Börn og menning - 01.10.2002, Blaðsíða 22

Börn og menning - 01.10.2002, Blaðsíða 22
20 Börn og menning Katrín Jakobsdóttir Tvær raunsæisbækur undir smásjánni Undanfarín ár hefur vegur raunsæisbókmennta heldur faríð minnkandi í barnabókaútgáfu hér á landi. Meira hefur borið á hvers kyns ævintýrabókum, þjóðlegum yfirnáttúrusögum og fyndnum furðusögum. Bókmenntir með ákveðinn tilgang finnast þó enn og eru ekki nýjar af nálinni. Gríski heimspekingurinn Plató mælti t.a.m. eindregið með þvíað bókmenntir hefðu skýr markmið. Á tímum módernismans voru til- gangsbókmenntir hins vegar úthrópaðar sem slíkar og menn vildu list, listarinnar vegna. Raunsæið dó þó ekki drottni sinum með módernismanum, nýraunsæið kom fram á 8. áratugnum og var mjög áberandi einmitt í barnabókum. Nokkuð hefur borið á svokölluðum fyndnum sögum meðal barnabóka eins og sést á því að á barnabókakaffi sem haldið var á Súfist- anum í febrúar á þessu ári var eitt þriggja er- inda helgað slíkum sögum. Fyndni hefur verið áberandi, bæði I bókum sem gerast á raunsæju sögusviði (eins og bókum Yrsu Sigurðardóttur og Auðar Jónsdóttur) og í er- lendum ævintýrabókum á borð við Harry Potter og Artemis Fowl. Fyndni var hins vegar ekki áberandi í raunsæisbókmenntum 8. áratugarins þó að til séu undantekningar eins og bækur Guðrúnar Flelgadóttur um Jón Odd og Jón Bjarna. Enda eru raunsæis- bækur oft ekki síður skemmtilegar en fantasíubækur sem eru oft bæði ófyndnar og óspennandi þó að þær gerist f öðrum heimi. Flér verður fjallað um tvær bækur sem báðar geta talist raunsæjar og hafa báðar fengið verðlaun. Niko eftir Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur sem hlaut Vorvinda, árlega viðurkenningu Barna og bóka, og 40 vikur eftir Ragnhildi Gestsdóttur sem hlaut Barna- bókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur. Þess- ar bækur skáru sig úr fyrir síðustu jól sem boðandi sögur með ákveðinn tilgang og segja má að vel hafi tekist til í báðum tilfell- um. Báðar segja þær frá unglingum sem lenda í vanda og segja sitt um hugarheim unglingsins við upphaf nýrrar aldar. Bragð er að þá barnið finnur Niko er söguhetja samnefndrar bókar eftir Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur. Sagan hefst á 14 ára afmælisdeginum hans snemma á tí- unda áratug 20. aldar, um það leyti sem borgarastyrjöldin í Júgóslavíu braust út. Niko á heima í Sarajevo í Bosníu-Flersegóvínu ásamt foreldrum sínum. í því héraði bjuggu Serbar, Króatar og múslímar en Serbar heyra almennt til grísk-kaþólsku kirkjunni en Króatar þeirri rómversk-kaþólsku. Þegar stríðið braust út voru Sarajevo og Júgóslavía fáum íslendingum ofarlega í huga. Flestir vissu að almennt þótti Júgóslavía frjálsari en önnur Austur-Evrópu- lönd, þar voru vinsælir sumarleyfisstaðir og einhvern tíma voru haldnir vetrarólympíu- leikar í Sarajevo. Meðan á stríðinu stóð vissu fáir hér á landi hvað var í raun að gerast, al- menningur varð lítið var við stríðið nema sem stagl í fréttum þar sem Serbar voru al- mennt taldir vondu karlarnir. Bosnía-Her- segóvína var mikið í fréttum og átök fyrrver- andi nágranna virtust sérlega blóðug og grimm. Hingað hafa hins vegar komið nokkrir flóttamenn frá fyrrum Júgóslavíu og Niko er fyrsta íslenska bókin sem lýsir upplifun þeirra. Sagan er að vísu sögð frá sjónarhóli 14 ára drengs og því flokkuð sem barnabók en á erindi við fólk á öllum aldri. í henni er lýst rólegu og áhyggjulausu lífi Nikos fyrir stríðið þarsem venjuleg hugðarefni unglinga eiga hug hans allan. Hann spilar fótbolta með Spæjurunum og lífið snýst um að sigr- ast á höfuðandstæðingnum, Úlfunum. Besti vinur Nikos, Miroslav, er í rétttrúnaðarkirkj- unni og sama má segja um stelpuna sem Niko er skotinn í, Tönju. Þegar stríðið byrjar breytist allt, Kfið hætt- ir að snúast um skemmtanir og fjör heldur fer að snúast um að komast af. Meira að segja skólinn verður skemmtun þegar hann

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.