Börn og menning - 01.10.2002, Síða 20
18
Börn og menning
Anna Heiða Pálsdóttir
Tsatsiki og mútta
Friðrik Erlingsson hlaut Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur árið 2002
fyrir þýðingu sína á sænsku barnabókinni Tsatsiki og mútta eftir Moni NHsson-Bránnström (Iðunn, 2001).
í niðurstöðu dómnefndar segir m.a.: „Friðrik kemur bæði sögunni sjálfri og stemningunni í kringum
mæðginin vel til skila. Bókin er lipur aflestrar, textinn hnitmiðaður og orðfærið dregur fram kimnina sem
jafnan er stutt í."
Snurðulaus þýðing
Þýðanda hefur svo sannarlega tekist að
koma þessari bráðskemmtilegu sögu yfir á
vandað og auðskilið íslenskt mál sem rennur
Ijúft og létt eins og fjallalækur. Friðrik
rembist hvergi við setningar eða sperrist við
að velja „dönnuð" íslensk orð yfir „ódann-
aða" hluti. Flann kallar fyrirbæri sem troðið
er upp í nasir drengs með blóðnasir ekki
„vöndla úr salernispappír" eða þvíumlíkt
heldur einfaldlega „klósettpappírstappa".
Rónarnir sem þvælast í skemmtigarðinum
eru „fullukallar", og að gera þarfir sínar er
að „kúka". Friðrik hefur heldur ekki fallið í
þá gildru að ýkja götustrákamállýskuna sem
einkennir sænsku frumgerðina. Sagan af
Tsatsiki og múttu hans er nefnilega skrifuð á
þeirri sænsku sem óheflaðir skólastrákar í
Svíþjóð tala og það er ávallt erfitt fyrir þýð-
anda að koma barnamáli, unglingamáli eða
slangri yfir á annað tungumál. Moni Nilsson-
Brannström segist leggja sig fram við að lýsa
alls konar umhverfi, að túlka málið sem börn
í neðri bekkjum sænskra grunnskóla tala:
þau eru beinskeytt og róleg og hafa sérstakt
málfar. Tala oft í stuttum setningum. Texti
Friðriks rennur fyrirhafnarlaust inn í huga ís-
lenskra lesenda og honum tekst mjög vel að
lýsa atburðarásinni með orðaforða sem ung-
ir krakkar nota og þekkja. Fyrir bragðið
finnst manni sagan hans Tsatsiki vera sögð
með orðum þessa fjöruga stráks.
Mútta og Tsatsiki
Moni Nilsson-Bránnström þótti lítið hafa
verið skrifað um einstæðar mæður og
langaði að sýna á raunsæjan hátt hvernig líf
þeirra getur verið. Sjálf býr hún á Kóngs-
hólmi ásamt manni sínum og börnum.
„Þegar þau voru lítil," segir hún, „voru
krakkar í nágrenninu sem höfðu yfirhöfuð
ekki neitt samband við föður sinn. Þannig
uppvöxtur getur haft mörg vandamál í för
með sér og mikinn söknuð." (Vár bostad,
nóv. 1999) Sagan af Tsatsiki er vissulega
raunsæ en alls ekki á sama hátt og harmsög-
urnar um fátæku lyklabörnin á sjöunda ára-
tugnum. Tsatsiki fær að vísu lykil í band um
hálsinn - sem áður þótti merki um einsemd
og vanrækslu - en í huga drengsins verður
lykillinn tákn um sjálfstæði og mikla veg-
semd. Raunsæið er blandað húmor og Moni
reynir alls ekki að sverta líf einstæðrar móður
í litlum efnum heldur sýna hvernig við getum
sjálf, með orðum, athöfnum og kærleik,
varpað lit á umhverfi sem annars væri
litlaust.
Tsatsiki er „ástarbarn", afsprengi stutts en
eldheits ástarævintýris sem móðir hans átti
með grískum kolkrabbaveiðimanni þegar
hún var í fríi á grískri eyju. Hann býr með
múttu sinni í íbúð á Kóngshólma í Stokk-
hólmi sem mæðginin erfðu eftir langömmu
hans. Mútta er einstök manneskja, lifandi,
skrautleg og litrík þótt hún klæði sig alltaf í
svört föt. Henni hefur gjarnan verið líkt við
„Texti Friðriks rennur fyrirhafnarlaust
inn í huga íslenskra lesenda og
honum tekst mjög vel að lýsa
atburðarásinni með orðaforða sem
ungir krakkar nota og þekkja. Fyrir
bragðið finnst manni sagan hans
Tsatsiki vera sögð með orðum þessa
fjöruga stráks."
„Stærsti kosturinn við múttu er
hversu mannleg og breysk hún er.
Hún elskar of mikið, lifir fyrir líðandi
stund og hugsar ekki alltaf um afleið-
ingarnar. Hún grætur þegar vænta
mætti hláturs og hlær þegar aðrir
hafa áhyggjur af smámunum."