Börn og menning - 01.10.2002, Page 13

Börn og menning - 01.10.2002, Page 13
Sársauki fegurðarinnar 11 farðans og vera samt ástfanginn af því sem maður sér. Ást á upphafinni veru, t.d. prinsessu, er alls ekki sönn ást, það er mesti misskilningur. Þegar álögunum er aflétt af Fíónu við fyrsta koss Shrek verður hún eilíflega tröll sem er augljóslega ekki hin staðlaða fegurðarímynd. Hins vegar er Shrek himinlif- andi yfir þessu nýja útliti, honum er alveg sama í hvaða gervi konan sem hann elskar er. Fíóna er laus úr viðjum fegurðarinnar og getur nú farið að skemmta sér í mýrinni með Shrek, borða rottur og yfirleitt hegða sér jafn óprinsessulega og hún frekast getur. Hið sanna gervi ástarinnar reynist vera tröllaham- urinn, þ.e.a.s. allt sem Fíóna áleit sína stærstu galla en eru í augum Shrek elsku- legir. Fegurðin og hræðslan við að viðhalda henni er kvöð sem nú hefur verið aflétt. Kenningar Zizek um masókískar hirðástir virðast eiga við um Shrek á tímabili. Hann hefur nokkur góð tækifæri til að kyssa Fíónu eða tjá henni ást sína og hver heilvita maður sér að hún hefði ekkert á móti slíku. En það kemur alltaf eitthvað í veg fyrir fullkomnun þessara athafna; Shrek hættir við og ber fyrir sig að hann sé svo Ijótur, reynir að sannfæra sjálfan sig og Asna um að hún vilji hann ekki. Hér mætti ásaka hann um masókisma, að vilja sjálfur lengja biðina eftir prinsessunni og þrá úr fjarska. Aðstæður sem Zizek lýsir eiga vel við: „Jafnvel þótt hluturinn sé innan seil- ingar hefur allur heimurinn einhvern veginn verið stilltur inn á að framkalla, aftur og aft- ur, óskiljanlegar tilviljanir sem hindra aðgang að viðfanginu." (Zizek 1999:156) Zizek segir að það sé ekkert sem hindrar nema löngunin til að láta hindra; Shrek vill vera einn og óhamingjusamur á yfirborðinu vegna þess að hann er masókisti sem fær ánægju út úr einmitt því. Shrek og Cyrano eiga hér margt sameiginlegt, báðir nota útlitið sem afsökun tíl að hylja masókískar tilhneigingar sínar, eða hvað? Þeirri spurningu hefur verið varpað fram hvort hinn raunverulegi masókisti í sambandi Cyrano og Roxönu geti ekki alveg eins verið hún. Það sama má gera hér; er Flóna sú sem hefur töglin og hagldirnar í leiknum? Ást hennar vex hægt og kvenlega, hún fær sam- úð með hinni misskildu ófreskju og samúðin þróast svo út í ást þegar þau kynnast betur. Hún hefur eins og Shrek nokkur tækifæri til að tjá ást sína en notar þau ekki. Hún gerir ekkert í málinu vegna þess að hún vill endur- heimta fegurð sína. En ef hún er ástfangin af Shrek þá er þetta léleg afsökun og gefur ástæður til að ætla að hún vilji þjást í óham- ingjusömu hjónabandi til að geta eilíflega upphafið ástina til Shrek. Draumaástandið milli Shrek og Fíónu gæti samkvæmt þessari lýsingu verið það að þau næðu aldrei saman heldur fengju að þjást hvort í sínu horninu ... Ljótleikinn mun gera yður frjálsan Það sem verður þess valdandi að þau ná saman er áuðvitað Asni. Hann segir Shrek að hann hafi misskilið Fíónu og að hún endur- gjaldi tilfinningar hans. Shrek sýnist þá að hann hafi hegðað sér fyrirlitlega gagnvart henni, sært hana svo djúpt að hún hafi selt sig nauðug viljug í hjónaband með Farquaad. Hún þarf á honum að halda, hún er ekki falleg prinsessa sem getur séð um sig sjálf, heldur veikburða og hjálparþurfi. Hann hleypur á eftir henni og játar ást sína fyrir henni. Shrek gefur sig henni á vald með þessari játningu, réttir höndina fram. Vegna þess að hann tekur fyrsta skrefið getur hún komið á móti honum. Vítahringur masókist- ans er rofinn; hann játar ást sína opinberlega og hún hættir að vera upphafin. Formúla Zizek um masókisma í hirðástum passar því ágætlega í sambandi Shrek og Fíónu upp að vissu marki, en þau ná að forð- ast upphafningu með því að samþykkja galla hvort annars. Fíóna er ekki að nota formúl- una prinsessa + prins = sönn ást sem af- sökun til að viðhalda masókísku sambandi, heldur er hún fórnarlamb hefða ævintýr- anna. Hefðirnar blinda hana fyrir þeim möguleika að sanna ást geti verið að finna með trölli. Bæði Shrek og Fíóna verða að læra að horfa fram hjá reglum og sjá að út- lit á ekki að mega festa fólk/tröll í hlut- verkum. Hingað til hafa ævintýrin og ástar- sögurnar gert það, sagt hverjum sem hlusta vill að ástina sé einungis að finna hjá hinum fögru. Höfundar Shrek gera gys að slíkum boðskap en benda líka á hversu vond áhrif hann getur haft á hugmyndir um ástina. Óhamingja Fíónu orsakast af því að reyna að vera jafnfögur og hefðin segir henni að vera, lausnin felst (Ijótleikanum - hann mun gera yður frjálsa. Þannig er frelsið að finna í öðru gervi, einsog Fíóna kemst að raun um. Hún sem hafði unnið svo hörðum höndum að því að vera fullkomin prinsessa verður dauð- fegin að sleppa úr hlutverkinu. Það eru ekki einungis hjartarætur Fíónu sem léttast við þessi málalok heldur verður brúnin á Shrek líka léttari. Hefði Fíóna haldið prinsessuhamnum hefði hann aldrei getað verið öruggur með sjálfan sig í þeirra sam- bandi. Hann er ófríður á ytra borði og á sam- kvæmt hefðinni ekki að reyna við prinsessur. Þegar Fíóna er gerð ófríð dettur hún af prinsessustallinum og niður í fangið á Shrek sem nú þarf ekki lengur að vera hræddur við að leyfa sér að elska hana. Samband Shrek og Fíónu er andstæðan við hið masókíska samband Cyrano og Roxönu eins og Zizek lýsir því. Cyrano er hinn týpíski fulltrúi hirð- ástanna sem elskar aldrei upphöfnu konuna heldur einungis stallinn sem hún stendur á. Hann þráir að komast nær guðdómleikanum í gegnum hina upphöfnu kvenmynd, en vill í raun ekki uppfylla þrána eftir henni; hann er ástfanginn af eigin ást. Hann pínir sjálfan sig stöðugt, þráir og elskar úr fjarlægð og er þar með masókisti. Konan er ósnertanlegt „object" ástarinnar. Shrek og Fíóna elska hvort annað, ekki upphafnar myndir, og kynnast hinni raunverulegu, jarðbundnu ást. Boðskapur Shrek er svolítil predikun. Sönn ást verður til ef viðkomandi persóna hentar þér, þá verður útlit hennar líka það sem hentar, það sem þér finnst ákjósanlegt. Elskendur ættu ekki að falla ( þá gryfju að láta hefðir samfélagsins og hugmyndir um hlutverk eftir kyni eða útliti standa í vegi fyrir sannri ást. Og Ijóta fólkið lifði líka hamingjusamt til æviloka ... Ádeila framleiðanda Shrek á hefðbundin út- litshlutverk er vel réttlætanleg þegar litið er til þess samfélags sem myndin verður til í. Kvikmyndir, sér f lagi rómantískar myndir, bjóða aldrei upp á hetjupar t.d. sitt af hvorum kynþættinum. Leikkonan Halle Berry, sem er svört, telur sér hafa verið hafnað í mörg rómantísk hlutverk bara vegna húðlitar1 Varla geta leikhæfileikarnir Sjá Myndbönd mánaðarins, febrúareintak 2002.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.