Börn og menning - 01.10.2002, Síða 25

Börn og menning - 01.10.2002, Síða 25
Margverðlaunaðar ævintýrabækur 23 Margverðlaunaðar ævintýrabækur Þríleikur Philips Pullmans um myrku öflin „Sumir hlutir, sum viðfangsefni, eru of stór fyrir fullorðinsbækur, það er ekki hægt að fjalla almennilega um þau nema i barnabók- um," sagði Philip Pullman í ræðu sinni þegar hann tók við Carnegie-verðlaununum, virtustu barnabókaverðlaunum í Bretlandi, árið 1996. Þau hlaut hann fyrir Gyllta áttavitann (Northern Lights), fyrstu bókina i þríleik hans um myrku öflin, sem síðan hefur farið sann- kallaða sigurför um heiminn og aflað höfundi sínum fjölda verðlauna og viðurkenninga. Þar rísa hæst Whitbread-verðlaunin sem Philip Pullman hlaut fyrr á þessu ári fyrir þriðja bindi þríleiksins Skuggasjónaukann (The Amber Spyglass), en engin barnabók hefur áður hreppt þessi eftirsóttu verðlaun. Hvort það er vegna viðfangsefnanna sem eru of stór fyrir fullorðinsbækur skal ósagt tátið, en þar eru að minnsta kosti engin smámál til umfjöllunar. Þegar Pullman veitti Whitbread-verðlaununum viðtöku sagðist hann vera orð- laus og ákaflega glaður að hreppa verðlaunin, vegna þess að það sannaði það sem hann hefði alltaf haldið fram að barnabækur væru fullkomlega liðtækar á leikvangi bókmenntanna, meðal allra annarra bóka og almennrar umræðu um þær. Týndu börnin [ þríleik myrku aflanna segir frá börnum sem kljást við ofurefli í heimi sem er að tætast í sundur eða öllu heldur mörgum heimum sem hafa verið aðskildir en mörkin á milli þeirra eru að rofna. Sagan hefst í borginni Oxford í heimi stúlkunnar Lýru. Þar gengur lífið sinn vanagang þar til börn fara skyndi- í G VLLTl Attavitínn Philip Pullman lega að hverfa sporlaust. Fyrst fátækir flæk- ingskrakkar sem fáir sakna en um leið og týndu börnunum fjölgar hafa sífellt fleiri áhyggjur af málinu þar til óhjákvæmilegt er að grípa til einhverra ráðstafana. Þá leggur Lýra upp í ferðina norður á bóginn, falin í skipum Sígyptanna með sannleiksvitann inn- anklæða. Þegar lesandinn er lagður af stað í þá ferð er hann orðinn svo hugfanginn af frásagnargáfu Philips Pullmans að hann hættir ekki að lesa fyrr en á síðustu síðu síð- ustu bókar. Pullman gerir í upphafi miklar kröfur til lesenda sinna, dembir þeim inn í flókna fantasíuna án nokkurra útskýringa eða for- mála. Lesandanum lætur hann eftir að kom- ast að því hvar hann er og hvernig heimur bókarinnar er frábrugðinn hans eigin. Heim- ur bókanna er aftur á móti rækilega útpæld- ur frá hans hendi. Súperman og Batman Philip Pullman er fæddur í Englandi árið 1946. Hann lauk háskólaprófi í bók- menntum og kenndi lengi ensku í fram- halds- og háskóla, eða þar til hann ákvað að helga sig ritstörfum. Fyrstu bækur hans voru fyrir fullorðna en fljótlega sneri hann sér al- farið að ritun barnabóka. Raunar vill hann kalla bækurnar sínar sögur og sjálfur segist hann ekki „vera rithöfundur" heldur „skrifa sögur". Sögur eru það sem máli skiptir, sög- ur sem drifnar eru áfram af söguþræði og plotti, frekar en stíl og tækni. Fyrstu kynni Pullmans af sögum voru í gegnum útvarp. Tímunum saman lá hann og hlustaði á sögur af glæpónum og ofur- hetjum, og þvl sem skemmtilegast var af öllu - Súperman. Kynnin við fyrsta Súperman- blaðið breyttu lífi Pullmans og skömmu síðar kynntist hann Batman sem hann hélt enn meira upp á. Aðdáun unga mannsins á þeim félögum kostuðu rifrildi við foreldrana en í þeim hafði hann fullan sigur enda virtust blöðin ekki skaða námshæfileika hans á

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.