Börn og menning - 01.10.2002, Qupperneq 19

Börn og menning - 01.10.2002, Qupperneq 19
H.C. Andersen verðlaunin 2002 17 viðurkenningu frá Carnegie og árið 2000 fékk hann „Stockport School Book Price K4". Síðast en ekki síst heiðrar IBBY Aidan Chambers í ár með Andersen-verðlaununum eins og fyrr er nefnt. Bækur Aidan Chambers hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál, m.a. öll helstu Evrópu- málin, sem og dönsku, norsku og sænsku auk japönsku og kínversku. Aidan heldur úti mjög skemmtilegum og forvitnilegum vef á Netinu, www.aidanchambers.co.uk, þar sem meðal annars er að finna ræðuna sem hann hélt þegar hann veitti verðlaununum viðtöku í Basel 29. september síðastliðinn. Quentin Blake Quentin Blake fæddist árið 1923. Hann fékk góða menntun, gekk í skóla í Downing og Cambridge og lærði enskar bókmenntir. Hann stefndi að því að verða enskukennari en dráttlistin varð bókmenntunum yfirsterk- ari. Quentin lærði undirstöðuatriði listarinnar í Chelsea College of Art, þá kominn yfir tví- tugt. En löngu fyrir þann tíma hafði hann skapað sér sína sérstöðu í myndskreytingum. Hann hefur verið síteiknandi frá unga aldri og sendi teikningar sínar í blaðið Punch frá því hann var fjórtán ára. Þegar hann var sextán ára höfðu tvær teikningar verið teknar í blaðið og hann fékk sendar tvær ávísanir upp á sjö gíneur hvora. Hann vissi ekkert hvað hann átti að gera við þessar ávísanir, hann átti engin viðskipti við banka. Quentin sinnti herþjónustu þegar hann hafði aldur. til og þar myndskreytti hann kennslubækling fyrir hermenn. Honum fannst hann aldrei vera raunverulegur her- maður, fannst hann ekki standa sig nógu vel. Eftir að herþjónustu lauk gekk honum erfið- lega að komast aftur inn ( eðlilegt líf hins menntaða manns. En lífið í Cambridge kom kyrrð á órólegan huga hins unga myndlistar- manns og fannst honum notalegt að ganga um götur borgarinnar og virða fyrir sér mannlífið. Hin dreifða byggð með túnum og engjum gaf tilfinningu um sveitakyrrð og notaði hann slíkt landslag mikið í myndum sínum. Hann fór í bíó og sá myndir Buster Keatons. Þar sá hann myndir skapa sögu og það var einmitt það sem hann vildi gera. Meðan Quentin var í skóla í Cambridge kynntist hann samstarfsmanni sínum til margra ára. Þarna varð til fyrsta bókin sem þeir unnu saman, Up with Birds! Árið 1965 varð hann aðstoðarkennari við hinn virta skóla, Royal College of Art. Seinna varð hann aðalkennari við myndlist- ardeildina og vann þar með mörgum hæfi- leikaríkum nemendum sem urðu sjálfir þekktir teiknarar. Frá árinu 1986 hefur Quentin Blake eingöngu helgað sig listinni og unnið við myndskreytingar bæði sinna eigin sagna sem og annarra. Myndir Blakes hafa birst í nálægt tvö- hundruð verkum ýmissa höfunda og má þar nefna Lewis Carroll, Charles Dickens og John Aiken. í mörg ár starfaði Blake með hinum fræga rithöfundi Roald Dahl og myndskreytti sögur hans um Matthildi og Nornirnar svo einhverjar séu nefndar. Fígúrurnar sem hann teiknar eru stríðhærð börn, króknefjaðar nornir og druslulegar krákur. Sposkar og snaggaralegar birtast persónurnar í sköpun hans og dreifa sér um síður bókanna les- endum til mikillar gleði. Quentin Blake hefur unnið til margra verð- launa og má þar helst nefna að árið 1983 vann hann Whitbread verðlaunin fyrir Nornirnar og 1988 vann hann Children's Book Award fyrir Matthildi. i maí 1999 var hann útnefndur sem fyrsta „lárviðarskáld" barna og voru það börn úr 24 skólum í Bret- landi sem völdu hann. Þessi útnefning barn- anna snart hann djúpt og þótti honum þetta mikill heiður. Hann var spurður að því hvort hann ætti ráð handa ungum teiknurum og rithöfundum. Hann svaraði á svipaðan máta og Aidan Chambers: „Það er nauðsynlegt að æfa sig, teikna mikið og skrifa, það er leiðin til að bæta árangur sinn, ekki bíða eftir inn- blæstri." Brynja Baldursdóttir

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.