða smæð, vonda kallsins, Farquaad lávarðar. Flestir gagn- rýnendur myndarinnar hafa sagt eitthvað á þá leið sem Carlo Cavagna orðar svo: Shrek fjallar að mestu leyti um það að ekki eigi að dæma fólk eftir út- litinu... samt er það svo að á sama tíma og Shrek útdeilir þessum boð- skap er gert miskunnarlaust grín að því hve lágvaxinn Farquaad er þannig að á vissan hátt er grafið undan boðskapnum. (Cavagna 2001) Brandararnir sem eru látnir fljúga á kostnað Farquaad sýna enn og aftur hversu mikill hluti af hugmyndaheimi okkar Freud er orð- inn. Höllin sem Farquaad býr í er stór og mikill turn sem Shrek heldur að hann hafi byggt vegna þess að hann sé að „bæta sér eitthvað upp." (Shrek 2001) Jafnvel Asni skilur að brandarinn vfsar til reðurstærðar (eða smæðar) Farquaad. Þetta er frekar ódýr brandari í Ijósi þess hversu rosalega lítill Farquaad er. Hins vegar er nokkuð Ijóst að framleiðendur Shrek eru í og með að ná sér niðri á fyrrverandi vinnuveitenda sínum og helsta keppinauti, Disney-samsteypunni. Borgin lávarðarins, Duloc, er ofurskipulögð og hárbeitt ádeila á skemmtigarða Disney, en fullkomið skipulagið hefur sogað ævin- týrið úr þeim fyrir löngu. Stærð Farquaad má ekki taka of bókstaflega sem misheppnaðan brandara, heldur sem ádeilu á stærð Disney og kapítalískar hugsjónir fyrirtækisins sem andstæðu við ævintýrin sem þar eru fram- leidd. Yfirleitt er útlit karlhetjunnar sjaldan til umræðu, frekar bara þjóðfélagsstaða eða ríkidæmi. Prinsinn, því auðvitað er drauma- prinsinn valdamikill, er að staðaldri ríkur, en útliti hans er sjaldan lýst. Undantekningar á þessu eru þó nokkrar og þá er útlit prinsins atriði vegna þess hversu hrikalega Ijótur hann er. Kvenhetjan, sem er góð og fögur, lærir að horfa fram hjá útliti hans og elska mannkostina í staðinn. Leikritið Cyrano de Bergerac eftir Edmund Rostand getur ekki talist dæmi um hið gagnstæða, því að ein- stæðingsháttur Cyrano og ástleysi eru sjálf- skaparvíti. Dæmi um menn sem eru svo Ijótir að kvenhetjan lítur ekki við þeim, og reynast ekki vera í álögum, eru sárafá. Ef slíkt er uppi á teningnum reynist hún vera hið mesta flagð sem fær makleg málagjöld undir lokin, er t.d. breytt í Ijóta stelpu og lærir þannig auðmýkt. Kröfur um fegurð kvenhetja eru hins veg- ar svo miklar að fæstar konur geta staðið undir þeim. Fíóna prinsessa finnur afskap- lega mikið fyrir þrýstingi samfélagsins eftir að á hana hefur verið lagt að hún breytist í tröllskessu á nóttinni. „Hver hefur heyrt um Ijóta prinsessu?" spyr hún Asna örvænt- ingarfull og svarið er auðvitað enginn, „prinsessa og Ijótleiki passa ekki saman." (Shrek 2001) Til að þessi sami enginn sjái hana aldrei í Ijótu ástandi lokar hún sig af á nóttunni og gerir allt sem í hennar valdi stendur til að aflétta álögunum, þ.e. að flýta sér í hjónaband með hetjunni sem lætur bjarga/bjargar henni og er þannig sam- kvæmt formúlu ævintýranna hennar eina sanna ást. Þessi tvískipting á útliti Fíónu kall- ast á við daglegt líf venjulegu konunnar sem þorir ekki út úr húsi fyrr en hún er búin að mála sig. Einungis í hjónabandinu, þegar búið er að binda karlinn, getur konan leyft sér að vera hún sjálf; álögunum er aflétt. Á sama hátt býst Fíóna við því að allt lagist með hjónabandinu. Tvíræðu álagavísuna má skilja þannig að með fyrsta kossi hetjunnar verði Fíóna gerð falleg að eilífu: By night one way, by day another, this shall be the norm. Until you find true loves first kiss and then take loves true form. (Shrek 2001). En sönn ást lýsir sér ekki í því að þú verðir falleg í augum samfélagsins, heldur bara í því að þú verðir falleg í augum þess sem elskar þig eins og kemur berlega í Ijós í lok sögunnar. Laus úr viðjum fegurðarinnar Slavoj Zizek talar um það í grein sinni „Courtly Love, or Woman as Thing" að sönn ást geti ekki þrifist nema þegar viðkomandi sjái galla þess sem ástin beinist að og elski þá líka. Sönn ást er að sjá undir yfirborð andlits-

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.