Börn og menning - 01.10.2002, Blaðsíða 29

Börn og menning - 01.10.2002, Blaðsíða 29
fréttir af landsbyggðinni 27 fjarðar og Píanóskóli Margrétar Gunnars- dóttur. Tónlistarskóli ísafjarðar rekur síðan útibú í öllum þéttbýliskjörnum í ísafjarðar- bæ, þ.e. á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri. Þar hafa margir fetað sín fyrstu spor á tónlistar- brautinni. Einnig er starfandi barnakór og unglingakór. Á laugardagsmorgnum kl. 11 er síðan kirkjuskólinn, á ísafirði er ekki sunnudaga- skóli í kirkjunni því yfir vetrarmánuðina fara flestir snemma á skíði á sunnudags- morgnum. Á laugardagsmorgnum eru meiri líkur á því að annað foreldrið sé að vinna og þá getur hitt skundað í kirkjuskólann. Þar er að sjálfsögðu sama prógramm og í öðrum kirkjum um allt land. Litli leikklúbburinn er með leiksýningar fyrir smáfólkið og Möguleikhúsið kemur tvisvar til þrisvar á ári með sínar sýningar. Bíóið er reglulega með það nýjasta úr bíó- húsum heimsins auk þess að stundum sýnir það eina „gamla" og hefur ódýrt svo auð- veldara er fyrir barnmargar fjölskyldur að skella sér. í ísafjarðarbæ, sem spannar fjóra þéttbýl- iskjarna, eru fjórar sundlaugar sem eru mjög ólíkar. Ef maður vill fara í útisundlaug fer maður á Suðureyri, ef maður vill fara í nýja innisundlaug fer maður á Flateyri eða Þing- eyri og ef maður vill sulla inni er gamla sund- laugin hér á (safirði ágætis dolla og alveg miðsvæðis. Flér er sem sé ekki skortur á afþreyingu fyrir fjölskyldufólk, unga sem aldna, það er bara að hafa sig eftir henni hér eins og ann- ars staðar. Ingibjörg Jónsdóttir er móðir Jóhanns 2 ára. Hún naut aðstoðar Guðbjargar Höllu Magnadóttur, móður Andra Péturs 10 ára, Steins Daníels 5 ára, Fróða Benjamíns 4 ára og Magna Jóhannesar 1 árs.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.