Börn og menning - 01.10.2002, Blaðsíða 17

Börn og menning - 01.10.2002, Blaðsíða 17
Litla Ijót og „Litli Ijóti andarungínn" 15 kvikindi sem reyndar er alls ekki hundur, heldur geímvera, sérstaklega ræktuð til að eyðileggja allt sem hún kemur nálægt; þetta er Stitch. Stitch hefur sloppið úr fangelsi á plánetu þeirri sem hann hafði verið búinn til á og á hælum hans eru tvær aðrar geim- verur, sem sendar eru til að fanga hann. Núnú, í stuttu máli sagt lærist þeim fé- lögum Lilo og Stítch ýmislegt af mistökum hvor annars, Lilo kemst að því að óþekkt er ekki alltaf árangursrík og Stitch lærir að eilíf eyðilegging hefur sín takmörk og það að eiga einhverja að getur verið gott. Þetta lærir hann meðal annars af sögu H.C. Andersens af Ljóta andarunganum, sem á endanum fann sína réttu fjölskyldu. Þegar allt er komið í óefni, veiðimennirnir búnir að ná Stitch og félagsráðgjafinn búinn að ákveða að taka Lilo frá Nani, þá grípur Stitch um þær með sínum mörgu örmum og biður þeim vægðar og segir að hann sé búinn að læra að það mikilvægasta af öllu sé að eiga sér fjölskyldu, og þó að hún sé sundruð og því dálítið óhefðbundin í samsetningu, þá sé það samt fjölskylda! Ansi magnaður boðskapur í Disneymynd það! Þessu óhefðbundna fjöl- skyldumynstri er svo fylgt eftir með nokkrum Ijósmyndum sem sýna þessa óhefðbundnu fjölskyldu á gleðistundum, en þá hafa bæst í hópinn geimversku veiðimennirnir og félags- ráðgjafinn (sem er risastór blökkumaður með svört sólgleraugu enda reyndist hann vera fyrrverandi leyniþjónustumaður, raunar einn af hinum frægu mönnum í svörtu). Kærasti stóru systur er stundum með og stundum ekki, eins og til að undirstrika að hér sé ekki um að ræða hefðbundna kjarna- fjölskyldu. Núnú, þar fyrir utan er myndin einfaldlega dásamlega skemmtileg og ég gat bæði grátið af hlátri og samúð með þessum órólegu smáverum. Útlit kvennanna er mjög eftirtektarvert, en myndin gerist á Hawaii og mikið er gert til að gera þær systur og aðrar kvenpersónur sannfærandi konur af sínum kynþætti. Þetta eru engar tágrannar ofurfínlegar prinsessur, heldur glæsilegar sterkbyggðar konur, dökkar yfirlitum með breið nef og mjaðmir, skásett augu og sterklega kálfa. Það kom mér því vægast sagt á óvart að lesa dóm Hildar Loftsdóttur í Morgunblaðinu, 14. 9. 2002, en þar ber hún Lilo og Stitch saman við Fríðu og dýrið og er niðurstaðan af þeim samanburði að ekki sé hún Lilo nú fríð! Þetta finnast mér undarlegir fordómar í umfjöllun um mynd sem einmitt virðist til þess ætluð að ganga þvert á hefðbundin fegurðarvið- mið, eins og þau sem Disney-fyrirtækið hefur sjálft átt svo mikinn þátt í að skapa. Hér er komin raunhæf fyrirmynd fyrir litlar stúlkur af öðrum kynþáttum en þeim hvíta, sem hingað til hafa mátt sætta sig við að horfa upp á að fegurðarviðmiðið sé bundið Ijósu hári, örsmáu uppbrettu og umfram allt beinu nefi og bláum augum. Litla Ijót hefur fengið uppreisn æru, enda er hún, þegar betur var að gáð alls ekki Ijót, hún þurfti bara að finna sér sinn eigín stað þar sem hún er samþykkt eins og hún er. Höfundur er bókmenntafræðingur og bókaverja „Hér er komin raunhæf fyrirmynd fyrir litlar stúlkur af öðrum kyn- þáttum en þeim hvíta, sem hingað til hafa mátt sætta sig við að horfa upp á að fegurðarviðmiðið sé bundið Ijósu hári, örsmáu uppbrettu og umfram allt beinu nefi og bláum augum."

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.