Börn og menning - 01.10.2002, Síða 28

Börn og menning - 01.10.2002, Síða 28
26 Börn og menning Ingibjörg Jónsdóttir Hvað gerið þið fjölskyldan svo í frístundum þarna á ísafirði? fréttir aff landsbyggðinni Þetta höfum við oft fengið að heyra eftir að við fluttum vestur. En fyrir rétt rúmu ári tók- um við uppá því að flytja frá Reykjavík til ísa- fjarðar með son okkar sem þá var eins árs. Margir voru hálfsjokkeraðir yfir uppá- tækinu, aðrir dálítið ánægðir með okkur. Við litum svo á að þetta væri einmitt tíminn til að breyta til, við nýbúin að eignast okkar fyrsta barn og ég að hefja vinnu aftur eftir barns- burðarleyfi, þá varð allt í Reykjavík eitthvað svo yfirþyrmandi, tíminn sem snattið tekur, stressið í umferðinni, hættulegur heimurinn sem umkringdi litla strákinn okkar! Eiginlega má líta svo á að það að flytja út á land sé hálfpartinn eins og að flytja til útlanda, nema að maður getur haldið áfram að tala ís- lensku. Og hvað gerum við svo í frístundum hérna á ísafirði, hvað gera börnin okkar? Nú kannski einmitt það sama og í Reykjavík eða annars staðar á landinu, við kúrum heima, förum í göngutúra, kíkjum á bókasafnið, í bíó eða í leikhús. Helsti munurinn er sá að hér er auðveldara að stunda fleiri en eitt á- hugamál því allar vegalengdir eru svo stuttar! Það er líka styttra að komast út í fjöl- breytta náttúruna og bara það að skreppa í berjamó kallar ekki á meira en 10 mínútna akstur ef maður er lengst niðri í bæ. Sonur okkar er nú bara tveggja ára svo hann er ekki farinn að stunda menningarlífið af neinni áfergju ennþá en við höfum þó far- ið nokkrar ferðir á bókasafnið og setið í barnahorninu og tekið fjöldann allan af harðspjaldabókum að láni. Nú hillir undir opnunina á stækkuðu bókasafni í Gamla sjúkrahúsínu og það mun örugglega auka framboð og þjónustu á þeim bænum. Síðan stundar fjölskyldan skíði, prinsinn situr glaðbeittur í bakpoka á bakinu á pabba sínum, sennilega er svona ár í það að hann fái að prófa sjálfur. Á Ísafirðí kunna allir á skíði, eða að minnsta kosti næstum allir. Það er skíðadagur í grunnskólanum og þá fara ALLIR upp á skíðasvæði, sumir renna sér auðvitað á þotum en hvort sem það eru þeir eða hinir sem kunna vel á skíði þá er það ein- hvern veginn stemmingin sem skapast í kringum daginn, það er svo gaman að vera saman úti að sprella. Sama stemming skilar sér ekki síður á skíðaviku um páskana þegar ömmur og afar, ungbörn í vögnum og allir þar á milli skella sér á Dalinn og skemmta sér saman, renna sér eða sitja tímunum saman í brekkunum og spjalla við þá sem leið eiga hjá. Borða nestið í brekkunni, hlusta á hljóm- sveitina spila víð skíðaskálann, æða eftir fljúgandi karamellum og flissa að görpum sem sýna gamla takta og nýja. Þeir sem einu sinni hafa mætt á skíðaviku verða „húkkt" og koma aftur og aftur. Á fsafirði er eins og kannski margir vita mjög öflugt tónlistarlíf og það er ekki síst frábærum tónlistarskólum að þakka en þar stunda nokkur hundruð manns nám. Skól- arnir á ísafirði eru tveir, Tónlistarskóli fsa-

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.