Börn og menning - 01.10.2002, Qupperneq 26

Börn og menning - 01.10.2002, Qupperneq 26
24 Börn og menning nokkurn hátt og auk þeirra las hann allt sem að kjafti kom. Seinna hélt Pullman mest upp á draugasögur. Um hríð skemmti hann sér við að hræða líftóruna úr sjálfum sér og vin- um sínum með mergjuðum sögum, ýmist sem hann las eða skáldaði sjálfur. Hann hef- ur enn gaman af draugasögum en er þó hættur að trúa á drauga. Pullman veltir stundum fyrir sér hvort þessi strákur sem elskaði Batman, Súperman og drauga hefði haft gaman af sögunum sem hann skrifar núna. Og hann vonar það. Þær eru ( það minnsta skrifaðar fyrir hann. Pullman og Harry Potter Þríleikur Philips Pullmans er oft og tíðum borinn saman við Harry Potter-bækur J.K. Rowling enda nærtækur samanburður. Á báðum vígstöðvum er fantasían við völd þó að heimar bókanna séu gjörólíkir. Bækur beggja höfunda hafa notið gríðarlegra vin- sælda, bækur Rowling hafa selst meira en bækur Pullmans aftur rakað að sér verðlaun- um. Pullman gerir lítið úr samanburðinum við Rowling. í viðtali við BBC sagði hann: „Ég lít ekki svo á að ég sé að keppa við Rowling og hún lítur heldur ekki á mig sem keppi- naut sinn. Ég hef gaman af bókunum henn- ar en ég held að við séum að höfða til ólíkra lesenda." Sammerkt eiga þó lesendahópar Pullmans og Rowling að þeir samanstanda af börnum, unglingum og fullorðnum, bóka- ormum jafnt og þeim sem lítið lesa. Fram að þessu hefur galdradrengurinn Potter haft það fram yfir Lýru að birtast á hvíta tjaldinu en nýlega bárust þær fregnir að hópurinn sem stendur að baki kvikmyndunum eftir Hringadróttinssögu hafi tryggt sér kvik- myndaréttinn á þríleik Pullmans um myrku öflin og gangi það eftir hafa aðdáendur ævintýrakvikmynda eitthvað til að láta sig hlakka til. Pullman á íslensku Gyllti áttavitinn, fyrsta bók þríleiksins, kom út á íslensku í þýðingu Önnu Heiðu Pálsdótt- ur haustið 2000. Hún þýddi einnig Lúmska hnífinn, aðra bókina, sem kom út 2001 og þá þriðju og síðustu Skuggasjónaukann sem kemur út núna innan skamms. Er skemmst frá því að segja að bækurnar hafa hlotið frá- bærar viðtökur hér á landi sem annars staðar. MAGIC CARPETS Ráðstefna breskra barnabókahöfunda í Leeds 13. - 15. september 2002 Barnabókahöfundar innan breska rithöf- undasambandsins (Society of Authors) hitt- ast árlega til að bera saman bækur sínar og hlusta á áhugaverða fyrirlestra. Árið 2002 var ráðstefnan haldin í háskólanum í Leeds undir yfirskriftinni „Magic Carpets". Rithöf- undasambandi fslands var boðið að senda þátttakendur á ráðstefnuna og greiða sama gjald og félagar í Society of Authors greiddu. Undirrituð fékk styrk úr Fjölíssjóði RS( til þess að fara á ráðstefnuna og kann sjóðnum miklar þakkir fyrir. Ráðstefnan stóð í þrjá daga og var dagskráin þéttskipuð fyrir- lestrum og uppákomum frá morgni til kvölds. Um 120 manns, aðallega breskir rit- höfundar, en einnig palestínskir, norskir. þýskir, ástralskir og bandarískir, sóttu hana. Hér segir frá nokkrum atriðum úr opnunar- ræðu Philips Pullmans. Höfundurinn Philip Pullman sem skrifað hefur fjölmargar barnabækur og hlaut á síð- asta ári hin virtu bresku Whitbread bók- menntaverðlaun fyrir bókina The Amber Spyglass (Skuggasjónaukinn, kemur út hér á landi haustið 2002), flutti opnunarræðuna. Hann sagði m.a. að margt hefði breyst í sam- bandi við barnabókaritun, t.d. að forsjár- stefna kommúnismans, „Art is the Engineer of Human Souls" sé á undanhaldi. Barna- bækur eru nú skrifaðar til að skemmta börnum, ekki til að hamra í þau fróðleik og siðareglum. Staða barnabókahöfunda hefur líka breyst. Hér áður fyrr gátu þeir setið í sínum fílabeinsturni og skrifað en nú sé þess vænst að þeir komi út í þjóðfélagið og taki virkan þátt í menningarstarfi með börnum. Barnabókahöfundur er „Storyteller" (sagna- þulur), hann hefur félagslegar og fjárhags- legar skuldbindingar. Meira um Philip Pullman og þríleik hans má lesa á: www.mmedia.is/ah/pullman http://teacher.scholastic.com/authorsand- bookslauthorslpullman/bio www.powells.com/authors/pullman www.achuka.co.uk/ppint www.kidsreads.com/authors/au-pullman- philip.asp Skilningur breskra barnabókahöfunda á mikilvægi góðs málfars hefur aukist mikið á síðustu árum. Pullman sagði að barnabóka- höfundar ættu að nota tungumálið til að varpa Ijósi á það sem þeir þurfa að segja, ekki að flækja það. Við ættum ekki að fara alltof varlega í notkun hugtaka („imagi- native language"). Hann talaði um málnotk- un í líkingu við mat, sem „skyndimatar-mál- notkun" og „kavíar-málnotkun". Sumir rit- höfundar nýttu sér skyndimatinn til að Ijúka rituninni í flýti, aðrir kynnu að meta kavíarinn og njóta þess að vanda mál sitt. Þeir sem skrifa fyrir börn mega ekki, að sögn Pullmans, vera óheiðarlegir við lesendur sína sem eiga að geta treyst þeirri örvun sem við veitum. Sögur okkar eiga sjálfar að kalla fram tár, við eigum ekki að reyna að kreista tárin út úr lesendum. Pullman benti á að góðir höfundar væru eins og góðir leikstjórar. Höfundur verður að vita hvar á að setja myndavélina: hann hefur 360° pláss. „Förum þangað sem vélin á að

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.